Áskorun til heilbrigðisráðherra Emma Marie Swift skrifar 11. apríl 2023 16:01 Á dögunum vakti Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður athygli heilbrigðisráðherra á því að nýir foreldrar á Íslandi sitja ekki allir við sama borð þegar kemur að heimavitjunum ljósmæðra, eða því sem kallað er heimaþjónusta í sængurlegu. Hér er um að ræða kerfi sem hefur reynst vel og virkar þannig að þegar foreldrar eignast barn og fara heim af fæðingarstað, þá er þeim úthlutað ljósmóður sem vitjar þeirra heima fyrstu tíu dagana eftir fæðingu. Hlutverk hennar er m.a. að fylgjast með líkamlegri og andlegri líðan móður, styðja við foreldra í nýju hlutverki, svara spurningum og gefa góð ráð. Hún fylgist einnig með heilsu og líðan barnsins og aðstoðar við brjóstagjöf ef á þarf að halda. Yfirleitt sinnir sama ljósmóðir fjölskyldunni þessa fyrstu tíu daga og myndast oft með þeim traust og gott samband. Sýnt hefur verið fram á með fjöldamörgum rannsóknum að stuðningur, ráðgjöf og fræðsla á þessum fyrstu dögum eftir fæðingu er mikilvæg bæði móður og barni – og í raun fjölskyldunni allri. Það kemur eflaust mörgum á óvart að hér sitja ekki allir foreldrar á Íslandi við sama borð. Eins furðulegt og það kann að virðast er þessi þjónusta einungis veitt mæðrum og nýburum sem útskrifast af fæðingarstað innan 72 klukkustunda frá fæðingu. Það sem þetta þýðir er að ef fylgjast þarf með heilsu og líðan móður og/eða barns í meira en 72 klukkustundir á sængurlegudeild eða vökudeild þá fara þau heim að eftirliti loknu án þess að fá heimaþjónustu ljósmóður – en á sama tíma fá hraustar mæður með heilbrigða nýbura heimaþjónustu allt að tíu dögum eftir fæðingu. Þetta er auðvitað öfugsnúið og ósanngjarnt. Ég skora á heilbrigðisráðherra að bregðast við fyrirspurn Jóhanns Páls og leiðrétta þessa mismunun á réttindum og aðstæðum nýrra foreldra á Íslandi. Höfundur er ljósmóðir á Fæðingarheimili Reykjavíkur og lektor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Börn og uppeldi Heilbrigðismál Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum vakti Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður athygli heilbrigðisráðherra á því að nýir foreldrar á Íslandi sitja ekki allir við sama borð þegar kemur að heimavitjunum ljósmæðra, eða því sem kallað er heimaþjónusta í sængurlegu. Hér er um að ræða kerfi sem hefur reynst vel og virkar þannig að þegar foreldrar eignast barn og fara heim af fæðingarstað, þá er þeim úthlutað ljósmóður sem vitjar þeirra heima fyrstu tíu dagana eftir fæðingu. Hlutverk hennar er m.a. að fylgjast með líkamlegri og andlegri líðan móður, styðja við foreldra í nýju hlutverki, svara spurningum og gefa góð ráð. Hún fylgist einnig með heilsu og líðan barnsins og aðstoðar við brjóstagjöf ef á þarf að halda. Yfirleitt sinnir sama ljósmóðir fjölskyldunni þessa fyrstu tíu daga og myndast oft með þeim traust og gott samband. Sýnt hefur verið fram á með fjöldamörgum rannsóknum að stuðningur, ráðgjöf og fræðsla á þessum fyrstu dögum eftir fæðingu er mikilvæg bæði móður og barni – og í raun fjölskyldunni allri. Það kemur eflaust mörgum á óvart að hér sitja ekki allir foreldrar á Íslandi við sama borð. Eins furðulegt og það kann að virðast er þessi þjónusta einungis veitt mæðrum og nýburum sem útskrifast af fæðingarstað innan 72 klukkustunda frá fæðingu. Það sem þetta þýðir er að ef fylgjast þarf með heilsu og líðan móður og/eða barns í meira en 72 klukkustundir á sængurlegudeild eða vökudeild þá fara þau heim að eftirliti loknu án þess að fá heimaþjónustu ljósmóður – en á sama tíma fá hraustar mæður með heilbrigða nýbura heimaþjónustu allt að tíu dögum eftir fæðingu. Þetta er auðvitað öfugsnúið og ósanngjarnt. Ég skora á heilbrigðisráðherra að bregðast við fyrirspurn Jóhanns Páls og leiðrétta þessa mismunun á réttindum og aðstæðum nýrra foreldra á Íslandi. Höfundur er ljósmóðir á Fæðingarheimili Reykjavíkur og lektor við Háskóla Íslands.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar