Samkvæmt heimildum danska fjölmiðilsins Tipsbladet hafa nokkur félög úr þýsku úrvalsdeildinni spurst fyrir um þennan nítján ára gamla Skagamann sem gerði nýjan fjögurra ára samning við Danmerkurmeistara FCK á dögunum.
Þrátt fyrir nýja samninginn er talið að tilboð gætu borist í sumar sem FCK sé einfaldlega ekki stætt á að hafna en síðan félagið hafnaði tilboði frá RB Salzburg upp á tvo milljarða íslenskra króna í byrjun árs hefur Hákon algjörlega sprungið út í dönsku úrvalsdeildinni og ljóst að verðmiðinn hefur hækkað verulega.
Hann skoraði í öllum þremur deildarleikjum liðsins í mars og gaf eina stoðsendingu að auki og var valinn bæði besti leikmaður og besti ungi leikmaður mánaðarins í deildinni.