Patrik fékk högg frá Aroni Jóhannssyni, leikmanni Vals, á Hlíðarenda í gærkvöld og fékk Aron gult spjald fyrir athæfi sitt.
Að mati Patriks og fleiri Blika hefði Aron hins vegar verðskuldað beint rautt spjald fyrir höggið, en hann féll í jörðina við höggið eins og sjá má á myndskeiði sem Patrik deildi á Twitter með orðunum: „Það verður mikið um olnboga á þessu ári ef þetta er bara gult spjald!“
There will be a lot of elbows this year! If it only is a yellow card pic.twitter.com/poY52PA34y
— Patrik Johannesen (@Johannesen77) April 17, 2023
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmdi leikinn í gær og hann virtist sjá vel atvikið þegar Aron sló til Patriks, áður en hann lyfti gula spjaldinu. Atvikið átti sér stað á 37. mínútu og voru Blikar þá marki yfir.
Breiðablik vann svo leikinn að lokum 2-0 og náði í sín fyrstu stig á þessari leiktíð.