„Þetta var allt annað varnarlega“ Jakob Snævar Ólafsson skrifar 9. apríl 2023 20:54 Hörður Axel þjálfar meistaraflokk kvenna hjá Keflavík og spilar með meistaraflokki karla. Vísir/Bára Dröfn Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur í Subway deild kvenna, var að vonum sáttur við stórsigur síns liðs á Njarðvík 79-52 í þriðja leik liðanna í undanúrslitum deildarinnar. Leikurinn fór fram á heimavelli Keflvíkinga, Blue-höllinni, og að honum loknum leiðir Keflavík einvígið með tvo sigra gegn einum hjá Njarðvík. Í viðtali við fréttamann Vísis var Hörður fyrst spurður hvað honum hafði þótt lið sitt gera betur en í öðrum leik liðanna þar sem Keflavík beið ósigur 85-89. „Þetta var allt annað varnarlega. Við náðum að halda þeim betur fyrir framan okkur og það er það helsta sem við bættum varnarlega. Sóknarlega vorum við að deila boltanum betur, fá hann þar sem við viljum fá hann og skjóta með sjálfstrausti.“ Af leiknum að dæma virðast Keflvíkingar vera búnir að lesa leik Njarðvíkinga og þær breytingar sem urðu á honum eftir að stigahæsti leikmaður Njarðvíkur, Aliyah Collier, lenti á meiðslalistanum. „Við erum búin að fara vel yfir þær eins og þær yfir okkur. Ég tel mig vita hvað þær geta.“ Það voru fleiri leikmenn Keflavíkur að skila betri tölum en í leik tvö og Daniela Morillo axlaði ekki eins stóran hluta byrðanna og þá. Hörður tók undir að það væri mikilvægt að sem flestir leikmenn Keflavíkur skiluðu sem mestu framlagi. „Jú, auðvitað. Við erum búin að standa fyrir það í vetur að það eru margar stelpur sem leggja í púkkið, það eru margar sem stíga upp og ekki alltaf þær sömu í hverjum leik. Í dag voru fullt af stelpum sem áttu skínandi leik og geisla af sjálfstrausti sem að skiptir miklu máli.“ Hörður var því næst spurður um fjórða leik liðanna sem er framundan en þá getur Keflavík unnið einvígið og tryggt sér sæti í úrslitaeinvígi deildarinnar. „Það verður miklu erfiðari leikur heldur en þessi. Við þurfum að fara vel yfir þennan leik sem og fyrri leikina og vera tilbúin alveg frá byrjun á fimmtudaginn. Við förum í alla leiki til að vinna og sá næsti er engin undantekning. Við vitum það að Njarðvík mun spila mun betur, vera aggressífari og vera meira „physical“ sem við verðum tilbúnar í,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum. Keflavík ÍF Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 79-52 | Keflavíkurkonur rúlluðu yfir Njarðvík Keflavík er komið yfir í einvíginu gegn Njarðvík í Subway deildinni. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 9. apríl 2023 19:41 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Leikurinn fór fram á heimavelli Keflvíkinga, Blue-höllinni, og að honum loknum leiðir Keflavík einvígið með tvo sigra gegn einum hjá Njarðvík. Í viðtali við fréttamann Vísis var Hörður fyrst spurður hvað honum hafði þótt lið sitt gera betur en í öðrum leik liðanna þar sem Keflavík beið ósigur 85-89. „Þetta var allt annað varnarlega. Við náðum að halda þeim betur fyrir framan okkur og það er það helsta sem við bættum varnarlega. Sóknarlega vorum við að deila boltanum betur, fá hann þar sem við viljum fá hann og skjóta með sjálfstrausti.“ Af leiknum að dæma virðast Keflvíkingar vera búnir að lesa leik Njarðvíkinga og þær breytingar sem urðu á honum eftir að stigahæsti leikmaður Njarðvíkur, Aliyah Collier, lenti á meiðslalistanum. „Við erum búin að fara vel yfir þær eins og þær yfir okkur. Ég tel mig vita hvað þær geta.“ Það voru fleiri leikmenn Keflavíkur að skila betri tölum en í leik tvö og Daniela Morillo axlaði ekki eins stóran hluta byrðanna og þá. Hörður tók undir að það væri mikilvægt að sem flestir leikmenn Keflavíkur skiluðu sem mestu framlagi. „Jú, auðvitað. Við erum búin að standa fyrir það í vetur að það eru margar stelpur sem leggja í púkkið, það eru margar sem stíga upp og ekki alltaf þær sömu í hverjum leik. Í dag voru fullt af stelpum sem áttu skínandi leik og geisla af sjálfstrausti sem að skiptir miklu máli.“ Hörður var því næst spurður um fjórða leik liðanna sem er framundan en þá getur Keflavík unnið einvígið og tryggt sér sæti í úrslitaeinvígi deildarinnar. „Það verður miklu erfiðari leikur heldur en þessi. Við þurfum að fara vel yfir þennan leik sem og fyrri leikina og vera tilbúin alveg frá byrjun á fimmtudaginn. Við förum í alla leiki til að vinna og sá næsti er engin undantekning. Við vitum það að Njarðvík mun spila mun betur, vera aggressífari og vera meira „physical“ sem við verðum tilbúnar í,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum.
Keflavík ÍF Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 79-52 | Keflavíkurkonur rúlluðu yfir Njarðvík Keflavík er komið yfir í einvíginu gegn Njarðvík í Subway deildinni. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 9. apríl 2023 19:41 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 79-52 | Keflavíkurkonur rúlluðu yfir Njarðvík Keflavík er komið yfir í einvíginu gegn Njarðvík í Subway deildinni. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 9. apríl 2023 19:41