Hækkar yfirdráttinn til að sjá tvíburana sína á EM Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2023 07:30 Snædís María Jörundsdóttir með boltann í leik með Stjörnunni í fyrra. Hún er á leið á EM í sumar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Fótboltatvíburar úr Garðabæ munu spila fyrir Íslands hönd í lokakeppnum Evrópumóts U19-landsliða í sumar. Þau Snædís María og Sigurbergur Áki eiga ekki langt að sækja íþróttahæfileikana. Það telst til mikilla tíðinda að Ísland komist í lokakeppni EM í fótbolta en í sumar munu bæði U19-landslið kvenna og karla spila þar. Karlaliðið spilar á Möltu á mótinu sem fram fer 3.-16. júlí en kvennaliðið í Belgíu 18.-30. júlí. Þetta þýðir að EM-ævintýri verður stór hluti af sumrinu hjá fjölskyldu þeirra Snædísar og Sigurbergs en foreldrar þeirra eru Herdís Sigurbergsdóttir og Jörundur Áki Sveinsson. Herdís er fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta og Jörundur Áki þjálfaði á sínum tíma meðal annars kvennalandslið Íslands í fótbolta og er í dag yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ. Foreldrarnir ætla sér að sjálfsögðu að vera á báðum mótum og fylgja tvíburunum eftir. „Ég er að fara að hækka yfirdráttinn og verð á Möltu og í Belgíu allan júlímánuð,“ segir Herdís í samtali við RÚV. Hún var viðstödd í Danmörku á dögunum þegar íslensku stelpurnar tryggðu sig inn á EM og hún var einnig í Englandi þegar strákaliðið kom sér á sitt EM. Jörundur Áki segir við RÚV að hann búist einnig við því að mæta á bæði mótin. „Ég reikna með því starfsins vegna en færi að sjálfsögðu út sem stoltur faðir,“ segir Jörundur. Sigurbergur og Snædís, sem urðu 19 ára í síðasta mánuði, spila bæði með Stjörnunni. Sigurbergur kom inn á sem varamaður í tapinu gegn Víkingi í gær, í fyrstu umferð Bestu deildar karla, en hann var að láni hjá Gróttu í Lengjudeildinni í fyrra. Snædís var að láni hjá Keflavík seinni hluta síðustu leiktíðar en hefur þegar leikið 37 leiki í efstu deild og þar af eru 30 fyrir Stjörnuna. Hún hefur leikið 13 leiki fyrir U19-landsliðið og skorað í þeim 5 mörk, og Sigurbergur á að baki 10 leiki fyrir U19-landsliðið. Þess má geta að Sigurbergur og Snædís eru ekki einu systkinin sem búast má við að spili á Evrópumótunum í sumar því þau Orri Steinn og Emelía Óskarsbörn verða þar eflaust einnig. Þau eru börn Laufeyjar Kristjánsdóttur og Óskars Hrafns Þorvaldssonar sem stýrir Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deild karla. Stjarnan Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Það telst til mikilla tíðinda að Ísland komist í lokakeppni EM í fótbolta en í sumar munu bæði U19-landslið kvenna og karla spila þar. Karlaliðið spilar á Möltu á mótinu sem fram fer 3.-16. júlí en kvennaliðið í Belgíu 18.-30. júlí. Þetta þýðir að EM-ævintýri verður stór hluti af sumrinu hjá fjölskyldu þeirra Snædísar og Sigurbergs en foreldrar þeirra eru Herdís Sigurbergsdóttir og Jörundur Áki Sveinsson. Herdís er fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta og Jörundur Áki þjálfaði á sínum tíma meðal annars kvennalandslið Íslands í fótbolta og er í dag yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ. Foreldrarnir ætla sér að sjálfsögðu að vera á báðum mótum og fylgja tvíburunum eftir. „Ég er að fara að hækka yfirdráttinn og verð á Möltu og í Belgíu allan júlímánuð,“ segir Herdís í samtali við RÚV. Hún var viðstödd í Danmörku á dögunum þegar íslensku stelpurnar tryggðu sig inn á EM og hún var einnig í Englandi þegar strákaliðið kom sér á sitt EM. Jörundur Áki segir við RÚV að hann búist einnig við því að mæta á bæði mótin. „Ég reikna með því starfsins vegna en færi að sjálfsögðu út sem stoltur faðir,“ segir Jörundur. Sigurbergur og Snædís, sem urðu 19 ára í síðasta mánuði, spila bæði með Stjörnunni. Sigurbergur kom inn á sem varamaður í tapinu gegn Víkingi í gær, í fyrstu umferð Bestu deildar karla, en hann var að láni hjá Gróttu í Lengjudeildinni í fyrra. Snædís var að láni hjá Keflavík seinni hluta síðustu leiktíðar en hefur þegar leikið 37 leiki í efstu deild og þar af eru 30 fyrir Stjörnuna. Hún hefur leikið 13 leiki fyrir U19-landsliðið og skorað í þeim 5 mörk, og Sigurbergur á að baki 10 leiki fyrir U19-landsliðið. Þess má geta að Sigurbergur og Snædís eru ekki einu systkinin sem búast má við að spili á Evrópumótunum í sumar því þau Orri Steinn og Emelía Óskarsbörn verða þar eflaust einnig. Þau eru börn Laufeyjar Kristjánsdóttur og Óskars Hrafns Þorvaldssonar sem stýrir Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deild karla.
Stjarnan Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira