Sjötíu ára afmæli Menntaskólans að Laugarvatni fagnað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. apríl 2023 13:04 Frú Vigdís Finnbogadóttir var heiðursgestur á 60 ára afmælishátíð Menntaskólans að Laugarvatni 12. apríl 2013. Hér er hún með fráfarandi skólameistara, Halldóri Páli Halldórssyni. Í ár verður Guðni Th. Jóhannesson, núverandi forseti Íslands sérstakur heiðursgestur á 70 ára afmæli skólans miðvikudaginn 12. apríl næstkomandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Menntaskólinn að Laugarvatni fagnar sjötíu ára afmæli sínu í vikunni, eða miðvikudaginn 12. apríl. Sérstök hátíðardagskrá verður að því tilefni þar sem forseti Íslands verður sérstakur heiðursgestur. Einnig verður opið hús í skólanum á afmælisdaginn þar sem öllum landsmönnum er boðið að koma í heimsókn til að skoða skólann, heimavistina og þiggja veitingar. Menntaskólinn á Laugarvatni var stofnaður 12. apríl 1953 og hefur starfað óslitið í að verða sjötíu ára. Í dag eru 130 nemendur í skólanum, sem búa á heimavist skólans. Mikið er lagt upp úr hátíðardagskránni á afmælisdaginn sjálfan miðvikudaginn 12. apríl, sem hefst klukkan 13:00 í íþróttahúsinu á Laugarvatni. Jóna Katrín Hilmarsdóttir er skólameistari Menntaskólans á Laugarvatni. „Það vita kannski ekki allir að Menntaskólinn að Laugarvatni er þriðji elsti framhaldsskóli landsins. Þannig að við ætlum að halda upp á þetta með hátíðarsamkomu í íþróttahúsinu á Laugarvatni og þar verða Guðni forseti íslenska lýðveldisins og fleiri bara mjög góðir gestir,“ segir Jóna Katrín og bætir við skemmtilegum fróðleiksmola. „Já, við fengum ábendingu frá nemanda að forsetaembættið íslenska og skólameistaraembættið á Laugarvatni eiga það sameiginlegt að það er sjötti skólameistarinn og sjötti forsetinn núna í embætti, sem er svona skemmtileg tilviljun.“ Um 130 nemendur eru nú í Menntaskólanum að Laugarvatni og búa þau í heimavist skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hefur skólinn mikið breyst á þessum sjötíu árum? „Já í rauninni gjörbreyst en að öðru leyti er þetta alltaf það sama. Andinn hérna, þessi samkennd, sem skapast á milli þeirra, sem dvelja í skólanum saman. Ég held að það sé bæði alveg einstakt og líka bara eitthvað, sem við höfum náð að halda í gegnum þessa sjö áratugi. Það eru ýmsar gamlar hefðir, sem hafa þurft að hverfa en nýjar komnar í staðinn. Þessi samheldni og þessi helstu manngildi, við höldum enn í þau. Og þetta líka að búa saman á heimavist í þrjú til fjögur ár, það skapar bara einhver tengsl þegar maður er á þessum aldri, já þetta eru vinatengsl, sem eru aldrei rofin held ég,“ segir Jóna Katrín. Svona lítur hátíðardagskráin út miðvikudaginn 12. apríl klukkan 13:00.Aðsend Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni.Aðsend Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Forseti Íslands Framhaldsskólar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Menntaskólinn á Laugarvatni var stofnaður 12. apríl 1953 og hefur starfað óslitið í að verða sjötíu ára. Í dag eru 130 nemendur í skólanum, sem búa á heimavist skólans. Mikið er lagt upp úr hátíðardagskránni á afmælisdaginn sjálfan miðvikudaginn 12. apríl, sem hefst klukkan 13:00 í íþróttahúsinu á Laugarvatni. Jóna Katrín Hilmarsdóttir er skólameistari Menntaskólans á Laugarvatni. „Það vita kannski ekki allir að Menntaskólinn að Laugarvatni er þriðji elsti framhaldsskóli landsins. Þannig að við ætlum að halda upp á þetta með hátíðarsamkomu í íþróttahúsinu á Laugarvatni og þar verða Guðni forseti íslenska lýðveldisins og fleiri bara mjög góðir gestir,“ segir Jóna Katrín og bætir við skemmtilegum fróðleiksmola. „Já, við fengum ábendingu frá nemanda að forsetaembættið íslenska og skólameistaraembættið á Laugarvatni eiga það sameiginlegt að það er sjötti skólameistarinn og sjötti forsetinn núna í embætti, sem er svona skemmtileg tilviljun.“ Um 130 nemendur eru nú í Menntaskólanum að Laugarvatni og búa þau í heimavist skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hefur skólinn mikið breyst á þessum sjötíu árum? „Já í rauninni gjörbreyst en að öðru leyti er þetta alltaf það sama. Andinn hérna, þessi samkennd, sem skapast á milli þeirra, sem dvelja í skólanum saman. Ég held að það sé bæði alveg einstakt og líka bara eitthvað, sem við höfum náð að halda í gegnum þessa sjö áratugi. Það eru ýmsar gamlar hefðir, sem hafa þurft að hverfa en nýjar komnar í staðinn. Þessi samheldni og þessi helstu manngildi, við höldum enn í þau. Og þetta líka að búa saman á heimavist í þrjú til fjögur ár, það skapar bara einhver tengsl þegar maður er á þessum aldri, já þetta eru vinatengsl, sem eru aldrei rofin held ég,“ segir Jóna Katrín. Svona lítur hátíðardagskráin út miðvikudaginn 12. apríl klukkan 13:00.Aðsend Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni.Aðsend
Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Forseti Íslands Framhaldsskólar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira