Eiga ekki pening fyrir öllu skólaárinu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 10. apríl 2023 11:30 Tæplega 1.400 manns hafa skrifað undir áskorun til menntamálaráðherra að jafna stöðu listdansnáms. Arnar Halldórsson Félag íslenskra listdansara hefur sett á fót undirskriftalista til að skora á Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra að veita fjármunum til listdansnáms til samræmis við aðrar greinar. Greininni sé mismunað. „Ég velti því fyrir mér hvort áhuga og metnaðarleysið sé af því að þetta eru aðallega stúlkur,“ segir Guðmundur Helgason, skólastjóri Listdansskóla Íslands og stjórnarmaður í Félagi íslenskra listdansara. Tæplega 1.400 manns hafa skrifað undir áskorunina. „Við undirrituð skorum á háttvirtan mennta- og barnamálaráðherra að koma á réttmætum stuðningi við starfsemi listdansskóla vegna kennslu grunnnáms í listdansi. Mikið misræmi og ójafnræði ríkir í fjárúthlutunum ríkis og sveitarfélaga til listnáms og er aðstöðumunur listgreina mjög mikill er kemur að starfsumhverfi og aðbúnaði,“ segir við áskorunina. Einum ríkisskóla lokað en annar opnaður Árið 2006 var Listdansskóli Íslands tekinn af fjárlögum og námið gefið frjálst. Markaðurinn átti að sjá um greinina en löggjöf um fjármögnun var aldrei kláruð. Til stóð að skrifuð yrði sams konar lagaumgjörð og við tónlist. Síðan eru liðin 17 ár og 6 menntamálaráðherrar hafa setið á stóli. „Það er ekki verið að sinna einni grein en annarri er sinnt mjög vel,“ segir Guðmundur. Augljóst sé að verið sé að mismuna nemendum eftir greinum. Ráðamenn setji tíma og fjármuni í að setja lög um tónlistarskóla. Eftir að ríkisskóli í listdansi var lagður niður hafi svo ríkisskóli í tónlist, það er MÍT, verið settur á fót. Vilja ekki elítunám „Við eigum ekki pening fyrir öllu skólaárinu,“ segir Guðmundur um stöðu Listdansskóla Íslands sem er í dag sjálfseignarstofnun. „Menntamálaráðuneytið segist ætla að draga okkur að landi núna en svo er óvissa með næsta vetur. Við erum enn þá að bíða. Við áttum að fá svör í lok mars en nú er kominn apríl,“ segir hann. Guðmundur segir að frá ráðuneytinu hafi komið athugasemdir um að hækka skólagjöldin til að mæta fjármögnunarþörfinni. „Þá værum við komin með eitthvað elítunám sem aðeins efnað fólk hefur efni á,“ segir hann. „Það er ekki það sem við viljum. Hæfileikar liggja víða og börn eiga að fá að rækta þá. Efnahagur foreldra á að ekki að spila stórt hlutverk þar.“ Dans Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Er þetta ekki styrkt af því að þetta eru aðallega stúlkur?“ Skólastjóri Listdansskólans sakar stjórnvöld um að mismuna börnum eftir vali á tómstundum en framtíð skólans er í algjörri óvissu vegna fjárhagsörðugleika. Þá spyr hann hvort áhugaleysi ráðamanna skrifist á það að námið stunda aðallega stúlkur. Nemendur vilja að skólanum verði bjargað. 9. mars 2023 19:30 Sex ráðherrar ekki leyst vandann Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið. 8. mars 2023 16:41 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
„Ég velti því fyrir mér hvort áhuga og metnaðarleysið sé af því að þetta eru aðallega stúlkur,“ segir Guðmundur Helgason, skólastjóri Listdansskóla Íslands og stjórnarmaður í Félagi íslenskra listdansara. Tæplega 1.400 manns hafa skrifað undir áskorunina. „Við undirrituð skorum á háttvirtan mennta- og barnamálaráðherra að koma á réttmætum stuðningi við starfsemi listdansskóla vegna kennslu grunnnáms í listdansi. Mikið misræmi og ójafnræði ríkir í fjárúthlutunum ríkis og sveitarfélaga til listnáms og er aðstöðumunur listgreina mjög mikill er kemur að starfsumhverfi og aðbúnaði,“ segir við áskorunina. Einum ríkisskóla lokað en annar opnaður Árið 2006 var Listdansskóli Íslands tekinn af fjárlögum og námið gefið frjálst. Markaðurinn átti að sjá um greinina en löggjöf um fjármögnun var aldrei kláruð. Til stóð að skrifuð yrði sams konar lagaumgjörð og við tónlist. Síðan eru liðin 17 ár og 6 menntamálaráðherrar hafa setið á stóli. „Það er ekki verið að sinna einni grein en annarri er sinnt mjög vel,“ segir Guðmundur. Augljóst sé að verið sé að mismuna nemendum eftir greinum. Ráðamenn setji tíma og fjármuni í að setja lög um tónlistarskóla. Eftir að ríkisskóli í listdansi var lagður niður hafi svo ríkisskóli í tónlist, það er MÍT, verið settur á fót. Vilja ekki elítunám „Við eigum ekki pening fyrir öllu skólaárinu,“ segir Guðmundur um stöðu Listdansskóla Íslands sem er í dag sjálfseignarstofnun. „Menntamálaráðuneytið segist ætla að draga okkur að landi núna en svo er óvissa með næsta vetur. Við erum enn þá að bíða. Við áttum að fá svör í lok mars en nú er kominn apríl,“ segir hann. Guðmundur segir að frá ráðuneytinu hafi komið athugasemdir um að hækka skólagjöldin til að mæta fjármögnunarþörfinni. „Þá værum við komin með eitthvað elítunám sem aðeins efnað fólk hefur efni á,“ segir hann. „Það er ekki það sem við viljum. Hæfileikar liggja víða og börn eiga að fá að rækta þá. Efnahagur foreldra á að ekki að spila stórt hlutverk þar.“
Dans Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Er þetta ekki styrkt af því að þetta eru aðallega stúlkur?“ Skólastjóri Listdansskólans sakar stjórnvöld um að mismuna börnum eftir vali á tómstundum en framtíð skólans er í algjörri óvissu vegna fjárhagsörðugleika. Þá spyr hann hvort áhugaleysi ráðamanna skrifist á það að námið stunda aðallega stúlkur. Nemendur vilja að skólanum verði bjargað. 9. mars 2023 19:30 Sex ráðherrar ekki leyst vandann Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið. 8. mars 2023 16:41 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
„Er þetta ekki styrkt af því að þetta eru aðallega stúlkur?“ Skólastjóri Listdansskólans sakar stjórnvöld um að mismuna börnum eftir vali á tómstundum en framtíð skólans er í algjörri óvissu vegna fjárhagsörðugleika. Þá spyr hann hvort áhugaleysi ráðamanna skrifist á það að námið stunda aðallega stúlkur. Nemendur vilja að skólanum verði bjargað. 9. mars 2023 19:30
Sex ráðherrar ekki leyst vandann Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið. 8. mars 2023 16:41