„Við þurfum að mæta dýrvitlausar í leikinn“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 17. apríl 2023 20:20 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, var svekktur eftir fimm marka tap á móti Stjörnunni í fyrsta leik úrslitakeppninnar í kvöld. Vísir/Diego Jafnt var í fyrri hálfleik 10-10 en KA/Þór misstu leikinn frá sér í seinni hálfleik og endaði leikurinn 24-19. „Þetta var svekkjandi, sérstaklega af því að í fyrri hálfleik erum við yfir og erum á undan þeim. Við erum að spila mjög vel, góða vörn og mér fannst þær vera að elta okkur. Svo er jafnt í hálfleik og við byrjum seinni hálfleikinn ekki nógu vel ef ég á að segja alveg eins og er.“ „Munurinn er það að við erum að klúðra rosalega mikið af dauðafærum og hún er að verja gríðarlega vel sem er munurinn. Við erum tvö rosalega jöfn lið, tvö mjög sterk líkamleg lið og þær unnu markmanns bardagann og það var munurinn.“ KA/Þór spilaði vel í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik datt varnarleikurinn aðeins niður og Stjarnan nýtti sér það og komu þær sér í góða forystu. „Varnarlega í fyrri hálfleik vorum við mjög góðar en í seinni erum við að leka of auðveldlega. Þrista vinnan okkar er ekki nógu góð og þær fá of mikið af færum inn á línu, það svíður. Að sama skapi er þetta fyrst og fremst dauðafærin í sókninni sem tók svolítið tennurnar úr okkur. Við erum í hörkuleik, það er eitt mark þegar að átta og hálf mínúta er eftir og allt hægt í þessu. Þá kom vondur kafli hjá okkur, þrjú í röð og þá fór þetta.“ Sóknarleikur KA/Þórs var ekki sannfærandi í seinni hálfleik og fóru þær með alltof mikið af dauðafærum. Þær brenndu af tveimur vítum, áttu hraðaupphlaup sem enduðu í stönginni og komu sér í góð færi þar sem boltinn endaði annað hvort framhjá eða hjá Dariju í marki Stjörnunnar. „Mér fannst þetta leikur alveg megnið af leiðinni. Við vorum að reyna finna lausnir og allt það. Þetta er úrslitakeppnin og það snýst um að hafa orkuna á réttum stað og mómentin þurfa að vera með manni. Við förum með hraðaupphlaup þar sem við getum sett hann niður í eitt en setjum hann í stöngina.“ „Við erum með dauðafæri þar sem að við spilum okkur virkilega vel í gegnum góða vörn Stjörnunnar og klikkum. Það eru þessir hlutir sem að við þurfum að gera betur og við vitum hvað við þurfum að laga, þetta eru ekki mörg atriði. Við þurfum að hafa sjálfstraustið í það að bæta í og vinna á fimmtudaginn.“ Næsti leikur er á fimmtudaginn fyrir norðan og vill Andri sjá sem flesta í stúkunni ásamt því að fá stelpurnar dýrvitlausar í leikinn. „Ég vill fyrst og fremst sjá fullt hús fyrir norðan og að við fáum okkar fólk til þess að hjálpa okkur í þessu. Við þurfum að mæta dýrvitlausar í leikinn, þetta er all or nothing. Við erum með bakið upp við vegg eins og sagt er. Við þurfum fyrst og fremst að mæta með hökuna uppi, þá lýst mér vel á þetta.“ Handbolti Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
„Þetta var svekkjandi, sérstaklega af því að í fyrri hálfleik erum við yfir og erum á undan þeim. Við erum að spila mjög vel, góða vörn og mér fannst þær vera að elta okkur. Svo er jafnt í hálfleik og við byrjum seinni hálfleikinn ekki nógu vel ef ég á að segja alveg eins og er.“ „Munurinn er það að við erum að klúðra rosalega mikið af dauðafærum og hún er að verja gríðarlega vel sem er munurinn. Við erum tvö rosalega jöfn lið, tvö mjög sterk líkamleg lið og þær unnu markmanns bardagann og það var munurinn.“ KA/Þór spilaði vel í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik datt varnarleikurinn aðeins niður og Stjarnan nýtti sér það og komu þær sér í góða forystu. „Varnarlega í fyrri hálfleik vorum við mjög góðar en í seinni erum við að leka of auðveldlega. Þrista vinnan okkar er ekki nógu góð og þær fá of mikið af færum inn á línu, það svíður. Að sama skapi er þetta fyrst og fremst dauðafærin í sókninni sem tók svolítið tennurnar úr okkur. Við erum í hörkuleik, það er eitt mark þegar að átta og hálf mínúta er eftir og allt hægt í þessu. Þá kom vondur kafli hjá okkur, þrjú í röð og þá fór þetta.“ Sóknarleikur KA/Þórs var ekki sannfærandi í seinni hálfleik og fóru þær með alltof mikið af dauðafærum. Þær brenndu af tveimur vítum, áttu hraðaupphlaup sem enduðu í stönginni og komu sér í góð færi þar sem boltinn endaði annað hvort framhjá eða hjá Dariju í marki Stjörnunnar. „Mér fannst þetta leikur alveg megnið af leiðinni. Við vorum að reyna finna lausnir og allt það. Þetta er úrslitakeppnin og það snýst um að hafa orkuna á réttum stað og mómentin þurfa að vera með manni. Við förum með hraðaupphlaup þar sem við getum sett hann niður í eitt en setjum hann í stöngina.“ „Við erum með dauðafæri þar sem að við spilum okkur virkilega vel í gegnum góða vörn Stjörnunnar og klikkum. Það eru þessir hlutir sem að við þurfum að gera betur og við vitum hvað við þurfum að laga, þetta eru ekki mörg atriði. Við þurfum að hafa sjálfstraustið í það að bæta í og vinna á fimmtudaginn.“ Næsti leikur er á fimmtudaginn fyrir norðan og vill Andri sjá sem flesta í stúkunni ásamt því að fá stelpurnar dýrvitlausar í leikinn. „Ég vill fyrst og fremst sjá fullt hús fyrir norðan og að við fáum okkar fólk til þess að hjálpa okkur í þessu. Við þurfum að mæta dýrvitlausar í leikinn, þetta er all or nothing. Við erum með bakið upp við vegg eins og sagt er. Við þurfum fyrst og fremst að mæta með hökuna uppi, þá lýst mér vel á þetta.“
Handbolti Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira