Blikar hnýta í ÍTF Valur Páll Eiríksson skrifar 18. apríl 2023 08:31 Blikakonur fagna marki í bikarúrslitum síðasta sumar. Vísir/Hulda Margrét Stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks kallar eftir betri vinnubrögðum hjá hagsmunasamtökunum Íslenskum Toppfótbolta, í ljósi meintrar mismununar gegn kvennafótbolta síðustu vikur. ÍTF, hagmunasamtök félaga í efstu deildum karla og kvenna, hefur sætt gagnrýni síðustu daga og vikur vegna meintrar mismununar. Sú hafi birst í miklum minnihluta kvenna í auglýsingu fyrir Bestu deildirnar, í því að fantasy leikur fyrir deildirnar sé aðeins í boði karlamegin og kornið sem hafi fyllt mælinn hafi verið boðun leikmanna í Bestu deild kvenna í upptöku markaðsefnis sem átti að fara fram á sama tíma og leikur Meistara meistaranna í gær. Fyrirliðar félaga í Bestu deild kvenna sendu í kjölfarið frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem þeir greindu frá sniðgöngu leikmanna í þá myndatöku vegna tímasetningar og þess sem undan hafði gengið hjá ÍTF. „Ég vildi óska þess að svarið væri nei“ Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, sagði í samtali við Stöð 2 um helgina að mikill meirihluta karla í stjórn og stöðum hjá ÍTF hefði líklega áhrif. „Ég vildi óska þess að svarið væri nei. Ég held að það sé enginn að smána kvennaboltann, held það sé ekki grunnurinn að þessu. Eg held að þetta sé fyrst og fremst hugsunarleysi. Maður vill ekki að kyn skipti máli þegar kemur að svona baráttu eða lyfta báðum deildum til jafns. Kannski þurfum við að fá inn einhvern sem hefur virkilega brennandi áhuga á kvennabolta. Það er fullt af fólki þarna úti sem hefur áhuga, hvort sem það eru konur eða karlar. Það væri kannski byrjunin,“ sagði Elísa. Lærdómur verði dreginn af Stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks hefur nú kallað eftir bættum vinnubrögðum innan hagsmunsamtakanna og að lærdómur verði dreginn af. „Knattspyrnudeild Breiðabliks leggur áherslu á að í þeim samtökum eða verkefnum sem félagið er aðili að sé ætíð fyllsta jafnréttis gætt og að aldrei halli á hvort kyn,“ segir í tilkynningunni. „Nú skiptir máli að ÍTF, félögin og leikmenn nái að byggja upp traust sín á milli og að lærdómur verði dreginn af atburðarrás síðustu daga. Knattspyrnudeild Breiðabliks mun beita sér í þeirri vegferð,“ segir þar enn fremur en yfirlýsinguna má sjá í heild sinni að neðan. Kynningarfundur ÍTF fyrir tímabilið í Bestu deild kvenna er á dagskrá í dag klukkan 15:00 og verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi. Flosi Eiríksson (t.v.) er formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks.Vísir/Hulda Margrét Yfirlýsing knattspyrnudeildar Breiðabliks Stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks fagnar af heilum hug aukinni umræðu og áhuga á knattspyrnu kvenna, hvort sem það snýr að kynningarmálum, aðstöðumálum eða öðru.Þar má sérstaklega nefna eftirtektarverða samstöðu fyrirliða í Bestu deild kvenna undanfarna daga. Knattspyrnudeild Breiðabliks leggur áherslu á að í þeim samtökum eða verkefnum sem félagið er aðili að sé ætíð fyllsta jafnréttis gætt og að aldrei halli á hvort kyn.Á síðustu árum hefur leiknum sannarlega verið breytt þannig að áhugi og áhorf á knattspyrnu kvenna hefur aukist verulega. Af þeim sökum er mikilvægt að allir sem að því verkefni koma séu samstíga og gæti vel að framsetningu og markaðssetningu enda er auðvelt að misstíga sig og falla út af sporinu. Nú skiptir máli að ÍTF, félögin og leikmenn nái að byggja upp traust sín á milli og að lærdómur verði dreginn af atburðarrás síðustu daga. Knattspyrnudeild Breiðabliks mun beita sér í þeirri vegferð. Við í Breiðabliki höfum á vettvangi KSÍ og annars staðar talað fyrir sjónarmiðum jafnréttis og jafnræðis með margvíslegum tillöguflutningi og umræðu og munum halda því áfram af öllu okkar afli. Við viljum eiga gott samstarf með öllum þeim sem vilja vinna að vexti og hag knattspyrnu kvenna og halda áfram að leggja okkar af mörkum en um leið vera óhrædd við að benda á það sem betur má fara. Besta deild kvenna Jafnréttismál Breiðablik Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira
ÍTF, hagmunasamtök félaga í efstu deildum karla og kvenna, hefur sætt gagnrýni síðustu daga og vikur vegna meintrar mismununar. Sú hafi birst í miklum minnihluta kvenna í auglýsingu fyrir Bestu deildirnar, í því að fantasy leikur fyrir deildirnar sé aðeins í boði karlamegin og kornið sem hafi fyllt mælinn hafi verið boðun leikmanna í Bestu deild kvenna í upptöku markaðsefnis sem átti að fara fram á sama tíma og leikur Meistara meistaranna í gær. Fyrirliðar félaga í Bestu deild kvenna sendu í kjölfarið frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem þeir greindu frá sniðgöngu leikmanna í þá myndatöku vegna tímasetningar og þess sem undan hafði gengið hjá ÍTF. „Ég vildi óska þess að svarið væri nei“ Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, sagði í samtali við Stöð 2 um helgina að mikill meirihluta karla í stjórn og stöðum hjá ÍTF hefði líklega áhrif. „Ég vildi óska þess að svarið væri nei. Ég held að það sé enginn að smána kvennaboltann, held það sé ekki grunnurinn að þessu. Eg held að þetta sé fyrst og fremst hugsunarleysi. Maður vill ekki að kyn skipti máli þegar kemur að svona baráttu eða lyfta báðum deildum til jafns. Kannski þurfum við að fá inn einhvern sem hefur virkilega brennandi áhuga á kvennabolta. Það er fullt af fólki þarna úti sem hefur áhuga, hvort sem það eru konur eða karlar. Það væri kannski byrjunin,“ sagði Elísa. Lærdómur verði dreginn af Stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks hefur nú kallað eftir bættum vinnubrögðum innan hagsmunsamtakanna og að lærdómur verði dreginn af. „Knattspyrnudeild Breiðabliks leggur áherslu á að í þeim samtökum eða verkefnum sem félagið er aðili að sé ætíð fyllsta jafnréttis gætt og að aldrei halli á hvort kyn,“ segir í tilkynningunni. „Nú skiptir máli að ÍTF, félögin og leikmenn nái að byggja upp traust sín á milli og að lærdómur verði dreginn af atburðarrás síðustu daga. Knattspyrnudeild Breiðabliks mun beita sér í þeirri vegferð,“ segir þar enn fremur en yfirlýsinguna má sjá í heild sinni að neðan. Kynningarfundur ÍTF fyrir tímabilið í Bestu deild kvenna er á dagskrá í dag klukkan 15:00 og verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi. Flosi Eiríksson (t.v.) er formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks.Vísir/Hulda Margrét Yfirlýsing knattspyrnudeildar Breiðabliks Stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks fagnar af heilum hug aukinni umræðu og áhuga á knattspyrnu kvenna, hvort sem það snýr að kynningarmálum, aðstöðumálum eða öðru.Þar má sérstaklega nefna eftirtektarverða samstöðu fyrirliða í Bestu deild kvenna undanfarna daga. Knattspyrnudeild Breiðabliks leggur áherslu á að í þeim samtökum eða verkefnum sem félagið er aðili að sé ætíð fyllsta jafnréttis gætt og að aldrei halli á hvort kyn.Á síðustu árum hefur leiknum sannarlega verið breytt þannig að áhugi og áhorf á knattspyrnu kvenna hefur aukist verulega. Af þeim sökum er mikilvægt að allir sem að því verkefni koma séu samstíga og gæti vel að framsetningu og markaðssetningu enda er auðvelt að misstíga sig og falla út af sporinu. Nú skiptir máli að ÍTF, félögin og leikmenn nái að byggja upp traust sín á milli og að lærdómur verði dreginn af atburðarrás síðustu daga. Knattspyrnudeild Breiðabliks mun beita sér í þeirri vegferð. Við í Breiðabliki höfum á vettvangi KSÍ og annars staðar talað fyrir sjónarmiðum jafnréttis og jafnræðis með margvíslegum tillöguflutningi og umræðu og munum halda því áfram af öllu okkar afli. Við viljum eiga gott samstarf með öllum þeim sem vilja vinna að vexti og hag knattspyrnu kvenna og halda áfram að leggja okkar af mörkum en um leið vera óhrædd við að benda á það sem betur má fara.
Yfirlýsing knattspyrnudeildar Breiðabliks Stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks fagnar af heilum hug aukinni umræðu og áhuga á knattspyrnu kvenna, hvort sem það snýr að kynningarmálum, aðstöðumálum eða öðru.Þar má sérstaklega nefna eftirtektarverða samstöðu fyrirliða í Bestu deild kvenna undanfarna daga. Knattspyrnudeild Breiðabliks leggur áherslu á að í þeim samtökum eða verkefnum sem félagið er aðili að sé ætíð fyllsta jafnréttis gætt og að aldrei halli á hvort kyn.Á síðustu árum hefur leiknum sannarlega verið breytt þannig að áhugi og áhorf á knattspyrnu kvenna hefur aukist verulega. Af þeim sökum er mikilvægt að allir sem að því verkefni koma séu samstíga og gæti vel að framsetningu og markaðssetningu enda er auðvelt að misstíga sig og falla út af sporinu. Nú skiptir máli að ÍTF, félögin og leikmenn nái að byggja upp traust sín á milli og að lærdómur verði dreginn af atburðarrás síðustu daga. Knattspyrnudeild Breiðabliks mun beita sér í þeirri vegferð. Við í Breiðabliki höfum á vettvangi KSÍ og annars staðar talað fyrir sjónarmiðum jafnréttis og jafnræðis með margvíslegum tillöguflutningi og umræðu og munum halda því áfram af öllu okkar afli. Við viljum eiga gott samstarf með öllum þeim sem vilja vinna að vexti og hag knattspyrnu kvenna og halda áfram að leggja okkar af mörkum en um leið vera óhrædd við að benda á það sem betur má fara.
Besta deild kvenna Jafnréttismál Breiðablik Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira