Þar kom fram að hefja ætti framleiðslu á þáttum sem kallast „A knight of the Seven Kingdoms: The Hedge Knight“. Þeir byggja á smásögum sem George R.R. Martin hefur skrifað og gerast um hundrað árum fyrir Game of Thrones.
Sagan fylgir eftir riddaranum Ser Duncan the Tall, sem kallast Dunk, og Aegon V Targaryen, sem kallast Egg og er skjaldsveinn Dunk.
Einnig er vert að benda á að tökur á annarri þáttaröð af House of the Dragon hófust á dögunum.
Fyrsta stikla True Detective var einnig sýnd á kynningunni í gær.
Ekki liggur fyrir hvenær Max verður aðgengilegt á Íslandi. HBO Max átti að koma til Íslands árið 2024.
Sjá einnig: HBO Max ekki væntanleg til Íslands fyrr en 2024
Einnig var tilkynnt í gær að gera ætti þætti um Harry Potter. Hinir nýju þættir um Harry Potter eiga að byggja á sömu bókum og myndirnar gera og stendur til að gera eina þáttaröð um hverja bók um galdrastrákinn fræga og ævintýri hans.
Forsvarsmenn Max tilkynntu einnig í gær að gera ætti þætti sem byggja á Mörgæsarmanninum í myndinni The Batman og mun Colin Farrell snúa aftur til að leika þennan fræga óvin Leðurblökumannsins.
Stikla þáttanna The Regime var einnig sýnd í gær. Með Kate Winslet í aðalhlutverki.
Þá var tilkynnt að verið væri að gera nýja grínþætti sem tengjast Big Bang Theory. Eins og með þættina um Dunk og Egg og Harry Potter var ekkert myndefni sýnt þar.
On May 23, HBO Max is becoming Max The One To Watch for all of HBO, hit series, movies, reality, and more. #StreamOnMax pic.twitter.com/GYJ4yJtkhG
— HBO Max (@hbomax) April 12, 2023