Fundurinn með HSÍ vísir að leikriti: „Ekki að fara að vinna með þessum mönnum“ Sindri Sverrisson skrifar 18. apríl 2023 11:44 Dagur Sigurðsson hefur þjálfað Japan síðustu ár en var opinn fyrir því að taka við íslenska landsliðinu sem hann spilaði lengi fyrir á sínum tíma. VÍSIR/VILHELM Það virðist orðið útilokað að Dagur Sigurðsson verði næsti landsliðsþjálfari karla í handbolta. Hann var fyrsti maðurinn sem að forkólfar HSÍ ræddu við eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar en segir fund með þeim hafa minnt á leikþátt og hefur ekki áhuga á að vinna með þeim. Fimm vikur eru liðnar síðan að Dagur var boðaður á óformlegan fund með Guðmundi B. Ólafssyni, formanni HSÍ, og framkvæmdastjóranum Róberti Geir Gíslasyni. Síðan þá hefur Dagur, sem gerði Þýskaland að Evrópumeistara 2016 og bronsverðlaunahafa á Ólympíuleikunum sama ár, ekkert heyrt frá sambandinu. „Ég skil alveg að Guðmundur Guðmundsson hafi átt í erfiðu samstarfi þarna ef þetta eru vinnubrögðin. Maður hefur eiginlega áhyggjur af stöðunni þarna,“ segir Dagur í samtali við Vísi. Dagur hefur stýrt japanska landsliðinu í sex ár og er samningsbundinn fram á næsta ár, en möguleiki var á því að hann losnaði fyrr úr því starfi til að taka við Íslandi. Þess vegna gekk hann til fundar við HSÍ snemma í mars, eftir leiki Íslands við Tékkland í undankeppni EM. Boðið á kaffihús og skynjaði að hugur fylgdi ekki máli „Ég var boðaður í óformlegar viðræður og það var klárt gagnvart báðum aðilum að þetta væru ekki formlegar viðræður, enda er ég með samning úti [í Japan]. Þeir vildu bara taka stöðuna. En ég skynjaði líka að það var enginn hugur á bakvið þetta hjá þeim að fara að ráða mig,“ segir Dagur. „Þetta var vísir að einhverju leikriti og ég skynjaði það mjög snemma, þegar ég var spurður hvort að við ættum ekki bara að hittast á kaffihúsi. Þá vissi maður nú að það væri ekki mikið á bakvið þetta og það kom í ljós á fundinum að þetta var bara eitthvað tjatt um daginn og veginn, og mér fannst þeir frekar uppteknir af því hvort að formaðurinn og framkvæmdastjórinn yrðu ekki örugglega áfram í fararstjórninni hjá landsliðinu. Ég var smá sjokkeraður og fannst þetta frekar skrýtið allt saman,“ segir Dagur. Rétt er að taka fram að fundur hans með forkólfum HSÍ fór þó ekki fram á kaffihúsi enda hafði Dagur ekki áhuga á því. Elvar Örn Jónsson og félagar í íslenska landsliðinu bíða eftir því að fá nýjan landsliðsþjálfara.VÍSIR/VILHELM Engin viðbrögð eftir fundinn og formaðurinn tók sveig Dagur segir vinnubrögðin öll hafa verið allt önnur en hann hafi vanist fyrr á ferlinum, bæði varðandi fundinn og eftirmála hans. „Það eru fimm vikur síðan ég fór á þennan fund og ég hef ekki fengið neitt feedback. Engin skilaboð daginn eftir um að nú ætlaði sambandið einnig í viðræður við fleiri eða eitthvað slíkt. Ég frétti meira að segja að á einhverjum Evrópuleik hjá Val hefði formaðurinn tekið sveig framhjá mér þegar hann sá mig í höllinni, svo hann hafði greinilega ekki mikinn áhuga á að hitta mig. Það var auðvitað langsótt að ég væri að fara að taka við liðinu en það var samt alveg opið. Það var ljóst að það þyrfti að ræða við japanska sambandið og slíkt en ég hefði aldrei farið á fundinn nema af því að ég taldi að hægt væri að finna út úr þessu,“ segir Dagur sem er með samning við Japan sem gildir fram yfir Ólympíuleikana 2024, en það skýrist í haust hvort Japan á möguleika á að vera með þar. Ekki að fara að vinna með þessum mönnum HSÍ ræddi einnig óformlega við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Íslandsmeistara Vals, og Svíann Michael Apelgren, í kjölfar fundarins við Dag. Samkvæmt upplýsingum Vísis er Snorri enn opinn fyrir því að taka við landsliðinu en engar formlegar viðræður hafa átt sér stað. Tíminn til að semja við Apelgren er hins vegar núna útrunninn en ákvæði í samningi hans við sænska félagið Sävehof, sem gerði honum kleyft að taka við landsliði, rann út um síðustu mánaðamót. En er orðið algjörlega útilokað að Dagur taki við landsliðinu? „Ég veit ekki hvort að þeir taka upp símann fimm vikum seinna og ætlast til að maður hoppi til. Ég held að ég sé ekki að fara að vinna með þessum mönnum hjá HSÍ. Við skulum bara vona að þetta verði flott lending hjá þeim og að þeir finni góðan þjálfara fyrir liðið.“ Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira
Fimm vikur eru liðnar síðan að Dagur var boðaður á óformlegan fund með Guðmundi B. Ólafssyni, formanni HSÍ, og framkvæmdastjóranum Róberti Geir Gíslasyni. Síðan þá hefur Dagur, sem gerði Þýskaland að Evrópumeistara 2016 og bronsverðlaunahafa á Ólympíuleikunum sama ár, ekkert heyrt frá sambandinu. „Ég skil alveg að Guðmundur Guðmundsson hafi átt í erfiðu samstarfi þarna ef þetta eru vinnubrögðin. Maður hefur eiginlega áhyggjur af stöðunni þarna,“ segir Dagur í samtali við Vísi. Dagur hefur stýrt japanska landsliðinu í sex ár og er samningsbundinn fram á næsta ár, en möguleiki var á því að hann losnaði fyrr úr því starfi til að taka við Íslandi. Þess vegna gekk hann til fundar við HSÍ snemma í mars, eftir leiki Íslands við Tékkland í undankeppni EM. Boðið á kaffihús og skynjaði að hugur fylgdi ekki máli „Ég var boðaður í óformlegar viðræður og það var klárt gagnvart báðum aðilum að þetta væru ekki formlegar viðræður, enda er ég með samning úti [í Japan]. Þeir vildu bara taka stöðuna. En ég skynjaði líka að það var enginn hugur á bakvið þetta hjá þeim að fara að ráða mig,“ segir Dagur. „Þetta var vísir að einhverju leikriti og ég skynjaði það mjög snemma, þegar ég var spurður hvort að við ættum ekki bara að hittast á kaffihúsi. Þá vissi maður nú að það væri ekki mikið á bakvið þetta og það kom í ljós á fundinum að þetta var bara eitthvað tjatt um daginn og veginn, og mér fannst þeir frekar uppteknir af því hvort að formaðurinn og framkvæmdastjórinn yrðu ekki örugglega áfram í fararstjórninni hjá landsliðinu. Ég var smá sjokkeraður og fannst þetta frekar skrýtið allt saman,“ segir Dagur. Rétt er að taka fram að fundur hans með forkólfum HSÍ fór þó ekki fram á kaffihúsi enda hafði Dagur ekki áhuga á því. Elvar Örn Jónsson og félagar í íslenska landsliðinu bíða eftir því að fá nýjan landsliðsþjálfara.VÍSIR/VILHELM Engin viðbrögð eftir fundinn og formaðurinn tók sveig Dagur segir vinnubrögðin öll hafa verið allt önnur en hann hafi vanist fyrr á ferlinum, bæði varðandi fundinn og eftirmála hans. „Það eru fimm vikur síðan ég fór á þennan fund og ég hef ekki fengið neitt feedback. Engin skilaboð daginn eftir um að nú ætlaði sambandið einnig í viðræður við fleiri eða eitthvað slíkt. Ég frétti meira að segja að á einhverjum Evrópuleik hjá Val hefði formaðurinn tekið sveig framhjá mér þegar hann sá mig í höllinni, svo hann hafði greinilega ekki mikinn áhuga á að hitta mig. Það var auðvitað langsótt að ég væri að fara að taka við liðinu en það var samt alveg opið. Það var ljóst að það þyrfti að ræða við japanska sambandið og slíkt en ég hefði aldrei farið á fundinn nema af því að ég taldi að hægt væri að finna út úr þessu,“ segir Dagur sem er með samning við Japan sem gildir fram yfir Ólympíuleikana 2024, en það skýrist í haust hvort Japan á möguleika á að vera með þar. Ekki að fara að vinna með þessum mönnum HSÍ ræddi einnig óformlega við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Íslandsmeistara Vals, og Svíann Michael Apelgren, í kjölfar fundarins við Dag. Samkvæmt upplýsingum Vísis er Snorri enn opinn fyrir því að taka við landsliðinu en engar formlegar viðræður hafa átt sér stað. Tíminn til að semja við Apelgren er hins vegar núna útrunninn en ákvæði í samningi hans við sænska félagið Sävehof, sem gerði honum kleyft að taka við landsliði, rann út um síðustu mánaðamót. En er orðið algjörlega útilokað að Dagur taki við landsliðinu? „Ég veit ekki hvort að þeir taka upp símann fimm vikum seinna og ætlast til að maður hoppi til. Ég held að ég sé ekki að fara að vinna með þessum mönnum hjá HSÍ. Við skulum bara vona að þetta verði flott lending hjá þeim og að þeir finni góðan þjálfara fyrir liðið.“
Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira