Sekta ekki strax fyrir notkun nagladekkja Máni Snær Þorláksson skrifar 15. apríl 2023 14:26 Síðasti dagurinn til að aka um á nagladekkjum fyrir sumarið er í dag samkvæmt reglugerð. Lögreglan hyggst þó ekki byrja að sekta fyrir notkun þeirra fyrr en í næsta mánuði. Vísir/Vilhelm Í dag er síðasti dagurinn sem aka má um á nagladekkjum samkvæmt reglugerð um gerð og búnað ökutækja. Lögreglan mun þó ekki byrja að sekta þau sem aka um á nagladekkjum á morgun, það verður ekki gert fyrr en í næsta mánuði. „Tími nagladekkja er liðinn.... þetta vorið,“ segir í upphafi færslu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Þrátt fyrir að miðað sé við að 15. apríl sé síðasti dagurinn sem bifreiðar mega aka um á nagladekkjum þá er lögreglan ekki að stressa sig um of á reglugerðinni. Lögreglan segir þó að það sé kjörið að koma sumardekkjunum undir bílinn „á næstu vikum.“ Þá bendir lögreglan á að stundum séu aðstæður þannig að fólk þurfi og vilji vera með nagladekkin lengur. Venjulega krefjist akstur á höfuðborgarsvæðinu þess þó ekki. „Lögreglan mun skoða nagladekkin hjá ökumönnum í næsta mánuði og vonandi verða þá allir komnir á sumardekkin.“ Vorboðinn ljúfi Fólk velti því fyrir sér í athugasemdakerfinu við færsluna hvort lögreglan ætlaði sér að byrja að sekta fyrir notkun nagladekkja á morgun. „Nei.... ekki á morgun....“ svaraði lögreglan þeirri spurningu. Í kjölfarið var færslan svo uppfærð og tekið fram að ekki yrði sektað strax. „Við munum ekki byrja að sekta fyrir notkun nagladekkja fyrr en í næsta mánuði eins og við gerum ár hvert. Við munum tilkynna það hér þegar munum byrja að á því að beita sektum eins og við höfum ætíð gert!“ Miklar umræður mynduðust þá í athugasemdakerfinu þar sem fólk skiptist á skoðunum um hvers vegna lögreglan ætti eða ætti ekki að sekta strax á morgun. Í einni athugasemd var umræðan svo kjörnuð ágætlega: „Ahhhh þessi umræða. Vorboðin ljúfi þegar nagladekkjaumræðan fer af stað.“ Nagladekk Lögreglumál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
„Tími nagladekkja er liðinn.... þetta vorið,“ segir í upphafi færslu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Þrátt fyrir að miðað sé við að 15. apríl sé síðasti dagurinn sem bifreiðar mega aka um á nagladekkjum þá er lögreglan ekki að stressa sig um of á reglugerðinni. Lögreglan segir þó að það sé kjörið að koma sumardekkjunum undir bílinn „á næstu vikum.“ Þá bendir lögreglan á að stundum séu aðstæður þannig að fólk þurfi og vilji vera með nagladekkin lengur. Venjulega krefjist akstur á höfuðborgarsvæðinu þess þó ekki. „Lögreglan mun skoða nagladekkin hjá ökumönnum í næsta mánuði og vonandi verða þá allir komnir á sumardekkin.“ Vorboðinn ljúfi Fólk velti því fyrir sér í athugasemdakerfinu við færsluna hvort lögreglan ætlaði sér að byrja að sekta fyrir notkun nagladekkja á morgun. „Nei.... ekki á morgun....“ svaraði lögreglan þeirri spurningu. Í kjölfarið var færslan svo uppfærð og tekið fram að ekki yrði sektað strax. „Við munum ekki byrja að sekta fyrir notkun nagladekkja fyrr en í næsta mánuði eins og við gerum ár hvert. Við munum tilkynna það hér þegar munum byrja að á því að beita sektum eins og við höfum ætíð gert!“ Miklar umræður mynduðust þá í athugasemdakerfinu þar sem fólk skiptist á skoðunum um hvers vegna lögreglan ætti eða ætti ekki að sekta strax á morgun. Í einni athugasemd var umræðan svo kjörnuð ágætlega: „Ahhhh þessi umræða. Vorboðin ljúfi þegar nagladekkjaumræðan fer af stað.“
Nagladekk Lögreglumál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira