Barcelona var þarna að gera sitt annað jafntefli í röð en liðið er þó enn með 11 stiga forystu á toppi La Liga þegar níu umferðir eru til loka tímabilsins. Real Madríd virðist hafa meiri áhuga á að reyna við Meistaradeild Evrópu og því má ætla að markalaust jafntefli Börsunga á útivelli gegn Getafe verði ekki dýrkeypt.
Atlético Madríd vann 2-1 sigur á Almería og styrkti stöðu sína í 3. sæti deildarinnar. Antoine Griezmann skoraði bæði mörk Atlético í kvöld.
#LaLigaTV pic.twitter.com/CTkPvP7unT
— LaLigaTV (@LaLigaTV) April 16, 2023
Barcelona er á toppnum með 73 stig, Real þar á eftir með 62 og Atlético með 60 stig.
Lærisveinar José Mourinho í Rómarborg unnu góðan 3-0 heimasigur í kvöld þrátt fyrir að hafa brennt af vítaspyrnu annan leikinn í röð. Edoardo Bove, Lorenzo Pellegrini og Tammy Abraham með mörk kvöldsins. Bryan Cristante var hins vegar sá sem brenndi af vítaspyrnunni.
Mourinho enjoyed that one. #ASRoma #RomaUdinese pic.twitter.com/N2ZJ0gcwhA
— AS Roma English (@ASRomaEN) April 16, 2023
Þá tapaði Juventus 1-0 á útivelli gegn Sassuolo. Varamaðurinn Gregoire Defrel með sigurmarkið.
Roma situr sem stendur í 3. sæti, fimm stigum á eftir erkifjendum sínum og nágrönnum Lazio sem eru með 61 stig í 2. sæti eftir 30 leiki. Juventus er í 7. sæti með 44 stig.