Ráðgjafi ákærður fyrir morð á milljarðamæringi Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2023 23:48 Londor Breed, borgarstjóri San Francisco, (t.v.), William Scott, lögreglustjóri borgarinnar, og Brooke Jenkins, umdæmissaksóknari í borginni á blaðamannafundi um morðið á Bob Lee í dag. AP/Godofredo A. Vásquez Lögreglan í San Francisco í Bandaríkjunum segist hafa handtekið og ákært tölvuráðgjafa fyrir morðið á Bob Lee, stofnanda greiðsluforritsins Cash App. Lee var stunginn til bana í borginni í síðustu viku. Nima Momeni, 38 ára gamall tölvuráðgjafi, var handtekinn í úthverfi San Francisco í morgun. Hann er grunaður um morðið á Lee. Lögreglan vill ekki segja hvernig mennirnir tengdust eða hvert tilefni morðsins var. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að Lee og Momeni hafi þekkst. Lee var 43 ára gamall og tveggja barna faðir. Vinir hans og samstarfsmenn hafa lofað hann sem eldkláran og höfðinglegan mann. Lee er helst þekktur fyrir að þróa Cash App þegar hann var yfirmaður tæknimála hjá greiðslumiðlunarfyrirtækinu Square sem nú gengur undir nafninu Block. Fyrir andlátið vann hann í rafmyntabransanum. Momeni lýsir sjálfum sér sem tölvuráðgjafa og frumkvöðli á samfélagsmiðlinum Linkedin. Hann segist þar jafnframt eigandi fyrirtækis sem nefnist Expand IT. AP-fréttastofan segir að Momeni hafi verið kærður fyrir ólöglegan vopnaburð þegar hann var tekinn með fjaðurhníf árið 2011. Málinu gegn honum var vísað frá eftir að hann gerði sátt. Elon Musk, eigandi Twitter, var á meðal þeirra sem hörmuðu dauða Lee. Hann notaði hins vegar einnig tækifærið til þess að bauna á borgaryfirvöld vegna meints andvaraleysis þeirra gagnvart glæpum. Hélt hann því fram að hryllilega mikið væri um glæpi í borginni og jafnvel þegar glæpamenn væru gripnir væri þeim iðulega sleppt strax. London Breed, borgarstjóri, sagði yfirlýsingar Musk glannalega og ábyrgðarlausar og að þær gæfu heimsbyggðinni falska mynd af borginni. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Sjá meira
Nima Momeni, 38 ára gamall tölvuráðgjafi, var handtekinn í úthverfi San Francisco í morgun. Hann er grunaður um morðið á Lee. Lögreglan vill ekki segja hvernig mennirnir tengdust eða hvert tilefni morðsins var. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að Lee og Momeni hafi þekkst. Lee var 43 ára gamall og tveggja barna faðir. Vinir hans og samstarfsmenn hafa lofað hann sem eldkláran og höfðinglegan mann. Lee er helst þekktur fyrir að þróa Cash App þegar hann var yfirmaður tæknimála hjá greiðslumiðlunarfyrirtækinu Square sem nú gengur undir nafninu Block. Fyrir andlátið vann hann í rafmyntabransanum. Momeni lýsir sjálfum sér sem tölvuráðgjafa og frumkvöðli á samfélagsmiðlinum Linkedin. Hann segist þar jafnframt eigandi fyrirtækis sem nefnist Expand IT. AP-fréttastofan segir að Momeni hafi verið kærður fyrir ólöglegan vopnaburð þegar hann var tekinn með fjaðurhníf árið 2011. Málinu gegn honum var vísað frá eftir að hann gerði sátt. Elon Musk, eigandi Twitter, var á meðal þeirra sem hörmuðu dauða Lee. Hann notaði hins vegar einnig tækifærið til þess að bauna á borgaryfirvöld vegna meints andvaraleysis þeirra gagnvart glæpum. Hélt hann því fram að hryllilega mikið væri um glæpi í borginni og jafnvel þegar glæpamenn væru gripnir væri þeim iðulega sleppt strax. London Breed, borgarstjóri, sagði yfirlýsingar Musk glannalega og ábyrgðarlausar og að þær gæfu heimsbyggðinni falska mynd af borginni.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Sjá meira