Hún ræddi við konur sem stunda mismunandi hreyfingu eins og súlufitness, kraftlyftingar og samkvæmisdansa.
Einnig kíktu hún á kvennakraftsnámkeiðin hjá Primal Iceland, ræddi við heilsuráðgjafa og þjálfara og rýndi í taugakerfið í tengslum við hreyfingu og andlega líðan.
Anna Lóa Vilmundardóttir er ein af þeim sem stundar súlufitness og rekur hún loftfimleikastúdíóið Eríal Pole í Reykjavík. Sjálf hefur hún verið í súlufitness síðan 2009.
„Í súludansi getur fólk verið klætt eins og það vill en í súlufitness er best að vera í stuttbuxum og topp því að ber húð gefur besta gripið á súlunni. Við þurfum því að vera svolítið fáklædd þessu. Við erum ekkert í minni fötum en í sundi eða á frjálsíþróttamótum,“ segir Anna Lóa. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins.