Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti í gærkvöldi (17. apríl) eftir konu með Alzheimer sem síðast hafði sést til í Árbæ í Reykjavík. Hún hafði ekki skilað sér heim úr göngutúr.
Í tilkynningu frá lögreglu, sem send var á fjölmiðla að morgni 18. apríl segir að konan hafi fundist heil á húfi.
Fréttin hefur verið uppfærð.