Einkavæðing Ljósleiðarans Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 18. apríl 2023 12:01 Í þessari grein ætla ég að renna yfir þá atburðarrás sem olli því að nú stefnir meirihluti borgarstjórnar á það að einkavæða stóran hlut í Ljósleiðaranum. Hvernig enduðum við hér? Hvers vegna er Ljósleiðarinn rekinn eins og hagnaðardrifið fyrirtæki? Hvað getum við gert annað en að einkavæða? Hér verður einnig farið yfir tilskipanir EES sem þvinga Ísland til að markaðsvæða innviðina okkar. Fyrir þau sem hafa áhuga á málinu hvet ég til að mæta í Bolholt 6, á fimmtudaginn klukkan 20:00. Borgarstjórnarflokkur Sósíalista verður þar með opinn fund þar sem við ræðum fyrirætlanir meirihlutans og heyrum frá ykkur borgarbúum um það hvernig bregðast skuli við. Um Ljósleiðarann Ljósleiðarinn ehf. er fjarskiptafélag í eigu Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og var stofnað sem Gagnaveita Reykjavíkur árið 2007. Orkuveitan er í eigu þriggja sveitarfélaga en Reykjavíkurborg á langstærstan hlut í henni eða 93,539%. Akraneskaupstaður á 5,528% hlut og Borgarbyggð 0,933%. Hlutverk Ljósleiðarans er að veita íslenskum heimilum, fyrirtækjum og stofnunum aðgang að hágæða neti og þar með fjarskiptum. Í nútíma samfélagi er nánast ógjörningur að komast hjá því að nota internetið. Allskyns kröfur eru við lýði, þar sem þörf er á því að styðjast við internetið. Þar má nefna aðgang að upplýsingum og skjölum sem og undirskrift skjala, staðfestingu auðkennis, framkvæmd bankamillifærslna til persónulegra nota svo og aðra þætti sem tengjast hinu daglega lífi. Sósíalistar minna á mikilvægi þess að hér er um grunninnvið að ræða, þar sem Ljósleiðarinn tryggir fólki aðgang að fjarskiptum. Aðdragandi einkavæðingar Reykjavíkurborg barst erindi frá Ljósleiðaranum ehf., dags. 24. október 2022, þar sem óskað var eftir samþykki borgarinnar fyrir hlutafjáraukningu. Þannig yrði því komið fyrir að einkaaðilum yrði heimilt að kaupa stóran hlut í félaginu. Út frá því var þann 27. október 2022 samþykkt tillaga borgarstjóra um að tilnefna fulltrúa frá flokkum borgarstjórnar í sérstakan rýnihóp um hlutafjáraukningu. Rýnihópnum var falið að gera umsögn til borgarráðs um þá tillögu að einkavæða hlut í félaginu. Á þeim tíma fól tillagan í sér að hlutafé félagsins yrði hækkað um 4.333.333.333 krónur (fjórirmilljarðar-þrjúhundruðþrjátíuogþrjármilljónirþrjúhundruð-þrjátíuogþrjúþúsund þrjúhundruðþrjátíuogþrjárkrónur) en nú liggur fyrir álit flokka í meirihlutanum að þau vilji bæta í upphæðirnar og fá þannig 11 milljarða. Staða fyrirtækisins er þannig að ef ekki fæst aukið fé til að fjármagna reksturinn mun það eiga erfitt með að standast samkeppni við mótaðilann á þeim fákeppnismarkaði sem um er að ræða. Af þeim ástæðum þarf aukið fjármagn til að fyrirtækið getið staðið í samkeppnisrekstri. Ef það gerist ekki er mögulegt að það verði rekið með tapi og verði undir í samkeppni við aðra aðila á markaði. Meirihlutinn vill einkavæða Flokkar meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í rýnihópnum hafa nú lagt til að 40% hlutur í fyrirtækinu verði einkavæddur. Ljósleiðarinn fái þannig heimild til þess að auka hlutafé sitt um allt að 11 milljarða króna. Verði það samþykkt felur það í sér að eignarhlutur Orkuveitu Reykjavíkur í Ljósleiðaranum lækkar úr 100% og fer niður í 60%. 40% fyrirtækisins verði því komið í hendur einkaaðila. Þarna á meðal eru flokkar sem kenna sig við jöfnuð og félagshyggju að stefna á harða einkavæðingu grunninnviða. Að mati Sósíalista er ekki skynsamlegt að hleypa einkaaðilum inn í eigendahóp Ljósleiðarans, en slíkt felur í sér einkavæðingu á opinberu félagi. Einkavæðing er ekki svarið við þeirri stöðu sem Ljósleiðarinn stendur frammi fyrir. Hér er um grunninnvið að ræða þar sem almenningur treystir á internetið í mörgum þáttum daglegs lífs. Slíkur vettvangur rætti ávallt að vera í höndum almennings en ekki einkaaðila. Markaðurinn eins og hann er gjarnan kallaður er ekki rétti vettvangurinn til að sjá um rekstur á grunninnviðum. Sagan hefur sýnt fram á að slíkt leiðir til einokunar, hærra vöruverðs og verri þjónustu. Heftandi EES tilskipanir Lög um fjarskipti kveða á um að efla eigi virka samkeppni á fjarskiptamarkaði og þar af leiðandi verði félög sem veita þjónustu á sviði fjarskipta að vera á samkeppnismarkaði. Með því er átt við að einkafyrirtækjum sé heimilt að selja fjarskiptaþjónustu og keppast sín á milli um viðskiptavini. Markmiðið er að þannig verði til fjöldi fyrirtækja sem keppist sín á milli með því að halda verði sem lægstu og þjónustu sem bestri. Raunin er sú að þetta hefur ekki gengið eftir. Fákeppnin er mikil og hætta er á einokun ef ekkert er að gert. Árið 1996 áttu breytingar sér stað í regluverki varðandi rekstur fjarskiptaneta. Fyrir þann tíma var það svo að Póstur og sími hf. í eigu ríkisins gátu ein séð um rekstur fjarskiptaneta. Með lögum nr. 143/1996 um fjarskipti var sú regla felld úr gildi. Þess í stað var mælt fyrir um sérstök rekstrarleyfi fjarskiptaþjónustu til íslenskra einkaaðila eða aðila með staðfesturétt innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Með lögunum voru fjarskiptanet ekki lengur skilgreind sem innviðir á vegum hins opinbera, heldur færð inn á leikvöll markaðarins. Nú gátu einkaaðilar farið í svokallaðan samkeppnisrekstur um fjarskiptaþjónustu á Íslandi. Löggjöf þessi frá 1996 á rót sína að rekja til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og skyldna Íslands samkvæmt honum. Á þeim tíma er lögin voru staðfest, var tilskipun 90/387/EB í gildi á Evrópska efnahagssvæðinu. Í tilskipuninni er að finna ýmis ákvæði sem banna hindranir á samkeppni á fjarskiptamarkaði og mæla fyrir um að löggjöf aðildarríkjanna skuli vera í samræmi við samkeppnisreglur sáttmálans. Í 36. gr. fjarskiptalaga nr. 81/2003 er einnig kveðið á um að óheimilt sé að niðurgreiða samkeppnisrekstur á sviði fjarskipta af einkaleyfisstarfsemi eða verndaðri starfsemi. Upphaflega var Ljósleiðarinn fjármagnaður af OR en tekið var fyrir það af Fjarskiptastofu (áður PFS) sem hefur krafist fjárhagslegs aðskilnaðar fyrirtækjanna, fyrst með ákvörðun frá árinu 2006 með nánari útfærslu í síðari ákvörðunum. Einhverjir gætu hér haldið því fram að með þessu sé Fjarskiptastofa búin að banna Orkuveitunni að veita Ljósleiðaranum fjármagn. Það er þó ekki svo einfalt. Árið 2015 var máli Mílu ehf. á hendur Póst- og fjarskiptastofnunar og Orkuveitu Reykjavíkur vísað frá dómi. Míla hafði krafist þess að ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um samþykki fyrir hlutafjáraukningu Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. (nú Ljósleiðarinn ehf.) sem Orkuveita Reykjavíkur átti að verða greiðandi að, yrði felld úr gildi. Þarna kom fram sú ákvörðun að hlutafjáraukningin skildi ekki ógild. Orkuveitunni var því heimilt að leggja fé til Gagnaveitu Reykjavíkur ehf., sem í dag heitir Ljósleiðarinn ehf. Í þessari lagaflækju og mismunandi túlkunum á fjarskiptalögum liggur mikil óvissa. Tilskipanir frá EES hafa þar miklu um að ráða. Þær eru of heftandi. Sósíalistar telja að Orkuveita Reykjavíkur sem að stærstum hluta er í eigu Reykjavíkur eigi að veita fjármagni inn í Ljósleiðarann. Líklegt er að slíkt yrði kært til dómstóla en þar sem Orkuveita Reykjavíkur er rekin sem sjálfstæð eining og nýtur ekki beinna styrkja frá borginni er ekki hægt að segja að Reykjavíkurborg sé með beinum hætti að veita Ljósleiðaranum hlutafé. Undanþága frá EES tilskipunum Líkt og staðan blasir við Sósíalistum þá er meginvandann að finna í ólýðræðislegri tilskipun EES sem kveður á um að fjarskiptainnviðir skuli vera reknir á samkeppnismarkaði og að hið opinbera megi ekki veita fé þangað inn. Til samanburðar má segja að þetta sé eins og kveðið væri á um að ríkið mætti ekki með beinum hætti veita fjármagni í vegakerfið. Þess í stað yrði vegakerfinu skipt upp og því komið í hendur einkaaðila sem einir mættu veita þangað fé. Með því að setja upp þetta sýnidæmi má sjá hversu undarlegt það er að halda að svokölluð samkeppni í fjarskiptaneti Íslands sé best til þess fallin að tryggja aðgang að þessum grunninnviði. Sósíalistar hvetja borgaryfirvöld til þess að eiga í samtali við Alþingi og ráðherra um að fá undanþágu frá þessum tilskipunum EES. Ísland er lítið land þar sem íbúafjöldi er ekki mikill og það að ætla að búa til samkeppni úr okkar grunninnviðum hefur ekki og mun ekki virka. Lagaumhverfið hérlendis hefur nú þegar leitt til fákeppni og mun viðhalda henni ef ekki verður brugðist við. Það er óraunhæft að raunveruleg samkeppni verði til á fjarskiptainnviðum á Íslandi. Þjóðin er það smá og íbúar það fáir. Þar sem að markaðsvæðing hefur leitt til fákeppni og einokunar er best að hið opinbera sjái um að tryggja góða innviði. Fákeppni á svokölluðum samkeppnismarkaði Tvö stór fyrirtæki sjá um að veita aðgang að neti á landsvísu. Þar er um að ræða Ljósleiðarann sem hefur hér verið fjallað um og svo Mílu sem hefur nýlega fengið nýja eigendur, eftir að Síminn hf. seldi það. Með þeim kom gríðarlegt fjármagn sem gerir fyrirtækið líklegra til að eyða út samkeppni og ná einokunarstöðu. Það er sérstakt að í lögum sem kveða á um markaðsvæðingu fjarskipta sé ekkert sem komi í veg fyrir einokun. Fyrst það er ekkert sem kemur í veg fyrir einokunarstöðu Mílu þarf Ljósleiðarinn meira fjármagn til þess að geta keppt við þau. Núverandi lög um fjarskipti binda og þvinga borgina til að selja frá sér grunninnviði. Borgaryfirvöld eiga ekki að sætta sig við slíka afarkosti. Það er til lausn Sósíalistar leggjast gegn því að Reykjavíkurborg selji frá sér þann grunninnvið sem gagnaveita Reykjavíkur er. Ef það á að stilla borgarfulltrúum upp við vegg og bjóða einungis upp á þann valmöguleika að einkavæða Ljósleiðarann er það óásættanlegt. Sósíalistar leggja annars vegar til að Orkuveita Reykjavíkur veiti fé inn í Ljósleiðarann til þess að tryggja honum líflínu. Miðað við dómsúrskurð Hæstaréttar nr. 219/2015 er ljóst að ekki er hægt að ógilda hlutafjáraukningu frá Orkuveitu Reykjavíkur ef af henni yrði. Auk þess leggja Sósíalistar til að Reykjavíkurborg skori á Alþingi og ráðherra að biðja um undanþágu frá EES tilskipunum um markaðsvæðingu fjarskipta. Nýjasta útgáfa þeirra laga sem urðu til vegna slíkra tilskipana eru lög nr. 70/2022 um fjarskipti. Slík undanþága myndi tryggja skýran ramma og draga úr þeirri lagaóvissu sem hefur myndast vegna þeirra. Í kjölfarið væri Alþingi heimilt að breyta lögunum. Ástæður undanþága væru að hér er um séríslenskar aðstæður að ræða. Ísland er lítið land, fámennt og þ.a.l. er ekki hægt að tryggja samkeppni. Í þeim aðstæðum er best að hið opinbera sjái um innviði. Mikilvægt er að Reykjavík láti ekki eins og hún sé bjargarlaus í þessum aðstæðum sem nú eru uppi. Það er ekki óhjákvæmilegt að Ljósleiðarinn verði einkavæddur. Ýmsir virðast hafa gefið sér að eina færa leiðin til að halda áfram rekstri Ljósleiðarans sé að koma einkaaðilum inn í eigendahóp Ljósleiðarans. Það að kalla þann vettvang sem Ljósleiðarinn er á, „samkeppnismarkað“ er rangnefni. Það er einungis einn annar stór aðili sem sinnir sömu starfsemi og Ljósleiðarinn. Því er um fákeppnismarkað að ræða. Ef hinn „frjálsi markaður“ leiðir til fákeppni, eða jafnvel einokunar er augljóst að það þarf að endurskilgreina hvernig svona starfsemi á að fara fram. Regluverkinu þarf að breyta. Hið opinbera á að sjá um grunninnviði eins og Ljósleiðarann, rétt eins og vatnsveitur og vegakerfi. Borgarstjórn ætti að skora á ríkið að sækja um undanþágur frá tilskipunum EES um fjarskipti. Þetta á ekki að vera samkeppnisrekstur þar sem fjármagnseigendur komast á lífæð samfélagsins og sjúga úr henni lífskraft. Gagnaveitur eru álíka mikilvægir innviðir og vegakerfið, menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Þær eiga að vera reknar á samfélagslegum forsendum. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Í þessari grein ætla ég að renna yfir þá atburðarrás sem olli því að nú stefnir meirihluti borgarstjórnar á það að einkavæða stóran hlut í Ljósleiðaranum. Hvernig enduðum við hér? Hvers vegna er Ljósleiðarinn rekinn eins og hagnaðardrifið fyrirtæki? Hvað getum við gert annað en að einkavæða? Hér verður einnig farið yfir tilskipanir EES sem þvinga Ísland til að markaðsvæða innviðina okkar. Fyrir þau sem hafa áhuga á málinu hvet ég til að mæta í Bolholt 6, á fimmtudaginn klukkan 20:00. Borgarstjórnarflokkur Sósíalista verður þar með opinn fund þar sem við ræðum fyrirætlanir meirihlutans og heyrum frá ykkur borgarbúum um það hvernig bregðast skuli við. Um Ljósleiðarann Ljósleiðarinn ehf. er fjarskiptafélag í eigu Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og var stofnað sem Gagnaveita Reykjavíkur árið 2007. Orkuveitan er í eigu þriggja sveitarfélaga en Reykjavíkurborg á langstærstan hlut í henni eða 93,539%. Akraneskaupstaður á 5,528% hlut og Borgarbyggð 0,933%. Hlutverk Ljósleiðarans er að veita íslenskum heimilum, fyrirtækjum og stofnunum aðgang að hágæða neti og þar með fjarskiptum. Í nútíma samfélagi er nánast ógjörningur að komast hjá því að nota internetið. Allskyns kröfur eru við lýði, þar sem þörf er á því að styðjast við internetið. Þar má nefna aðgang að upplýsingum og skjölum sem og undirskrift skjala, staðfestingu auðkennis, framkvæmd bankamillifærslna til persónulegra nota svo og aðra þætti sem tengjast hinu daglega lífi. Sósíalistar minna á mikilvægi þess að hér er um grunninnvið að ræða, þar sem Ljósleiðarinn tryggir fólki aðgang að fjarskiptum. Aðdragandi einkavæðingar Reykjavíkurborg barst erindi frá Ljósleiðaranum ehf., dags. 24. október 2022, þar sem óskað var eftir samþykki borgarinnar fyrir hlutafjáraukningu. Þannig yrði því komið fyrir að einkaaðilum yrði heimilt að kaupa stóran hlut í félaginu. Út frá því var þann 27. október 2022 samþykkt tillaga borgarstjóra um að tilnefna fulltrúa frá flokkum borgarstjórnar í sérstakan rýnihóp um hlutafjáraukningu. Rýnihópnum var falið að gera umsögn til borgarráðs um þá tillögu að einkavæða hlut í félaginu. Á þeim tíma fól tillagan í sér að hlutafé félagsins yrði hækkað um 4.333.333.333 krónur (fjórirmilljarðar-þrjúhundruðþrjátíuogþrjármilljónirþrjúhundruð-þrjátíuogþrjúþúsund þrjúhundruðþrjátíuogþrjárkrónur) en nú liggur fyrir álit flokka í meirihlutanum að þau vilji bæta í upphæðirnar og fá þannig 11 milljarða. Staða fyrirtækisins er þannig að ef ekki fæst aukið fé til að fjármagna reksturinn mun það eiga erfitt með að standast samkeppni við mótaðilann á þeim fákeppnismarkaði sem um er að ræða. Af þeim ástæðum þarf aukið fjármagn til að fyrirtækið getið staðið í samkeppnisrekstri. Ef það gerist ekki er mögulegt að það verði rekið með tapi og verði undir í samkeppni við aðra aðila á markaði. Meirihlutinn vill einkavæða Flokkar meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í rýnihópnum hafa nú lagt til að 40% hlutur í fyrirtækinu verði einkavæddur. Ljósleiðarinn fái þannig heimild til þess að auka hlutafé sitt um allt að 11 milljarða króna. Verði það samþykkt felur það í sér að eignarhlutur Orkuveitu Reykjavíkur í Ljósleiðaranum lækkar úr 100% og fer niður í 60%. 40% fyrirtækisins verði því komið í hendur einkaaðila. Þarna á meðal eru flokkar sem kenna sig við jöfnuð og félagshyggju að stefna á harða einkavæðingu grunninnviða. Að mati Sósíalista er ekki skynsamlegt að hleypa einkaaðilum inn í eigendahóp Ljósleiðarans, en slíkt felur í sér einkavæðingu á opinberu félagi. Einkavæðing er ekki svarið við þeirri stöðu sem Ljósleiðarinn stendur frammi fyrir. Hér er um grunninnvið að ræða þar sem almenningur treystir á internetið í mörgum þáttum daglegs lífs. Slíkur vettvangur rætti ávallt að vera í höndum almennings en ekki einkaaðila. Markaðurinn eins og hann er gjarnan kallaður er ekki rétti vettvangurinn til að sjá um rekstur á grunninnviðum. Sagan hefur sýnt fram á að slíkt leiðir til einokunar, hærra vöruverðs og verri þjónustu. Heftandi EES tilskipanir Lög um fjarskipti kveða á um að efla eigi virka samkeppni á fjarskiptamarkaði og þar af leiðandi verði félög sem veita þjónustu á sviði fjarskipta að vera á samkeppnismarkaði. Með því er átt við að einkafyrirtækjum sé heimilt að selja fjarskiptaþjónustu og keppast sín á milli um viðskiptavini. Markmiðið er að þannig verði til fjöldi fyrirtækja sem keppist sín á milli með því að halda verði sem lægstu og þjónustu sem bestri. Raunin er sú að þetta hefur ekki gengið eftir. Fákeppnin er mikil og hætta er á einokun ef ekkert er að gert. Árið 1996 áttu breytingar sér stað í regluverki varðandi rekstur fjarskiptaneta. Fyrir þann tíma var það svo að Póstur og sími hf. í eigu ríkisins gátu ein séð um rekstur fjarskiptaneta. Með lögum nr. 143/1996 um fjarskipti var sú regla felld úr gildi. Þess í stað var mælt fyrir um sérstök rekstrarleyfi fjarskiptaþjónustu til íslenskra einkaaðila eða aðila með staðfesturétt innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Með lögunum voru fjarskiptanet ekki lengur skilgreind sem innviðir á vegum hins opinbera, heldur færð inn á leikvöll markaðarins. Nú gátu einkaaðilar farið í svokallaðan samkeppnisrekstur um fjarskiptaþjónustu á Íslandi. Löggjöf þessi frá 1996 á rót sína að rekja til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og skyldna Íslands samkvæmt honum. Á þeim tíma er lögin voru staðfest, var tilskipun 90/387/EB í gildi á Evrópska efnahagssvæðinu. Í tilskipuninni er að finna ýmis ákvæði sem banna hindranir á samkeppni á fjarskiptamarkaði og mæla fyrir um að löggjöf aðildarríkjanna skuli vera í samræmi við samkeppnisreglur sáttmálans. Í 36. gr. fjarskiptalaga nr. 81/2003 er einnig kveðið á um að óheimilt sé að niðurgreiða samkeppnisrekstur á sviði fjarskipta af einkaleyfisstarfsemi eða verndaðri starfsemi. Upphaflega var Ljósleiðarinn fjármagnaður af OR en tekið var fyrir það af Fjarskiptastofu (áður PFS) sem hefur krafist fjárhagslegs aðskilnaðar fyrirtækjanna, fyrst með ákvörðun frá árinu 2006 með nánari útfærslu í síðari ákvörðunum. Einhverjir gætu hér haldið því fram að með þessu sé Fjarskiptastofa búin að banna Orkuveitunni að veita Ljósleiðaranum fjármagn. Það er þó ekki svo einfalt. Árið 2015 var máli Mílu ehf. á hendur Póst- og fjarskiptastofnunar og Orkuveitu Reykjavíkur vísað frá dómi. Míla hafði krafist þess að ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um samþykki fyrir hlutafjáraukningu Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. (nú Ljósleiðarinn ehf.) sem Orkuveita Reykjavíkur átti að verða greiðandi að, yrði felld úr gildi. Þarna kom fram sú ákvörðun að hlutafjáraukningin skildi ekki ógild. Orkuveitunni var því heimilt að leggja fé til Gagnaveitu Reykjavíkur ehf., sem í dag heitir Ljósleiðarinn ehf. Í þessari lagaflækju og mismunandi túlkunum á fjarskiptalögum liggur mikil óvissa. Tilskipanir frá EES hafa þar miklu um að ráða. Þær eru of heftandi. Sósíalistar telja að Orkuveita Reykjavíkur sem að stærstum hluta er í eigu Reykjavíkur eigi að veita fjármagni inn í Ljósleiðarann. Líklegt er að slíkt yrði kært til dómstóla en þar sem Orkuveita Reykjavíkur er rekin sem sjálfstæð eining og nýtur ekki beinna styrkja frá borginni er ekki hægt að segja að Reykjavíkurborg sé með beinum hætti að veita Ljósleiðaranum hlutafé. Undanþága frá EES tilskipunum Líkt og staðan blasir við Sósíalistum þá er meginvandann að finna í ólýðræðislegri tilskipun EES sem kveður á um að fjarskiptainnviðir skuli vera reknir á samkeppnismarkaði og að hið opinbera megi ekki veita fé þangað inn. Til samanburðar má segja að þetta sé eins og kveðið væri á um að ríkið mætti ekki með beinum hætti veita fjármagni í vegakerfið. Þess í stað yrði vegakerfinu skipt upp og því komið í hendur einkaaðila sem einir mættu veita þangað fé. Með því að setja upp þetta sýnidæmi má sjá hversu undarlegt það er að halda að svokölluð samkeppni í fjarskiptaneti Íslands sé best til þess fallin að tryggja aðgang að þessum grunninnviði. Sósíalistar hvetja borgaryfirvöld til þess að eiga í samtali við Alþingi og ráðherra um að fá undanþágu frá þessum tilskipunum EES. Ísland er lítið land þar sem íbúafjöldi er ekki mikill og það að ætla að búa til samkeppni úr okkar grunninnviðum hefur ekki og mun ekki virka. Lagaumhverfið hérlendis hefur nú þegar leitt til fákeppni og mun viðhalda henni ef ekki verður brugðist við. Það er óraunhæft að raunveruleg samkeppni verði til á fjarskiptainnviðum á Íslandi. Þjóðin er það smá og íbúar það fáir. Þar sem að markaðsvæðing hefur leitt til fákeppni og einokunar er best að hið opinbera sjái um að tryggja góða innviði. Fákeppni á svokölluðum samkeppnismarkaði Tvö stór fyrirtæki sjá um að veita aðgang að neti á landsvísu. Þar er um að ræða Ljósleiðarann sem hefur hér verið fjallað um og svo Mílu sem hefur nýlega fengið nýja eigendur, eftir að Síminn hf. seldi það. Með þeim kom gríðarlegt fjármagn sem gerir fyrirtækið líklegra til að eyða út samkeppni og ná einokunarstöðu. Það er sérstakt að í lögum sem kveða á um markaðsvæðingu fjarskipta sé ekkert sem komi í veg fyrir einokun. Fyrst það er ekkert sem kemur í veg fyrir einokunarstöðu Mílu þarf Ljósleiðarinn meira fjármagn til þess að geta keppt við þau. Núverandi lög um fjarskipti binda og þvinga borgina til að selja frá sér grunninnviði. Borgaryfirvöld eiga ekki að sætta sig við slíka afarkosti. Það er til lausn Sósíalistar leggjast gegn því að Reykjavíkurborg selji frá sér þann grunninnvið sem gagnaveita Reykjavíkur er. Ef það á að stilla borgarfulltrúum upp við vegg og bjóða einungis upp á þann valmöguleika að einkavæða Ljósleiðarann er það óásættanlegt. Sósíalistar leggja annars vegar til að Orkuveita Reykjavíkur veiti fé inn í Ljósleiðarann til þess að tryggja honum líflínu. Miðað við dómsúrskurð Hæstaréttar nr. 219/2015 er ljóst að ekki er hægt að ógilda hlutafjáraukningu frá Orkuveitu Reykjavíkur ef af henni yrði. Auk þess leggja Sósíalistar til að Reykjavíkurborg skori á Alþingi og ráðherra að biðja um undanþágu frá EES tilskipunum um markaðsvæðingu fjarskipta. Nýjasta útgáfa þeirra laga sem urðu til vegna slíkra tilskipana eru lög nr. 70/2022 um fjarskipti. Slík undanþága myndi tryggja skýran ramma og draga úr þeirri lagaóvissu sem hefur myndast vegna þeirra. Í kjölfarið væri Alþingi heimilt að breyta lögunum. Ástæður undanþága væru að hér er um séríslenskar aðstæður að ræða. Ísland er lítið land, fámennt og þ.a.l. er ekki hægt að tryggja samkeppni. Í þeim aðstæðum er best að hið opinbera sjái um innviði. Mikilvægt er að Reykjavík láti ekki eins og hún sé bjargarlaus í þessum aðstæðum sem nú eru uppi. Það er ekki óhjákvæmilegt að Ljósleiðarinn verði einkavæddur. Ýmsir virðast hafa gefið sér að eina færa leiðin til að halda áfram rekstri Ljósleiðarans sé að koma einkaaðilum inn í eigendahóp Ljósleiðarans. Það að kalla þann vettvang sem Ljósleiðarinn er á, „samkeppnismarkað“ er rangnefni. Það er einungis einn annar stór aðili sem sinnir sömu starfsemi og Ljósleiðarinn. Því er um fákeppnismarkað að ræða. Ef hinn „frjálsi markaður“ leiðir til fákeppni, eða jafnvel einokunar er augljóst að það þarf að endurskilgreina hvernig svona starfsemi á að fara fram. Regluverkinu þarf að breyta. Hið opinbera á að sjá um grunninnviði eins og Ljósleiðarann, rétt eins og vatnsveitur og vegakerfi. Borgarstjórn ætti að skora á ríkið að sækja um undanþágur frá tilskipunum EES um fjarskipti. Þetta á ekki að vera samkeppnisrekstur þar sem fjármagnseigendur komast á lífæð samfélagsins og sjúga úr henni lífskraft. Gagnaveitur eru álíka mikilvægir innviðir og vegakerfið, menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Þær eiga að vera reknar á samfélagslegum forsendum. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar