Allt aðeins erfiðara vegna aðhaldsleysis Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. apríl 2023 14:03 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hefur verið afar gagnrýnin á fjármálaáætlun og biður Bjarna Benediktsson um að hlusta á gagnrýniraddir. Vísir/Arnar/Vilhelm Almenningur mun gjalda fyrir aðhaldsleysi stjórnvalda með hærra matvöruverði og aukinni vaxtabyrði að mati þingmanns Viðreisnar. Fjármálaáætlun er til umræðu á Alþingi í dag og þingmaðurinn hvetur fjármálaráðherra til að veita fram kominni gagnrýni verðskuldaða athygli. Alþingi kemur saman í dag eftir páskafrí og á daskrá er framhald fyrri umræðu um fjármælaáætlun fyrir árin 2024 til 2028. Hún markast af ákveðnu aðhaldi og gjaldahækkkunum vegna erfiðrar stöðu í efnahagsmálum. Þar er til dæmis gengið út frá aukinni skattlagningu á ferðaþjónustuna, ökutæki og eldsneyti. Þá er aðhaldskrafa á ráðuneyti og fjárfestingarverkefnum frestað. Allt á þetta að miða að því að draga úr verðbólguþrýstingi. Áætlunin hefur þó sætt gagnrýni og í umsögn fjármálaráðs segir til að mynda að stjórnvöld hafi ekki sleppt bensíngjöfinni þrátt fyrir að vera ekki með hana í botni - eins og það er orðað. Í sinni umsögn hvetur Félag atvinnurekenda Alþingi einnig til þess að gera breytingar og ganga harðar fram í hagræðingu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir stjórnvöld þurfa að sýna frekara aðhald. „Fjármálaráðherra getur spilað mjög stórt hlutverk í því að ná niður verðbólgunni, að ná niður vöxtum á lánum fólks í landinu, með því að fara í þetta. Vandamálið er bara að hann er ekki að gera það,“ segir Þorbjörg. Í dag fer fram framhald fyrri umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.vísir/Vilhelm Hún hvetur fjármálaráðherra til þess að gefa gagnrýninni gaum og segir Viðreisn hafa lagt fram ýmsar tillögur sem hún telur geta gagnast. „Við lögðum til að skuldir yrðu greiddar niður um tuttugu milljarða, við lögðum til að ráðuneyti yrðu sameinuð, lögðum til tekjuöflunarleiðir eins og að sækja meiri veiðigjöld,“ nefnir Þorbjörg sem dæmi. Að óbreyttu telur hún að verðbólgan muni ekki nást nægilega hratt niður „Þá munum við áfram finna fyrir því að matvöruverð í landinu er hærra en það þarf að vera. Að vextir séu hærri en þeir þurfa að vera. Að lífið sé bara aðeins erfiðara en það þarf að vera - bara vegna þess að fjármálaráðherra tekur sér frí frá þessu stærsta verkefni sínu í dag,“ segir Þorbjög Sigríður. Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira
Alþingi kemur saman í dag eftir páskafrí og á daskrá er framhald fyrri umræðu um fjármælaáætlun fyrir árin 2024 til 2028. Hún markast af ákveðnu aðhaldi og gjaldahækkkunum vegna erfiðrar stöðu í efnahagsmálum. Þar er til dæmis gengið út frá aukinni skattlagningu á ferðaþjónustuna, ökutæki og eldsneyti. Þá er aðhaldskrafa á ráðuneyti og fjárfestingarverkefnum frestað. Allt á þetta að miða að því að draga úr verðbólguþrýstingi. Áætlunin hefur þó sætt gagnrýni og í umsögn fjármálaráðs segir til að mynda að stjórnvöld hafi ekki sleppt bensíngjöfinni þrátt fyrir að vera ekki með hana í botni - eins og það er orðað. Í sinni umsögn hvetur Félag atvinnurekenda Alþingi einnig til þess að gera breytingar og ganga harðar fram í hagræðingu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir stjórnvöld þurfa að sýna frekara aðhald. „Fjármálaráðherra getur spilað mjög stórt hlutverk í því að ná niður verðbólgunni, að ná niður vöxtum á lánum fólks í landinu, með því að fara í þetta. Vandamálið er bara að hann er ekki að gera það,“ segir Þorbjörg. Í dag fer fram framhald fyrri umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.vísir/Vilhelm Hún hvetur fjármálaráðherra til þess að gefa gagnrýninni gaum og segir Viðreisn hafa lagt fram ýmsar tillögur sem hún telur geta gagnast. „Við lögðum til að skuldir yrðu greiddar niður um tuttugu milljarða, við lögðum til að ráðuneyti yrðu sameinuð, lögðum til tekjuöflunarleiðir eins og að sækja meiri veiðigjöld,“ nefnir Þorbjörg sem dæmi. Að óbreyttu telur hún að verðbólgan muni ekki nást nægilega hratt niður „Þá munum við áfram finna fyrir því að matvöruverð í landinu er hærra en það þarf að vera. Að vextir séu hærri en þeir þurfa að vera. Að lífið sé bara aðeins erfiðara en það þarf að vera - bara vegna þess að fjármálaráðherra tekur sér frí frá þessu stærsta verkefni sínu í dag,“ segir Þorbjög Sigríður.
Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira