Ráðgjafi ákærður fyrir morð á milljarðamæringi Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2023 23:48 Londor Breed, borgarstjóri San Francisco, (t.v.), William Scott, lögreglustjóri borgarinnar, og Brooke Jenkins, umdæmissaksóknari í borginni á blaðamannafundi um morðið á Bob Lee í dag. AP/Godofredo A. Vásquez Lögreglan í San Francisco í Bandaríkjunum segist hafa handtekið og ákært tölvuráðgjafa fyrir morðið á Bob Lee, stofnanda greiðsluforritsins Cash App. Lee var stunginn til bana í borginni í síðustu viku. Nima Momeni, 38 ára gamall tölvuráðgjafi, var handtekinn í úthverfi San Francisco í morgun. Hann er grunaður um morðið á Lee. Lögreglan vill ekki segja hvernig mennirnir tengdust eða hvert tilefni morðsins var. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að Lee og Momeni hafi þekkst. Lee var 43 ára gamall og tveggja barna faðir. Vinir hans og samstarfsmenn hafa lofað hann sem eldkláran og höfðinglegan mann. Lee er helst þekktur fyrir að þróa Cash App þegar hann var yfirmaður tæknimála hjá greiðslumiðlunarfyrirtækinu Square sem nú gengur undir nafninu Block. Fyrir andlátið vann hann í rafmyntabransanum. Momeni lýsir sjálfum sér sem tölvuráðgjafa og frumkvöðli á samfélagsmiðlinum Linkedin. Hann segist þar jafnframt eigandi fyrirtækis sem nefnist Expand IT. AP-fréttastofan segir að Momeni hafi verið kærður fyrir ólöglegan vopnaburð þegar hann var tekinn með fjaðurhníf árið 2011. Málinu gegn honum var vísað frá eftir að hann gerði sátt. Elon Musk, eigandi Twitter, var á meðal þeirra sem hörmuðu dauða Lee. Hann notaði hins vegar einnig tækifærið til þess að bauna á borgaryfirvöld vegna meints andvaraleysis þeirra gagnvart glæpum. Hélt hann því fram að hryllilega mikið væri um glæpi í borginni og jafnvel þegar glæpamenn væru gripnir væri þeim iðulega sleppt strax. London Breed, borgarstjóri, sagði yfirlýsingar Musk glannalega og ábyrgðarlausar og að þær gæfu heimsbyggðinni falska mynd af borginni. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Nima Momeni, 38 ára gamall tölvuráðgjafi, var handtekinn í úthverfi San Francisco í morgun. Hann er grunaður um morðið á Lee. Lögreglan vill ekki segja hvernig mennirnir tengdust eða hvert tilefni morðsins var. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að Lee og Momeni hafi þekkst. Lee var 43 ára gamall og tveggja barna faðir. Vinir hans og samstarfsmenn hafa lofað hann sem eldkláran og höfðinglegan mann. Lee er helst þekktur fyrir að þróa Cash App þegar hann var yfirmaður tæknimála hjá greiðslumiðlunarfyrirtækinu Square sem nú gengur undir nafninu Block. Fyrir andlátið vann hann í rafmyntabransanum. Momeni lýsir sjálfum sér sem tölvuráðgjafa og frumkvöðli á samfélagsmiðlinum Linkedin. Hann segist þar jafnframt eigandi fyrirtækis sem nefnist Expand IT. AP-fréttastofan segir að Momeni hafi verið kærður fyrir ólöglegan vopnaburð þegar hann var tekinn með fjaðurhníf árið 2011. Málinu gegn honum var vísað frá eftir að hann gerði sátt. Elon Musk, eigandi Twitter, var á meðal þeirra sem hörmuðu dauða Lee. Hann notaði hins vegar einnig tækifærið til þess að bauna á borgaryfirvöld vegna meints andvaraleysis þeirra gagnvart glæpum. Hélt hann því fram að hryllilega mikið væri um glæpi í borginni og jafnvel þegar glæpamenn væru gripnir væri þeim iðulega sleppt strax. London Breed, borgarstjóri, sagði yfirlýsingar Musk glannalega og ábyrgðarlausar og að þær gæfu heimsbyggðinni falska mynd af borginni.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent