Halda bandarískum blaðamanni áfram bak við lás og slá Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2023 15:43 Evan Gershkovic í réttarsal í Moskvu í dag. AP/Alexander Zemlianitsjenkó Rússneskur dómari úrskurðaði að Evan Gershkovich, bandarísku blaðamaður Wall Street Journal, verði áfram í varðhaldi eftir að hann var sakaður um njósnir í Rússlandi. Gershkovich og bandarísk stjórnvöld vísa ásökunum á bug. Gershkovic var handtekinn af rússneskum leyniþjónustumönnum í Katrínarborg í mars. Hann var sakaður um að reyna að komast yfir leyniskjöl um rússneska vopnaverksmiðju. Hann er fyrsti bandaríski blaðamaðurinn sem er handtekinn í Rússlandi fyrir meintar njósnir frá falli Sovétríkjanna. Fjöldi blaðamanna var í dómssal í Moskvu þegar Gershkovic kom fyrir dómara og krafðist þess að vera látinn laus í dag. AP-fréttastofan segir að hann hafi virst yfirvegaður og jafnvel brosað á köflum inni í glerbúri sakbornings. Dómari hafnaði áfrýjun blaðamannsins og úrskurðaði hann í áframhaldandi gæsluvarðhald til að minnsta kosti 29. maí. Gershkovic gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur um njósnir. Rússnesk stjórnvöld hafa þegar látið í veðri vaka að þau gætu haft fangaskipti á Gershkovic eftir að réttað verður yfir honum. Gagnrýnendur stjórnvalda í Kreml halda því fram að Gershkovic hafi gagngert verið handtekinn í því skyni. Rússland Bandaríkin Fjölmiðlar Mannréttindi Tengdar fréttir Rússar handtaka blaðamann Wall Street Journal fyrir njósnir Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið blaðamann bandaríska blaðsins Wall Street Journal fyrir meintar njósnir. Blaðamaðurinn gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi verði hann fundinn sekur um njósnir. 30. mars 2023 08:33 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Gershkovic var handtekinn af rússneskum leyniþjónustumönnum í Katrínarborg í mars. Hann var sakaður um að reyna að komast yfir leyniskjöl um rússneska vopnaverksmiðju. Hann er fyrsti bandaríski blaðamaðurinn sem er handtekinn í Rússlandi fyrir meintar njósnir frá falli Sovétríkjanna. Fjöldi blaðamanna var í dómssal í Moskvu þegar Gershkovic kom fyrir dómara og krafðist þess að vera látinn laus í dag. AP-fréttastofan segir að hann hafi virst yfirvegaður og jafnvel brosað á köflum inni í glerbúri sakbornings. Dómari hafnaði áfrýjun blaðamannsins og úrskurðaði hann í áframhaldandi gæsluvarðhald til að minnsta kosti 29. maí. Gershkovic gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur um njósnir. Rússnesk stjórnvöld hafa þegar látið í veðri vaka að þau gætu haft fangaskipti á Gershkovic eftir að réttað verður yfir honum. Gagnrýnendur stjórnvalda í Kreml halda því fram að Gershkovic hafi gagngert verið handtekinn í því skyni.
Rússland Bandaríkin Fjölmiðlar Mannréttindi Tengdar fréttir Rússar handtaka blaðamann Wall Street Journal fyrir njósnir Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið blaðamann bandaríska blaðsins Wall Street Journal fyrir meintar njósnir. Blaðamaðurinn gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi verði hann fundinn sekur um njósnir. 30. mars 2023 08:33 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Rússar handtaka blaðamann Wall Street Journal fyrir njósnir Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið blaðamann bandaríska blaðsins Wall Street Journal fyrir meintar njósnir. Blaðamaðurinn gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi verði hann fundinn sekur um njósnir. 30. mars 2023 08:33