Viðhaldsmeðferðir við fíkn eigi ekki að vera í höndum einstaka lækna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. apríl 2023 22:02 Alma Möller landlæknir kallar eftir heildstæðri stefnu stjórnvalda um fíknivanda í landinu. Vísir/Vilhelm Landlæknir segir að mál geðlæknisins, sem sviptur var ávísanaleyfi á dögunum, sé fordæmalaust vegna magns þeirra ópíóíðalyfja sem skrifað var upp á. Svokallaðar viðhaldsmeðferðir eigi ekki heima hjá einstökum læknum en kallar eftir heildstæðri stefnu stjórnvalda í vímuefnamálum. Á dögunum staðfesti heilbrigðisráðuneytið ákvörðun Embættis landlæknis um að svipta geðlækni ávísanaleyfi fyrir að hafa skrifað upp á 2,1 kíló af oxykódóni og 1,5 kílói af morfíni til sjúklings á fjögurra ára tímabili. Sjá nánar: Geðlæknir ávísaði sjúklingi oxýkódóni og morfíni í kílóa vís Læknirinn kærði ákvörðunina til heilbrigðisráðuneytisins og bar fyrir sig að hafa verið með sjúkling í svokallaðri skaðaminnkandi meðferð. Í eitt skiptið hafi hann skrifað upp á mikið magn vegna útlandaferðar. „Ég get fullyrt að ég hef ekki séð sambærilegt magn en eins og fram kemur þá var það að mestu leyti í einni ávísun sem var stöðvuð og þá var auðvitað tók steininn úr og var gripið í taumana. Auðvitað er stöðugt verið að fylgjast með lyfjaávísunum lækna og langoftast eiga málin sér eðlilegar skýringar en á hverjum tíma eru alltaf nokkrir læknar til gaumgæfilegrar skoðunar. Úrræði okkar eru að funda og veita tiltal, biðja fólk um að breyta, nú síðan er hægt að áminna og alvarlegustu viðurlögin eru svipting ávísunarréttar eða jafnvel svipting starfsleyfis,“ segir Alma D. Möller, landlæknir. Landlæknir segir að umræddur læknir hafi verið til rannsóknar hjá embættinu um nokkurt skeið. Lyfjafræðingur hefur til að mynda sagst ítrekað hafa varað við grunsamlegum uppáskriftum læknisins, fyrst árið 2019. Alma segir embættið hafa veitt manninum tiltal en það hafi ekki dugað til. Viðhaldsmeðferð við fíknisjúkdómi er skaðaminnkandi úrræði þar sem smáum skömmtum af lyfjum er ávísað fast á einstaklinga sem glíma við þungan fíknivanda. Þeir læknar sem eru með sjúklinga í slíkri meðferð telja að þær séu þeim heillavænlegastar með tilliti til öryggis þeirra og lifnaðarhátta. Þeir þurfi þá hvorki að verða sér úti um efnin á svörtum markaði né fremja afbrot til að verða sér úti um þau. Sérfræðingateymi eigi að sinna viðhaldsmeðferðum Alma segist geta sett sig í þau spor að vilja sýna sjúklingum með fíknivanda mannúð og samkennd en það breyti því ekki að ávísanirnar séu ekki í samræmi við bestu þekkingu. „Því það er þannig að notkun morfíns, jafnvel í háum skömmtum, við ópíóðafíkn er ekki byggð á bestu þekkingu og hvað þá þegar verið er að ávísa töflum til að mylja og gefa í æð. Það er ekki í samræmi við viðurkenndar ábendingar um morfínnotkun.“ Viðhaldsmeðferðir þurfi að vera í höndum teymis sérfræðinga á Vogi eða á Landspítala. Réttu lyfin séu buprenorphine og methadone. „Þetta eru lyfin sem á að nota. Aukinheldur þarf að sinna því sem við köllum viðhaldsmeðferðir af teymi með sérþekkingu og það þarf að vera mjög vel skilgreint utanumhald þannig að þessi meðferð á ekki heima hjá einstökum læknum.“ Nauðsynlegt að ráðast í heildstæða stefnumótun Alma kallar eftir heildstæðri stefnumótun stjórnvalda um vímuefnavandann. Það dugi ekki til að gera einstakar breytingar innan málaflokksins heldur þurfi að skoða hann heildstætt. Það hafi portúgölskum stjórnvöldum tekist að gera með góðum árangri. „Og þá að huga að forvörnum, meðferð og samfélagslegu afleiðingum. Það þarf að fara í þessa stefnumótun og byggja undir það sem þegar er en við höfum líka bent á að það kynni að vera gagnlegt að setja reglugerð um þessa viðhaldsmeðferð.“ Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Geðlæknir ávísaði sjúklingi oxýkódóni og morfíni í kílóa vís Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Embættis landlæknis um að svipta geðlækni á Íslandi réttindum til að ávísa ópíóðalyfjum. Læknirinn er talinn hafa ávísað 2,1 kílói af oxýkódóni og 1,5 kílói af morfíni til sjúklings á fjögurra ára tímabili. 13. apríl 2023 13:05 „Mig langar ekki að vera skaðvaldur í þjóðfélaginu“ Í Kompás kynnumst við Maríönnu og Ragnari. Fáum innsýn í þeirra daglega líf á götunni og lífsbaráttuna sem einkennir hvern einasta dag. 21. febrúar 2023 07:00 Oft erfitt samtal um hvort meðferð sé vegna fíknar eða í læknisfræðilegum tilgangi Um fjörutíu prósent heimilislækna hafa orðið fyrir hótunum eða ógnunum í starfi og oftast er það vegna lyfjaávísana. Formaður félags íslenskra heimilislækna segir geta verið erfitt að greina hvort um fíkn sé að ræða eða læknisfræðileg vandamál. 14. apríl 2023 22:07 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Á dögunum staðfesti heilbrigðisráðuneytið ákvörðun Embættis landlæknis um að svipta geðlækni ávísanaleyfi fyrir að hafa skrifað upp á 2,1 kíló af oxykódóni og 1,5 kílói af morfíni til sjúklings á fjögurra ára tímabili. Sjá nánar: Geðlæknir ávísaði sjúklingi oxýkódóni og morfíni í kílóa vís Læknirinn kærði ákvörðunina til heilbrigðisráðuneytisins og bar fyrir sig að hafa verið með sjúkling í svokallaðri skaðaminnkandi meðferð. Í eitt skiptið hafi hann skrifað upp á mikið magn vegna útlandaferðar. „Ég get fullyrt að ég hef ekki séð sambærilegt magn en eins og fram kemur þá var það að mestu leyti í einni ávísun sem var stöðvuð og þá var auðvitað tók steininn úr og var gripið í taumana. Auðvitað er stöðugt verið að fylgjast með lyfjaávísunum lækna og langoftast eiga málin sér eðlilegar skýringar en á hverjum tíma eru alltaf nokkrir læknar til gaumgæfilegrar skoðunar. Úrræði okkar eru að funda og veita tiltal, biðja fólk um að breyta, nú síðan er hægt að áminna og alvarlegustu viðurlögin eru svipting ávísunarréttar eða jafnvel svipting starfsleyfis,“ segir Alma D. Möller, landlæknir. Landlæknir segir að umræddur læknir hafi verið til rannsóknar hjá embættinu um nokkurt skeið. Lyfjafræðingur hefur til að mynda sagst ítrekað hafa varað við grunsamlegum uppáskriftum læknisins, fyrst árið 2019. Alma segir embættið hafa veitt manninum tiltal en það hafi ekki dugað til. Viðhaldsmeðferð við fíknisjúkdómi er skaðaminnkandi úrræði þar sem smáum skömmtum af lyfjum er ávísað fast á einstaklinga sem glíma við þungan fíknivanda. Þeir læknar sem eru með sjúklinga í slíkri meðferð telja að þær séu þeim heillavænlegastar með tilliti til öryggis þeirra og lifnaðarhátta. Þeir þurfi þá hvorki að verða sér úti um efnin á svörtum markaði né fremja afbrot til að verða sér úti um þau. Sérfræðingateymi eigi að sinna viðhaldsmeðferðum Alma segist geta sett sig í þau spor að vilja sýna sjúklingum með fíknivanda mannúð og samkennd en það breyti því ekki að ávísanirnar séu ekki í samræmi við bestu þekkingu. „Því það er þannig að notkun morfíns, jafnvel í háum skömmtum, við ópíóðafíkn er ekki byggð á bestu þekkingu og hvað þá þegar verið er að ávísa töflum til að mylja og gefa í æð. Það er ekki í samræmi við viðurkenndar ábendingar um morfínnotkun.“ Viðhaldsmeðferðir þurfi að vera í höndum teymis sérfræðinga á Vogi eða á Landspítala. Réttu lyfin séu buprenorphine og methadone. „Þetta eru lyfin sem á að nota. Aukinheldur þarf að sinna því sem við köllum viðhaldsmeðferðir af teymi með sérþekkingu og það þarf að vera mjög vel skilgreint utanumhald þannig að þessi meðferð á ekki heima hjá einstökum læknum.“ Nauðsynlegt að ráðast í heildstæða stefnumótun Alma kallar eftir heildstæðri stefnumótun stjórnvalda um vímuefnavandann. Það dugi ekki til að gera einstakar breytingar innan málaflokksins heldur þurfi að skoða hann heildstætt. Það hafi portúgölskum stjórnvöldum tekist að gera með góðum árangri. „Og þá að huga að forvörnum, meðferð og samfélagslegu afleiðingum. Það þarf að fara í þessa stefnumótun og byggja undir það sem þegar er en við höfum líka bent á að það kynni að vera gagnlegt að setja reglugerð um þessa viðhaldsmeðferð.“
Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Geðlæknir ávísaði sjúklingi oxýkódóni og morfíni í kílóa vís Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Embættis landlæknis um að svipta geðlækni á Íslandi réttindum til að ávísa ópíóðalyfjum. Læknirinn er talinn hafa ávísað 2,1 kílói af oxýkódóni og 1,5 kílói af morfíni til sjúklings á fjögurra ára tímabili. 13. apríl 2023 13:05 „Mig langar ekki að vera skaðvaldur í þjóðfélaginu“ Í Kompás kynnumst við Maríönnu og Ragnari. Fáum innsýn í þeirra daglega líf á götunni og lífsbaráttuna sem einkennir hvern einasta dag. 21. febrúar 2023 07:00 Oft erfitt samtal um hvort meðferð sé vegna fíknar eða í læknisfræðilegum tilgangi Um fjörutíu prósent heimilislækna hafa orðið fyrir hótunum eða ógnunum í starfi og oftast er það vegna lyfjaávísana. Formaður félags íslenskra heimilislækna segir geta verið erfitt að greina hvort um fíkn sé að ræða eða læknisfræðileg vandamál. 14. apríl 2023 22:07 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Geðlæknir ávísaði sjúklingi oxýkódóni og morfíni í kílóa vís Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Embættis landlæknis um að svipta geðlækni á Íslandi réttindum til að ávísa ópíóðalyfjum. Læknirinn er talinn hafa ávísað 2,1 kílói af oxýkódóni og 1,5 kílói af morfíni til sjúklings á fjögurra ára tímabili. 13. apríl 2023 13:05
„Mig langar ekki að vera skaðvaldur í þjóðfélaginu“ Í Kompás kynnumst við Maríönnu og Ragnari. Fáum innsýn í þeirra daglega líf á götunni og lífsbaráttuna sem einkennir hvern einasta dag. 21. febrúar 2023 07:00
Oft erfitt samtal um hvort meðferð sé vegna fíknar eða í læknisfræðilegum tilgangi Um fjörutíu prósent heimilislækna hafa orðið fyrir hótunum eða ógnunum í starfi og oftast er það vegna lyfjaávísana. Formaður félags íslenskra heimilislækna segir geta verið erfitt að greina hvort um fíkn sé að ræða eða læknisfræðileg vandamál. 14. apríl 2023 22:07