Boris Bjarni Akbachev fallinn frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2023 00:59 Boris við kennslu hjá íþróttafræðinemendum við Háskólann í Reykjavík árið 2015. Háskólinn í Reykjavík Boris Bjarni Akbachev, goðsögn í handboltaþjálfun á Íslandi, er látinn 89 ára gamall. Boris kom að þjálfun margra af bestu handboltamönnum Íslandssögunnar. Stuðningsmönnum Vals var tilkynnt um andlátið í kvöld og fjölmargir lærisveinar hans í gegnum árin minnast hans á samfélagsmiðlum. Boris kom fyrst til Íslands frá Sovétríkjunum árið 1980 til að þjálfa hjá Val í um tvö ár. Þá tók hann við Valsliði sem var þekkt sem Mulningsvélin en lykilmenn voru komnir á aldur. Á þeim tíma tók hann unga og efnilega handboltamenn inn í Valsliðið sem áttu eftir að spila lykilhlutverk í landsliði Íslands síðar meir. Leikmenn eins og Valdimar Grímsson, Jakob Sigurðsson, Júlíus Jónason og Geir Sveinsson. Boris Bjarni kom aftur til Íslands árið 1989 og þá var dvöl hans öllu lengri, eða allt til dagsins í dag. Hann þjálfaði hjá Val og varð svo aðstoðarmaður Þorbjörns Jenssonar með íslenska landsliðið. Með þá félaga í brúnni náði karlalandsliðið fimmta sæti á HM í Kumamoto 1997. Boris hefur búið til frábæra leikmenn, bæði hér á landi og í Rússlandi. Leikmenn á borð við Dag Sigurðsson og Ólafur Stefánsson fóru í gegnum skóla Borisar Bjarna og fleiri Valsarar síðar meir auk efnilegra leikmanna hjá félögum á borð við Breiðablik, ÍBV og Hauka. Hann þótti í sérflokki í tækni- og einstaklingsþjálfun. Lét hann hafa eftir sér að stærsta vandamálið á Íslandi á sínum tíma að allir leikmenn væru þjálfaðir eins. Leikmaður sem væri lítill og aumur þyrfti ekki samskonar þjálfun og sá sem væri stór og sterkur. Hann skoðaði leikmenn með tilliti til veikleika þeirra og styrkleika og vann með leikmönnum í þeim þáttum. Boris Bjarni var sæmdur gullmerki Vals og silfurmerki Handknattleikssambands Íslands fyrir framlag sitt til handbolta hér á landi. Boris Bjarni lætur eftir sig eiginkonu og tvö uppkomin börn. Valur Andlát Tengdar fréttir Hélt að hann væri á þrekæfingu en þetta var bara upphitun hjá Bogdan Guðjón Guðmundsson mætti til Kjartans Atla og Rikka G. í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og Gaupi sagði þar frá snillingunum tveimur sem ollu straumhvörfum í íslenskum handbolta. 17. desember 2020 11:00 Guðfaðirinn tekur Óla Stef í kennslustund með smámynt ber að ofan Boris Bjarni Akbachev bjó Ólaf Stefánsson til sem handboltamann. 6. febrúar 2015 15:57 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira
Boris kom fyrst til Íslands frá Sovétríkjunum árið 1980 til að þjálfa hjá Val í um tvö ár. Þá tók hann við Valsliði sem var þekkt sem Mulningsvélin en lykilmenn voru komnir á aldur. Á þeim tíma tók hann unga og efnilega handboltamenn inn í Valsliðið sem áttu eftir að spila lykilhlutverk í landsliði Íslands síðar meir. Leikmenn eins og Valdimar Grímsson, Jakob Sigurðsson, Júlíus Jónason og Geir Sveinsson. Boris Bjarni kom aftur til Íslands árið 1989 og þá var dvöl hans öllu lengri, eða allt til dagsins í dag. Hann þjálfaði hjá Val og varð svo aðstoðarmaður Þorbjörns Jenssonar með íslenska landsliðið. Með þá félaga í brúnni náði karlalandsliðið fimmta sæti á HM í Kumamoto 1997. Boris hefur búið til frábæra leikmenn, bæði hér á landi og í Rússlandi. Leikmenn á borð við Dag Sigurðsson og Ólafur Stefánsson fóru í gegnum skóla Borisar Bjarna og fleiri Valsarar síðar meir auk efnilegra leikmanna hjá félögum á borð við Breiðablik, ÍBV og Hauka. Hann þótti í sérflokki í tækni- og einstaklingsþjálfun. Lét hann hafa eftir sér að stærsta vandamálið á Íslandi á sínum tíma að allir leikmenn væru þjálfaðir eins. Leikmaður sem væri lítill og aumur þyrfti ekki samskonar þjálfun og sá sem væri stór og sterkur. Hann skoðaði leikmenn með tilliti til veikleika þeirra og styrkleika og vann með leikmönnum í þeim þáttum. Boris Bjarni var sæmdur gullmerki Vals og silfurmerki Handknattleikssambands Íslands fyrir framlag sitt til handbolta hér á landi. Boris Bjarni lætur eftir sig eiginkonu og tvö uppkomin börn.
Valur Andlát Tengdar fréttir Hélt að hann væri á þrekæfingu en þetta var bara upphitun hjá Bogdan Guðjón Guðmundsson mætti til Kjartans Atla og Rikka G. í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og Gaupi sagði þar frá snillingunum tveimur sem ollu straumhvörfum í íslenskum handbolta. 17. desember 2020 11:00 Guðfaðirinn tekur Óla Stef í kennslustund með smámynt ber að ofan Boris Bjarni Akbachev bjó Ólaf Stefánsson til sem handboltamann. 6. febrúar 2015 15:57 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira
Hélt að hann væri á þrekæfingu en þetta var bara upphitun hjá Bogdan Guðjón Guðmundsson mætti til Kjartans Atla og Rikka G. í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og Gaupi sagði þar frá snillingunum tveimur sem ollu straumhvörfum í íslenskum handbolta. 17. desember 2020 11:00
Guðfaðirinn tekur Óla Stef í kennslustund með smámynt ber að ofan Boris Bjarni Akbachev bjó Ólaf Stefánsson til sem handboltamann. 6. febrúar 2015 15:57