Loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar langt frá því að nást Kjartan Kjartansson skrifar 19. apríl 2023 09:01 Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson voru glöð í bragði þegar þau handsöluðu áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf sitt í nóvember 2021. Verulega þarf að herða aðgeðrir til þess að markmið um 55% samdrátt í losun í stjórnarsáttmálanum verði að veruleika fyrir 2030. Vísir/Vilhelm Aðeins er útlit fyrir að innan við helmingur þess samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem ríkisstjórnin stefnir að fyrir lok áratugsins náist með núverandi aðgerðum. Losun á Íslandi jókst á milli ára árið 2021 en var þó ennþá lægri en fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn. Umhverfisstofnun skilaði árlegri landsskýrslu sinni um losun gróðurhúsalofttegunda (NIR) fyrir árið 2021 til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins í mars en losunartölurnar voru gerðar opinberar í dag. Heildarlosun jókst um 0,8 prósent á milli 2020 og 2021 en sú losun sem íslensk stjórnvöld þurfa að standa skil á gagnvart alþjóðaskuldbindingum um 2,2 prósent. Hún var þó enn 3,3 prósentum lægri en fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn. Hækkunina má að mestu leyti rekja til aukinnar orkunotkunar, fyrst og fremst bíla og fiskiskipa. Auk nýrra talna um losun á Íslandi fyrir árið 2021 birti Umhverfisstofnun upplýsingar um framreiknaða losun Íslands til 2050. Samkvæmt útreikningunum, sem gerðir eru á tveggja ára fresti, er hætta á að Ísland standi ekki við væntanlegar skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Þá virðist sjálfstætt markmið ríkisstjórnarinnar um að ná 55 prósent samdrætti í losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda árið 2030 borið saman við árið 2005 einnig víðsfjarri. Samdrátturinn frá 2005 er talinn nema tíu prósentum árið 2021. Þegar tekið er mið af þeim aðgerðum sem eru þegar í gangi eða hafa verið staðfestar stefnir í að losunin dragist saman um 24 prósent á tímabilinu, vel innan við helming af yfirlýstu markmiðinu. Samkvæmt viðbótarsviðsmynd Umhverfisstofnunar, þar sem gert er ráð fyrir frekari aðgerðum sem raunhæft gætu bæst við en eru hvorki fjármagnaðar né staðfestar, gæti samdrátturinn náð 26 prósentum fyrir lok áratugsins. Hafa mögulega sveigjanleika til að standast núverandi skuldbindingu Íslensk stjórnvöld eru í samfloti með Evrópusambandinu og Noregi um að draga sameiginlega úr losun um fjörutíu prósent fyrir árið 2030 vegna Parísarsamkomulagsins. Hlutdeild Íslands í því markmiði er 29 prósent samdráttur en það nær til losunar sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Losun frá stóriðju og losun og binding vegna landnotkunar er þar undanskilin. Jafnvel þó að árangurinn sem Ísland nær í að draga úr losun á þessum áratug verði ekki meiri en þau 24 prósent sem Umhverfissstofnun framreiknar út frá núverandi aðgerðum gætu stjórnvöld staðið við þessa skuldbindingu sína með því að nýta sér sveigjanleika í framtalinu. Meðal annars er hægt að selja ónotaðar losunarheimildir í viðskiptakerfi fyrir stóriðju eða telja fram nettóbindingu vegna landnotkunar ef hún næst. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Evrópusambandið hefur þegar hert á losunarmarkmiði sínu og hljóðar það nú upp á 55 prósent samdrátt árið 2030 miðað við árið 2005. Ekki hefur enn verið staðfest hver hlutdeild Íslands í því markmiði verður en það gæti verið í kringum fjörutíu prósent samdráttur á losun á beinni ábyrgð stjórnvalda. Verði sú raunin gætu íslensk stjórnvöld átt erfitt með að standast alþjóðlegar skuldbindingar sínar á þessum áratug nema til komi nýjar og hertar aðgerðir. Þarf hertar aðgerðir í nýrri aðgerðaáætlun Enn lengra er í sjálfstæða 55 prósent losunarmarkmið ríkisstjórnarinnar sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Sigríður Rós Einarsdóttir, sérfræðingur í losunarbókhaldi hjá Umhverfisstofnun, segir við Vísi að samkvæmt framreikningnum náist markmiðið ekki. Spáin sé þó varfærin og ýmsar aðgerðir séu í gildi sem ekki sé hægt að leggja mat á. Hún nefnir þar ýmis fræðsluverkefni. Auk þess byggist spá Umhverfisstofnunar aðeins á aðgerðaáætlun stjórnvalda. Þannig eru ótalin áhrif aðgerða úti í samfélaginu eins og fyrirtækja sem draga úr losun sinni eða ráðast í kolefnisbindingarverkefni. Ríkisstjórnin vinnur nú að nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem á að kynna í ár eða í síðasta lagi á næsta ári. „Vonandi verða þá bara hertar aðgerðir í þeirri aðgerðaáætlun,“ segir Sigríður Rós. Losun á beinni ábyrgð meira en helmingist fyrir miðja öldina Spá Umhverfisstofnunar gerir ráð fyrir að losun gróðurhúsalofttegunda hafi þegar náð hámarki sínu árið 2008. Eftir dýfu í kórónuveirufaraldrinum á milli 2020 og 2022 aukist losunin í ár en byrji svo að dragast saman eftir það. Reiknað er með því að losunin dragist saman um 0,6 prósent á ári að meðaltali á milli 2021 og 2050. Miðað við það drægist heildarlosun Íslands saman um sautján prósent fyrir miðja öldina. Losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda drægist saman um 57,1 prósent. Vegasamgöngur (31 prósent), landbúnaður (22 prósent) og fiskiskip (21 prósent) eru stærstu uppsprettur losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Saman telja þær 74 prósent losunarinnar. Mestum samdrætti í losun er spáð í orkunotkun, þar á meðal fyrir bíla og fiskiskip. Gert er ráð fyrir að hún dragist saman um fimmtung fyrir 2030 og 77 prósent fyrir miðja öldina. Losun frá landbúnaði á að dragast aðeins saman, fimm prósent fyrir 2030 og átta prósent fyrir 2050. Lítilli breytingu er spáð á losun frá iðnaði og landi. Umtalsverð vikmörk eru þó á gögnum um losun vegna landnotkunar og skógræktar þar sem nánari rannsóknar skortir á því sviði. Mikið hefur verið rætt um losun frá framræstu votlendi undanfarin ár en það er stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Hægt hefur gengið að endurheimta votlendi. Til marks um það tilkynnti Votlendissjóður, sjálfseignasjóður sem vann að endurheimt votlendis, að dregið yrði úr rekstrinum, meðal annars vegna skorts á jörðum, í febrúar. Umhverfisstofnun áætlar að með aukinni landgræðslu og endurheimt votlendis dragist losun frá framræstu landi saman um fimm prósent árið 2050. Hún verði þá um þrjú hundruð þúsund tonnum koltvísýringsígilda minni þá en árið 2021. Loftslagsmál Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Losun dróst saman en áfram vantar upp í markmið Íslands Nokkur samdráttur mældist í losun gróðurhúsaloftegunda á Íslandi árið 2020 og munar mestu um samdrátt í notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Má gera ráð fyrir að sú breyting skýrist að töluverðu leyti af áhrifum heimsfaraldurs Covid-19. 3. maí 2022 16:56 Minni losun en enn vantar talsvert upp í Parísarmarkmið Losun á gróðurhúsalofttegundum sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda dróst saman um tvö prósent árið 2019 miðað við árið áður og hefur samdrátturinn ekki verið meiri á milli ára frá 2012. Dregið hefur úr losuninni um átta prósent frá 2005 en markmið Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu er að hún dragist saman um að minnsta kosti 29 prósent á þessum áratug. 26. apríl 2021 12:53 Losunarmarkmið ríkisstjórnarinnar nær ekki til Evrópu Hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins og Noregs um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda verður talsvert lægra en 55% þrátt fyrir að kveðið sé á um 55% losunarmarkmið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 17. desember 2021 07:01 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Veginum um Kjalarnes lokað vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Sjá meira
Umhverfisstofnun skilaði árlegri landsskýrslu sinni um losun gróðurhúsalofttegunda (NIR) fyrir árið 2021 til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins í mars en losunartölurnar voru gerðar opinberar í dag. Heildarlosun jókst um 0,8 prósent á milli 2020 og 2021 en sú losun sem íslensk stjórnvöld þurfa að standa skil á gagnvart alþjóðaskuldbindingum um 2,2 prósent. Hún var þó enn 3,3 prósentum lægri en fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn. Hækkunina má að mestu leyti rekja til aukinnar orkunotkunar, fyrst og fremst bíla og fiskiskipa. Auk nýrra talna um losun á Íslandi fyrir árið 2021 birti Umhverfisstofnun upplýsingar um framreiknaða losun Íslands til 2050. Samkvæmt útreikningunum, sem gerðir eru á tveggja ára fresti, er hætta á að Ísland standi ekki við væntanlegar skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Þá virðist sjálfstætt markmið ríkisstjórnarinnar um að ná 55 prósent samdrætti í losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda árið 2030 borið saman við árið 2005 einnig víðsfjarri. Samdrátturinn frá 2005 er talinn nema tíu prósentum árið 2021. Þegar tekið er mið af þeim aðgerðum sem eru þegar í gangi eða hafa verið staðfestar stefnir í að losunin dragist saman um 24 prósent á tímabilinu, vel innan við helming af yfirlýstu markmiðinu. Samkvæmt viðbótarsviðsmynd Umhverfisstofnunar, þar sem gert er ráð fyrir frekari aðgerðum sem raunhæft gætu bæst við en eru hvorki fjármagnaðar né staðfestar, gæti samdrátturinn náð 26 prósentum fyrir lok áratugsins. Hafa mögulega sveigjanleika til að standast núverandi skuldbindingu Íslensk stjórnvöld eru í samfloti með Evrópusambandinu og Noregi um að draga sameiginlega úr losun um fjörutíu prósent fyrir árið 2030 vegna Parísarsamkomulagsins. Hlutdeild Íslands í því markmiði er 29 prósent samdráttur en það nær til losunar sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Losun frá stóriðju og losun og binding vegna landnotkunar er þar undanskilin. Jafnvel þó að árangurinn sem Ísland nær í að draga úr losun á þessum áratug verði ekki meiri en þau 24 prósent sem Umhverfissstofnun framreiknar út frá núverandi aðgerðum gætu stjórnvöld staðið við þessa skuldbindingu sína með því að nýta sér sveigjanleika í framtalinu. Meðal annars er hægt að selja ónotaðar losunarheimildir í viðskiptakerfi fyrir stóriðju eða telja fram nettóbindingu vegna landnotkunar ef hún næst. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Evrópusambandið hefur þegar hert á losunarmarkmiði sínu og hljóðar það nú upp á 55 prósent samdrátt árið 2030 miðað við árið 2005. Ekki hefur enn verið staðfest hver hlutdeild Íslands í því markmiði verður en það gæti verið í kringum fjörutíu prósent samdráttur á losun á beinni ábyrgð stjórnvalda. Verði sú raunin gætu íslensk stjórnvöld átt erfitt með að standast alþjóðlegar skuldbindingar sínar á þessum áratug nema til komi nýjar og hertar aðgerðir. Þarf hertar aðgerðir í nýrri aðgerðaáætlun Enn lengra er í sjálfstæða 55 prósent losunarmarkmið ríkisstjórnarinnar sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Sigríður Rós Einarsdóttir, sérfræðingur í losunarbókhaldi hjá Umhverfisstofnun, segir við Vísi að samkvæmt framreikningnum náist markmiðið ekki. Spáin sé þó varfærin og ýmsar aðgerðir séu í gildi sem ekki sé hægt að leggja mat á. Hún nefnir þar ýmis fræðsluverkefni. Auk þess byggist spá Umhverfisstofnunar aðeins á aðgerðaáætlun stjórnvalda. Þannig eru ótalin áhrif aðgerða úti í samfélaginu eins og fyrirtækja sem draga úr losun sinni eða ráðast í kolefnisbindingarverkefni. Ríkisstjórnin vinnur nú að nýrri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem á að kynna í ár eða í síðasta lagi á næsta ári. „Vonandi verða þá bara hertar aðgerðir í þeirri aðgerðaáætlun,“ segir Sigríður Rós. Losun á beinni ábyrgð meira en helmingist fyrir miðja öldina Spá Umhverfisstofnunar gerir ráð fyrir að losun gróðurhúsalofttegunda hafi þegar náð hámarki sínu árið 2008. Eftir dýfu í kórónuveirufaraldrinum á milli 2020 og 2022 aukist losunin í ár en byrji svo að dragast saman eftir það. Reiknað er með því að losunin dragist saman um 0,6 prósent á ári að meðaltali á milli 2021 og 2050. Miðað við það drægist heildarlosun Íslands saman um sautján prósent fyrir miðja öldina. Losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda drægist saman um 57,1 prósent. Vegasamgöngur (31 prósent), landbúnaður (22 prósent) og fiskiskip (21 prósent) eru stærstu uppsprettur losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Saman telja þær 74 prósent losunarinnar. Mestum samdrætti í losun er spáð í orkunotkun, þar á meðal fyrir bíla og fiskiskip. Gert er ráð fyrir að hún dragist saman um fimmtung fyrir 2030 og 77 prósent fyrir miðja öldina. Losun frá landbúnaði á að dragast aðeins saman, fimm prósent fyrir 2030 og átta prósent fyrir 2050. Lítilli breytingu er spáð á losun frá iðnaði og landi. Umtalsverð vikmörk eru þó á gögnum um losun vegna landnotkunar og skógræktar þar sem nánari rannsóknar skortir á því sviði. Mikið hefur verið rætt um losun frá framræstu votlendi undanfarin ár en það er stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Hægt hefur gengið að endurheimta votlendi. Til marks um það tilkynnti Votlendissjóður, sjálfseignasjóður sem vann að endurheimt votlendis, að dregið yrði úr rekstrinum, meðal annars vegna skorts á jörðum, í febrúar. Umhverfisstofnun áætlar að með aukinni landgræðslu og endurheimt votlendis dragist losun frá framræstu landi saman um fimm prósent árið 2050. Hún verði þá um þrjú hundruð þúsund tonnum koltvísýringsígilda minni þá en árið 2021.
Loftslagsmál Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Losun dróst saman en áfram vantar upp í markmið Íslands Nokkur samdráttur mældist í losun gróðurhúsaloftegunda á Íslandi árið 2020 og munar mestu um samdrátt í notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Má gera ráð fyrir að sú breyting skýrist að töluverðu leyti af áhrifum heimsfaraldurs Covid-19. 3. maí 2022 16:56 Minni losun en enn vantar talsvert upp í Parísarmarkmið Losun á gróðurhúsalofttegundum sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda dróst saman um tvö prósent árið 2019 miðað við árið áður og hefur samdrátturinn ekki verið meiri á milli ára frá 2012. Dregið hefur úr losuninni um átta prósent frá 2005 en markmið Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu er að hún dragist saman um að minnsta kosti 29 prósent á þessum áratug. 26. apríl 2021 12:53 Losunarmarkmið ríkisstjórnarinnar nær ekki til Evrópu Hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins og Noregs um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda verður talsvert lægra en 55% þrátt fyrir að kveðið sé á um 55% losunarmarkmið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 17. desember 2021 07:01 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Veginum um Kjalarnes lokað vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Sjá meira
Losun dróst saman en áfram vantar upp í markmið Íslands Nokkur samdráttur mældist í losun gróðurhúsaloftegunda á Íslandi árið 2020 og munar mestu um samdrátt í notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Má gera ráð fyrir að sú breyting skýrist að töluverðu leyti af áhrifum heimsfaraldurs Covid-19. 3. maí 2022 16:56
Minni losun en enn vantar talsvert upp í Parísarmarkmið Losun á gróðurhúsalofttegundum sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda dróst saman um tvö prósent árið 2019 miðað við árið áður og hefur samdrátturinn ekki verið meiri á milli ára frá 2012. Dregið hefur úr losuninni um átta prósent frá 2005 en markmið Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu er að hún dragist saman um að minnsta kosti 29 prósent á þessum áratug. 26. apríl 2021 12:53
Losunarmarkmið ríkisstjórnarinnar nær ekki til Evrópu Hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins og Noregs um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda verður talsvert lægra en 55% þrátt fyrir að kveðið sé á um 55% losunarmarkmið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 17. desember 2021 07:01