Tímamót í viðskiptum með fasteignir Máni Snær Þorláksson skrifar 16. apríl 2023 16:00 Nú þarf ekki lengur að fara með afsal til sýslumanns til að hægt sé að þinglýsa því. Aron Eiríksson fasteignasali segir að um stórt framfaraskref sé að ræða. Vísir/Félag Fasteignasala/Vilhelm Eftir margra ára undirbúning er fyrsta rafræna þinglýsingin í fasteignaviðskiptum orðin að veruleika. Fyrsta afsalinu var þinglýst rafrænt fyrir helgi og gert er ráð fyrir að rafrænar þinglýsingar á kaupsamningum komi með haustinu. Fasteignasali segir að um mikla búbót sé að ræða og að starfsgreinin sé ekki í hættu. Aron Eiríksson, fasteignasali á Ás fasteignasölu, sá um að þinglýsa fyrsta afsalinu. Hann segir að um virkilega stórt skref sé að ræða fyrir fasteignaviðskipti í heild sinni. „Mikið framfaraskref. Bót sem ég held að svona flestir landsmenn séu farnir að kalla eftir, svona í ljósi þess að það er alveg gríðarlega mikið af hlutum orðnir rafrænir í dag. Þannig við erum bara virkilega spennt að taka næstu skref í þessu, fara með þetta lengra.“ Næst á döfinni er að geta þinglýst kaupsamningum rafrænt og gert er ráð fyrir því að það komi með haustinu. Verið er síðan að vinna að því að geta þinglýst öllum skjölum er varða fasteignaviðskipti. „Þetta er náttúrulega hellingur af skjölum sem þarf að þinglýsa þannig þetta er stórt og flókið verkefni. Það þarf að þinglýsa umboðum, forgangsréttum, kaupsamningum, afsölum, lánaskjölum, veðflutningum - þetta er gríðarlega stór pakki. Afsalið er svona einfaldasti hlutinn í viðskiptunum af því þetta er lokapunkturinn og bara eitt skjal. Núna tekur flóknari kafli við.“ Störf fasteignasala séu ekki í hættu Aron óttast ekki að fasteignasalar verði úreltir með þessari rafrænu þróun. Þrátt fyrir að skjalavinnslan verði á endanum öll rafræn þá telur hann að enn verði þörf á fasteignasölum til að sinna öðrum flóknum hlutum er varða fasteignaviðskipti. „Þegar það eru til dæmis keðjur sem myndast í kringum fasteignaviðskipti þá er þetta flókið, það mun ekki breytast þegar rafrænu hlutirnir fara í gang. Fólk þarf að afhenda á ákveðnum tíma, það er veðflutningur hér og nýtt lán þar. Ég hugsa að það verði alltaf gott að vera með bílstjóra í kringum þessi atriði.“ Að sama skapi heldur Aron ekki að fólk fari alfarið að sýna fasteignirnar sínar sjálft. „Þannig ég held að starf fasteignasalans, eins og hefur kannski eitthvað verið í umræðunni, ég held að það sé ekki í mikilli hættu,“ segir hann. „Þetta er bara frábær búbót til að bæta þessi viðskipti enn frekar.“ Fasteignamarkaður Stjórnsýsla Tækni Stafræn þróun Tengdar fréttir Fyrsta rafræna þinglýsingin var framkvæmd í gær Fyrsta rafræna þinglýsingin á Íslandi fór fram í gær og fólst í sjálfvirkri aflýsingu veðskjals í gegnum tölvukerfi banka. Löng bið hefur verið eftir rafrænum þinglýsingum hér á landi en lög þess efnis voru samþykkt á Alþingi í lok árs 2018. 5. febrúar 2021 18:37 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Aron Eiríksson, fasteignasali á Ás fasteignasölu, sá um að þinglýsa fyrsta afsalinu. Hann segir að um virkilega stórt skref sé að ræða fyrir fasteignaviðskipti í heild sinni. „Mikið framfaraskref. Bót sem ég held að svona flestir landsmenn séu farnir að kalla eftir, svona í ljósi þess að það er alveg gríðarlega mikið af hlutum orðnir rafrænir í dag. Þannig við erum bara virkilega spennt að taka næstu skref í þessu, fara með þetta lengra.“ Næst á döfinni er að geta þinglýst kaupsamningum rafrænt og gert er ráð fyrir því að það komi með haustinu. Verið er síðan að vinna að því að geta þinglýst öllum skjölum er varða fasteignaviðskipti. „Þetta er náttúrulega hellingur af skjölum sem þarf að þinglýsa þannig þetta er stórt og flókið verkefni. Það þarf að þinglýsa umboðum, forgangsréttum, kaupsamningum, afsölum, lánaskjölum, veðflutningum - þetta er gríðarlega stór pakki. Afsalið er svona einfaldasti hlutinn í viðskiptunum af því þetta er lokapunkturinn og bara eitt skjal. Núna tekur flóknari kafli við.“ Störf fasteignasala séu ekki í hættu Aron óttast ekki að fasteignasalar verði úreltir með þessari rafrænu þróun. Þrátt fyrir að skjalavinnslan verði á endanum öll rafræn þá telur hann að enn verði þörf á fasteignasölum til að sinna öðrum flóknum hlutum er varða fasteignaviðskipti. „Þegar það eru til dæmis keðjur sem myndast í kringum fasteignaviðskipti þá er þetta flókið, það mun ekki breytast þegar rafrænu hlutirnir fara í gang. Fólk þarf að afhenda á ákveðnum tíma, það er veðflutningur hér og nýtt lán þar. Ég hugsa að það verði alltaf gott að vera með bílstjóra í kringum þessi atriði.“ Að sama skapi heldur Aron ekki að fólk fari alfarið að sýna fasteignirnar sínar sjálft. „Þannig ég held að starf fasteignasalans, eins og hefur kannski eitthvað verið í umræðunni, ég held að það sé ekki í mikilli hættu,“ segir hann. „Þetta er bara frábær búbót til að bæta þessi viðskipti enn frekar.“
Fasteignamarkaður Stjórnsýsla Tækni Stafræn þróun Tengdar fréttir Fyrsta rafræna þinglýsingin var framkvæmd í gær Fyrsta rafræna þinglýsingin á Íslandi fór fram í gær og fólst í sjálfvirkri aflýsingu veðskjals í gegnum tölvukerfi banka. Löng bið hefur verið eftir rafrænum þinglýsingum hér á landi en lög þess efnis voru samþykkt á Alþingi í lok árs 2018. 5. febrúar 2021 18:37 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Fyrsta rafræna þinglýsingin var framkvæmd í gær Fyrsta rafræna þinglýsingin á Íslandi fór fram í gær og fólst í sjálfvirkri aflýsingu veðskjals í gegnum tölvukerfi banka. Löng bið hefur verið eftir rafrænum þinglýsingum hér á landi en lög þess efnis voru samþykkt á Alþingi í lok árs 2018. 5. febrúar 2021 18:37