Úðuðu piparúða yfir saklausa gesti Árni Sæberg skrifar 16. apríl 2023 07:45 Drengirnir voru á rafskútu þegar þeir úðuðu piparúða yfir fólk sem beið eftir því að komast inn í hlýjuna á ótilgreindum skemmtistað. Vísir/Aníta Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Meðal þeirra sem bökuðu vandræði í nótt voru tveir drengir sem hjóluðu um á rafmagnshlaupahjóli og úðuðu piparúða á fólk sem beið í röð til þess að komast inn á skemmtistað í miðborginni. Í dagbók lögreglu fyrir tímabilið segir að drengirnir hafi tvímennt á eitt rafmagnshlaupahjól og að þeir hafi komist undan en lögregla síðar haft hendur í hári þeirra. Málið sé nú til rannsóknar hjá lögreglu og komið á borð barnaverndar, enda séu drengirnir báðir undir lögaldri. Þá segir að einhverjir þeir sem vonuðust til þess að fá inngöngu að skemmtistaðnum sem um ræðir hafi þurft aðhlynningu eftir piparúðaárásina. Af öðrum verkefnum lögregluþjóna á stöð 1 við Hverfisgötu ber hæst að lögregluþjónar vísuðu manni út af heilbrigðisstofnun að ósk starfsfólks hennar. Sá hafði viðhaft ógnandi tilburði gagnvart starfsfólki. Þá leitar lögregla nú fingralangs manns sem braust inn í skartgripaverslun og hafði á brott með sér talsvert magn skartgripa. Veittist að manni með exi Lögreglunni á stöð 2, sem þjónustar Garðabæ og Hafnarfjörð, barst tilkynning um mann sem hafði veist að öðrum með exi. Hinn grunaði gaf sig fram og gistir nú fangageymslur lögreglu. Þá óskuðu dyraverðir á veitingahúsi eftir aðstoð lögreglu vegna manns sem lét öllum illum látum og óskuðu eftir því að hann yrði fjarlægður af svæðinu. Í dagbókinni segir að maðurinn hafi verið „víðáttuölvaður“ og að hann hafi neitað að gefa upp nafn og kennitölu. Þá hafi lögregluþjónar reynt að fá manninn til þess að gefa upp heimilisfang, til þess að unnt væri að aka honum heim, en hann hafi einnig neitað að gefa það upp. „Ekki var hægt að skilja við manninn í þessu ástandi sökum ölvunar og var hann því vistaður í fangaklefa,“ segir í dagbókinni. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Sjá meira
Í dagbók lögreglu fyrir tímabilið segir að drengirnir hafi tvímennt á eitt rafmagnshlaupahjól og að þeir hafi komist undan en lögregla síðar haft hendur í hári þeirra. Málið sé nú til rannsóknar hjá lögreglu og komið á borð barnaverndar, enda séu drengirnir báðir undir lögaldri. Þá segir að einhverjir þeir sem vonuðust til þess að fá inngöngu að skemmtistaðnum sem um ræðir hafi þurft aðhlynningu eftir piparúðaárásina. Af öðrum verkefnum lögregluþjóna á stöð 1 við Hverfisgötu ber hæst að lögregluþjónar vísuðu manni út af heilbrigðisstofnun að ósk starfsfólks hennar. Sá hafði viðhaft ógnandi tilburði gagnvart starfsfólki. Þá leitar lögregla nú fingralangs manns sem braust inn í skartgripaverslun og hafði á brott með sér talsvert magn skartgripa. Veittist að manni með exi Lögreglunni á stöð 2, sem þjónustar Garðabæ og Hafnarfjörð, barst tilkynning um mann sem hafði veist að öðrum með exi. Hinn grunaði gaf sig fram og gistir nú fangageymslur lögreglu. Þá óskuðu dyraverðir á veitingahúsi eftir aðstoð lögreglu vegna manns sem lét öllum illum látum og óskuðu eftir því að hann yrði fjarlægður af svæðinu. Í dagbókinni segir að maðurinn hafi verið „víðáttuölvaður“ og að hann hafi neitað að gefa upp nafn og kennitölu. Þá hafi lögregluþjónar reynt að fá manninn til þess að gefa upp heimilisfang, til þess að unnt væri að aka honum heim, en hann hafi einnig neitað að gefa það upp. „Ekki var hægt að skilja við manninn í þessu ástandi sökum ölvunar og var hann því vistaður í fangaklefa,“ segir í dagbókinni.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Sjá meira