Erfðamálin: Hægt að komast undan skuldum og ábyrgðum lána með opinberum skiptum Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. apríl 2023 08:01 Pétur Steinn Guðmundsson, lögmaður hjá Deloitte Legal og sérfræðingur í skattamálum, segir erfingja ekki í ábyrgðum fyrir skuldir eða ábyrgðir lána ef farið er í opinber skipti. Ef hins vegar er farið í einkaskipti, geta til dæmis ábyrgðir á lánum dúkkað upp mörgum árum eftir andlát ef tiltekið lán fer þá í vanskil. „Með því að fara með dánarbú í opinber skipti eru lögerfingjar í raun að lýsa því yfir að þeir ætla ekki að taka ábyrgð á skuldum hins látna, hvorki núna né til framtíðar,“ segir Pétur Steinn Guðmundsson lögmaður hjá Deloitte Legal og sérfræðingur í skattamálum meðal annars þegar erfðamálin eru rædd. Upp á síðkastið hafa ábyrgðir á námslánum verið til umfjöllunar þar sem fram hefur komið að hægt er að ganga á erfingja, hafi hinn látni verið ábyrgðarmaður á láni sem komið er í vanskil. Að sögn Pétur Steins á þetta reyndar við um allar skuldir og ábyrgðir sem hvíldu á hinum látna. Það er að segja: Ef farið er í einkaskipti. Áskorun er nýr efnisflokkur á Vísi þar sem við munum fjalla á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag ætlum við að fjalla um erfðamálin. Einkaskipt eða opinber skipti? Að sögn Péturs Steins er fyrsta ákvörðunin sem erfingjar þurfa að taka þegar ástvinur deyr, í hvers konar skipti á að fara á búinu. „Meginreglan er þessi: Þegar einhver deyr standa erfingjarnir frammi fyrir því að fara í einkaskipti eða opinber skipti. Þetta er fyrsta valið sem erfingjar standa frammi fyrir og lang algengast er að fólk velji að fara í einkaskipti.“ Nokkur munur er á því lagalega hvað felst í einkaskiptum og opinberum skiptum. „Einkaskipti þýðir að þá sjá erfingjarnir sjálfir um skiptin á dánarbúi eða fá fulltrúa til þess að sjá um þau mál fyrir sína hönd. Á meðan opinber skipti þýðir að skiptastjóri er skipaður af héraðsdómi yfir dánarbúinu og sér hann um öll atriðin er lúta að skiptunum, til dæmis með því að auglýsa formlega eftir því að öllum kröfum sé lýst í búið. Skiptastjóri er oftast lögmaður, en starfar ekki beint fyrir erfingjana heldur fyrir dánarbúið sem lýtur eftirliti dómsstóla,“ segir Pétur Steinn. Þegar farið er í einkaskipti, þurfa allir erfingjarnir að skrifa undir beiðni um að dánarbúið sé gert upp með einkaskiptum. „Þetta þýðir að með undirritun sinni staðfesta erfingjar að þeir ætla að taka við öllum skuldbindingum hins látna, hvort sem það eru lánaskuldir eða yfirdrættir, ábyrgðir á lánum eða aðrar skuldbindingar. Það sama á við um eignir viðkomandi.“ Pétur Steinn segir ábyrgðir af lánum stundum erfiðar að því leytinu til að þær eru ekki alltaf sýnilegar í upphafi. Segjum sem svo að hinn látni hafi skrifað upp á ábyrgð á láni fyrir mörgum árum síðan, jafnvel nokkrum áratugum eins og verið hefur til umfjöllunar upp á síðkastið. Ef tiltekið lán er ekki í vanskilum kann sú staða að koma upp að ábyrgðin á láninu dúkkar ekki upp fyrr en mörgum árum síðar, ef lánið fer í vanskil. Þá gerist það að það eru erfingjarnir sem eru ábyrgðarmenn lánsins.“ En eru einkaskipti þá áhættusamari en opinberu skiptin? „Það þarf alls ekki að vera svo því ástæðan fyrir því að fólk velur oftast einkaskipti er að í flestum tilfellum eru erfingjarnir með nokkuð góða mynd af fjármálum eða eigna- og skuldastöðu hins látna, t.d. í gegnum skattframtöl hins látna. Ef erfingjar telja sig hins vegar ekki búa yfir nægjanlega góðum upplýsingum um til dæmis skuldir eða aðrar kröfur, gæti verið æskilegri kostur að fara í opinber skipti.“ En hvað gerist með skuldir og til dæmis ábyrgðir lána ef farið er í opinber skipti? „Þegar erfingjar velja að fara í opinber skipti eru þeir að lýsa því yfir að þeir ætli ekki að taka ábyrgð á skuldum né kröfum á hinn látna, nú né í framtíðinni. Skiptastjóri þarf því að takast á við það hvernig meðhöndla þarf þau mál, en það sem gerist í þessu ferli er að skiptastjóri auglýsir eftir því að allir kröfuhafar lýsi kröfum í dánarbúið í innköllunarfresti. Sé það ekki gert fellur krafan niður gagnvart búinu sem þýðir að hvort sem það er skuld eða til dæmis ábyrgð á láni sem ekki er lýst í búið, verða erfingjarnir ekki krafðir um síðar.“ Það getur verið mjög flókið fyrir sambýlisfólk að reyna á það fyrir dómstólum að fá eignahlut sinn samþykktan eftir að sambýlismaki fellur frá ef eignir hafa ekki skilmerkilega verið skráðar rétt á aðila fyrir andlát. Þá þarf ekki nema einn lögerfingja til að setja sig upp á móti því að sambýlismaki sitji í óskiptu búi, þótt það hafi verið vilji hins látna. Réttindi erfingja og sambýlisfólks Lögerfingjar eru annars vegar börn hins látna og hins vegar maki, hafi hinn látni verið giftur. „Ef fólk er hins vegar ekki í hjónabandi eru það oftast börn hins látna sem erfa hann, ef þau eru til staðar. Ef börn eru ekki til staðar geta erfingjar orðið til dæmis foreldrar viðkomandi eða jafnvel systkini. Hér skiptir skráning eigna miklu máli því uppgjör búsins getur farið fram óháð því hver hefur lagt til hvað í búið. Þess vegna er svo mikilvægt að ef fólk er ekki gift, þá passi það upp á að skrá eignir til jafns eða í réttu hlutfalli, þannig að ekki komi til þess síðar að viðkomandi er réttindalaus þegar sambýlismaki fellur frá.“ Pétur Steinn segir reyndar hægt undir ákveðnum kringumstæðum að fara með mál fyrir dóm til að tryggja rétt eftirlifandi sambýlismaka og það séu ekki aðeins börnin eða aðrir erfingjar sem erfi viðkomandi, óháð sambýlismakanum. „Það er líka hægt að ráðstafa einum þriðja af arfi sem þýðir að fólk getur með erfðaskrá ákveðið að ráðstafa þriðjungi eignar til einhvers sem er utan lögerfingja og erfir þá hinn látna til viðbótar við lögerfingja.“ Sem gæti þá til dæmis átt við sambýlismaka eða stjúpbörn svo dæmi séu tekin. „Og það getur þurft að fara með mál fyrir dómstóla, til dæmis til að sanna að sambýlismaki hafi lagt meira til búsins og jafnvel til jafns við hinn látna, sem ekki kemur fram í skráningu, til að reyna að fá því hnekkt að erfingjar erfi viðkomandi og eftirlifandi sambýlismaki fái viðurkenningu á sínum hlut. En það getur oft verið nokkur flækja að reyna að fá þetta metið fyrir dómi.“ Í sjónvarpsþáttum og bíómyndum má sjá að fólk virðist geta ráðstafað sínum eignum að vild með erfðaskrá. Er það aldrei hægt hér? „Nei það er aðeins hægt að ráðstafa einum þriðja hluta með bréfarfi en íslensku erfðalögin eru líka frekar gömul og það er kannski helsta skýringin á því hvers vegna fólk hefur ekki heimild til þess að ráðstafa sínum eignum að vild,“ segir Pétur Steinn og bætir við: Ég þekki dæmi um að foreldrar hafa kannski ekki verið í sambandi við börn sín í mörg ár eða jafnvel áratugi. En hafa samt ekkert um það að segja að þau erfi viðkomandi.“ Þá segir Pétur Steinn fólk líka þurfa að hafa í huga að þótt til dæmis sambýlisfólk sé búið að semja um það sín á milli að það vilji að eftirlifandi sambýlismaki sitji í óskiptu búi, þá er engin heimild í erfðalögum til slíkrar setu. . „Til þess að sambýlismaki geti til dæmis búið áfram í fasteign sem er að hluta til í eigu dánarbús verða erfingjar að samþykkja að svo sé. Ef við gefum okkur það að eignarhald sé 50/50 á fasteign þá verður sambýlismakinn að fá leyfi nýrra eigenda til að búa í eigninni eða kaupa hana af erfingjum. Þetta getur því verið flókin staða hjá sambýlismaka ef ekki er góð sátt við erfingjana. Hér gætu sambýlisfólkið hafa gert erfðaskrá um gagnkvæman erfðarétt að þriðjungi eigna við fráfall þess skammlífari. Það gæti létt undir fyrir eftirlifandi sambýlismaka.“ Að þessu sögðu segir Pétur Steinn reyndar líka hægt að fara aðrar leiðir komi upp þessi staða þar sem lögerfingjar eru ekki sammála. „Ég hef alveg unnið í málum þar sem sú staða kemur upp hjá systkinum að einn lögerfingi vill leysa út sinn arf og samþykkir ekki að eftirlifandi maki sitji í óskiptu búi, sem hin systkinin vilja þó þar sem það hafi verið vilji hins látna. Í sumum svona málum hefur sú leið verið farin að arfur þess erfingja sem vill fá sinn hlut greiddan út, er gerður upp sérstaklega og þá þannig að þessi eini erfingi fær sinn arf greiddan strax en ekki síðar.“ Pétur Steinn segir í alla staði gott fyrir fólk að horfa til erfðamálanna, ekki síst ef fjölskyldumynstur er flókið, þegar fólk er skráð í sambúð en ekki gift eða þegar fólk er í samsettum fjölskyldum þar sem börnin eru fleiri. En hver erfir eignir ef það eru engir erfingjar né erfðaskrá? „Ríkið,“ svarar Pétur Steinn og segir alltaf eitthvað um það að ríkið erfi dánarbú, því staðreyndin sé sú að það er alltaf einhverjir sem eru einstæðingar, eiga ekki fjölskyldur og hafa jafnvel verið mjög nýtnir á fé. „En ég er ekki með neinar upplýsingar um það hversu mikið eða lítið þær fjárhæðir eru sem enda hjá ríkinu,“ segir Pétur Steinn. Fjölskyldumál Lögmennska Góðu ráðin Fjármál heimilisins Áskorun Tengdar fréttir Gæti þurft að greiða námslán manns sem hann er ekki í neinu sambandi við Einar Erlingsson óttast að þurfa einn daginn að bera ábyrgð á margra milljón króna námsláni manns sem hann er ekki í neinu sambandi við, en faðir Einars gekkst í ábyrgð fyrir láni mannsins áður en Einar fæddist. 4. apríl 2023 07:00 Þurfti að selja húsið til að greiða upp gamalt námslán sonar síns Sýslumaður hyggst framkvæma fjárnám hjá 82 ára gamalli konu vegna námslána sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum hjá syni sínum. Annar sonur konunnar segir skítt að þegar ábyrgðarmannakerfið var afnumið hafi það ekki náð til ábyrgða á lánum í vanskilum. Konan segir málið eyðileggja fyrir henni efri árin. 22. mars 2023 19:12 Lífið með Parkinson: „Þetta er ekki minningagrein“ „Þetta er ekki minningagrein. Mér finnst mikilvægt að hafa þetta skemmtilegt líka,“ segir Magnús Bragason þegar viðtalinu er að ljúka. 9. apríl 2023 07:00 Makamissir og veikindi: „Mér fannst aðalatriðið vera að hann kæmi heim“ „Ég var búin lifa það versta því það er ekkert verra en að missa barn. En munurinn var samt sá að þá héldum við Ási utan um hvort annað á næturnar og grétum saman. Núna var ég ein,“ segir Rúna Didriksen um sársaukann og sorgina sem fylgir því að missa maka sinn til áratuga, en Rúna missti einnig son í bílslysi árið 1987. 26. mars 2023 07:00 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Sjá meira
Upp á síðkastið hafa ábyrgðir á námslánum verið til umfjöllunar þar sem fram hefur komið að hægt er að ganga á erfingja, hafi hinn látni verið ábyrgðarmaður á láni sem komið er í vanskil. Að sögn Pétur Steins á þetta reyndar við um allar skuldir og ábyrgðir sem hvíldu á hinum látna. Það er að segja: Ef farið er í einkaskipti. Áskorun er nýr efnisflokkur á Vísi þar sem við munum fjalla á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag ætlum við að fjalla um erfðamálin. Einkaskipt eða opinber skipti? Að sögn Péturs Steins er fyrsta ákvörðunin sem erfingjar þurfa að taka þegar ástvinur deyr, í hvers konar skipti á að fara á búinu. „Meginreglan er þessi: Þegar einhver deyr standa erfingjarnir frammi fyrir því að fara í einkaskipti eða opinber skipti. Þetta er fyrsta valið sem erfingjar standa frammi fyrir og lang algengast er að fólk velji að fara í einkaskipti.“ Nokkur munur er á því lagalega hvað felst í einkaskiptum og opinberum skiptum. „Einkaskipti þýðir að þá sjá erfingjarnir sjálfir um skiptin á dánarbúi eða fá fulltrúa til þess að sjá um þau mál fyrir sína hönd. Á meðan opinber skipti þýðir að skiptastjóri er skipaður af héraðsdómi yfir dánarbúinu og sér hann um öll atriðin er lúta að skiptunum, til dæmis með því að auglýsa formlega eftir því að öllum kröfum sé lýst í búið. Skiptastjóri er oftast lögmaður, en starfar ekki beint fyrir erfingjana heldur fyrir dánarbúið sem lýtur eftirliti dómsstóla,“ segir Pétur Steinn. Þegar farið er í einkaskipti, þurfa allir erfingjarnir að skrifa undir beiðni um að dánarbúið sé gert upp með einkaskiptum. „Þetta þýðir að með undirritun sinni staðfesta erfingjar að þeir ætla að taka við öllum skuldbindingum hins látna, hvort sem það eru lánaskuldir eða yfirdrættir, ábyrgðir á lánum eða aðrar skuldbindingar. Það sama á við um eignir viðkomandi.“ Pétur Steinn segir ábyrgðir af lánum stundum erfiðar að því leytinu til að þær eru ekki alltaf sýnilegar í upphafi. Segjum sem svo að hinn látni hafi skrifað upp á ábyrgð á láni fyrir mörgum árum síðan, jafnvel nokkrum áratugum eins og verið hefur til umfjöllunar upp á síðkastið. Ef tiltekið lán er ekki í vanskilum kann sú staða að koma upp að ábyrgðin á láninu dúkkar ekki upp fyrr en mörgum árum síðar, ef lánið fer í vanskil. Þá gerist það að það eru erfingjarnir sem eru ábyrgðarmenn lánsins.“ En eru einkaskipti þá áhættusamari en opinberu skiptin? „Það þarf alls ekki að vera svo því ástæðan fyrir því að fólk velur oftast einkaskipti er að í flestum tilfellum eru erfingjarnir með nokkuð góða mynd af fjármálum eða eigna- og skuldastöðu hins látna, t.d. í gegnum skattframtöl hins látna. Ef erfingjar telja sig hins vegar ekki búa yfir nægjanlega góðum upplýsingum um til dæmis skuldir eða aðrar kröfur, gæti verið æskilegri kostur að fara í opinber skipti.“ En hvað gerist með skuldir og til dæmis ábyrgðir lána ef farið er í opinber skipti? „Þegar erfingjar velja að fara í opinber skipti eru þeir að lýsa því yfir að þeir ætli ekki að taka ábyrgð á skuldum né kröfum á hinn látna, nú né í framtíðinni. Skiptastjóri þarf því að takast á við það hvernig meðhöndla þarf þau mál, en það sem gerist í þessu ferli er að skiptastjóri auglýsir eftir því að allir kröfuhafar lýsi kröfum í dánarbúið í innköllunarfresti. Sé það ekki gert fellur krafan niður gagnvart búinu sem þýðir að hvort sem það er skuld eða til dæmis ábyrgð á láni sem ekki er lýst í búið, verða erfingjarnir ekki krafðir um síðar.“ Það getur verið mjög flókið fyrir sambýlisfólk að reyna á það fyrir dómstólum að fá eignahlut sinn samþykktan eftir að sambýlismaki fellur frá ef eignir hafa ekki skilmerkilega verið skráðar rétt á aðila fyrir andlát. Þá þarf ekki nema einn lögerfingja til að setja sig upp á móti því að sambýlismaki sitji í óskiptu búi, þótt það hafi verið vilji hins látna. Réttindi erfingja og sambýlisfólks Lögerfingjar eru annars vegar börn hins látna og hins vegar maki, hafi hinn látni verið giftur. „Ef fólk er hins vegar ekki í hjónabandi eru það oftast börn hins látna sem erfa hann, ef þau eru til staðar. Ef börn eru ekki til staðar geta erfingjar orðið til dæmis foreldrar viðkomandi eða jafnvel systkini. Hér skiptir skráning eigna miklu máli því uppgjör búsins getur farið fram óháð því hver hefur lagt til hvað í búið. Þess vegna er svo mikilvægt að ef fólk er ekki gift, þá passi það upp á að skrá eignir til jafns eða í réttu hlutfalli, þannig að ekki komi til þess síðar að viðkomandi er réttindalaus þegar sambýlismaki fellur frá.“ Pétur Steinn segir reyndar hægt undir ákveðnum kringumstæðum að fara með mál fyrir dóm til að tryggja rétt eftirlifandi sambýlismaka og það séu ekki aðeins börnin eða aðrir erfingjar sem erfi viðkomandi, óháð sambýlismakanum. „Það er líka hægt að ráðstafa einum þriðja af arfi sem þýðir að fólk getur með erfðaskrá ákveðið að ráðstafa þriðjungi eignar til einhvers sem er utan lögerfingja og erfir þá hinn látna til viðbótar við lögerfingja.“ Sem gæti þá til dæmis átt við sambýlismaka eða stjúpbörn svo dæmi séu tekin. „Og það getur þurft að fara með mál fyrir dómstóla, til dæmis til að sanna að sambýlismaki hafi lagt meira til búsins og jafnvel til jafns við hinn látna, sem ekki kemur fram í skráningu, til að reyna að fá því hnekkt að erfingjar erfi viðkomandi og eftirlifandi sambýlismaki fái viðurkenningu á sínum hlut. En það getur oft verið nokkur flækja að reyna að fá þetta metið fyrir dómi.“ Í sjónvarpsþáttum og bíómyndum má sjá að fólk virðist geta ráðstafað sínum eignum að vild með erfðaskrá. Er það aldrei hægt hér? „Nei það er aðeins hægt að ráðstafa einum þriðja hluta með bréfarfi en íslensku erfðalögin eru líka frekar gömul og það er kannski helsta skýringin á því hvers vegna fólk hefur ekki heimild til þess að ráðstafa sínum eignum að vild,“ segir Pétur Steinn og bætir við: Ég þekki dæmi um að foreldrar hafa kannski ekki verið í sambandi við börn sín í mörg ár eða jafnvel áratugi. En hafa samt ekkert um það að segja að þau erfi viðkomandi.“ Þá segir Pétur Steinn fólk líka þurfa að hafa í huga að þótt til dæmis sambýlisfólk sé búið að semja um það sín á milli að það vilji að eftirlifandi sambýlismaki sitji í óskiptu búi, þá er engin heimild í erfðalögum til slíkrar setu. . „Til þess að sambýlismaki geti til dæmis búið áfram í fasteign sem er að hluta til í eigu dánarbús verða erfingjar að samþykkja að svo sé. Ef við gefum okkur það að eignarhald sé 50/50 á fasteign þá verður sambýlismakinn að fá leyfi nýrra eigenda til að búa í eigninni eða kaupa hana af erfingjum. Þetta getur því verið flókin staða hjá sambýlismaka ef ekki er góð sátt við erfingjana. Hér gætu sambýlisfólkið hafa gert erfðaskrá um gagnkvæman erfðarétt að þriðjungi eigna við fráfall þess skammlífari. Það gæti létt undir fyrir eftirlifandi sambýlismaka.“ Að þessu sögðu segir Pétur Steinn reyndar líka hægt að fara aðrar leiðir komi upp þessi staða þar sem lögerfingjar eru ekki sammála. „Ég hef alveg unnið í málum þar sem sú staða kemur upp hjá systkinum að einn lögerfingi vill leysa út sinn arf og samþykkir ekki að eftirlifandi maki sitji í óskiptu búi, sem hin systkinin vilja þó þar sem það hafi verið vilji hins látna. Í sumum svona málum hefur sú leið verið farin að arfur þess erfingja sem vill fá sinn hlut greiddan út, er gerður upp sérstaklega og þá þannig að þessi eini erfingi fær sinn arf greiddan strax en ekki síðar.“ Pétur Steinn segir í alla staði gott fyrir fólk að horfa til erfðamálanna, ekki síst ef fjölskyldumynstur er flókið, þegar fólk er skráð í sambúð en ekki gift eða þegar fólk er í samsettum fjölskyldum þar sem börnin eru fleiri. En hver erfir eignir ef það eru engir erfingjar né erfðaskrá? „Ríkið,“ svarar Pétur Steinn og segir alltaf eitthvað um það að ríkið erfi dánarbú, því staðreyndin sé sú að það er alltaf einhverjir sem eru einstæðingar, eiga ekki fjölskyldur og hafa jafnvel verið mjög nýtnir á fé. „En ég er ekki með neinar upplýsingar um það hversu mikið eða lítið þær fjárhæðir eru sem enda hjá ríkinu,“ segir Pétur Steinn.
Fjölskyldumál Lögmennska Góðu ráðin Fjármál heimilisins Áskorun Tengdar fréttir Gæti þurft að greiða námslán manns sem hann er ekki í neinu sambandi við Einar Erlingsson óttast að þurfa einn daginn að bera ábyrgð á margra milljón króna námsláni manns sem hann er ekki í neinu sambandi við, en faðir Einars gekkst í ábyrgð fyrir láni mannsins áður en Einar fæddist. 4. apríl 2023 07:00 Þurfti að selja húsið til að greiða upp gamalt námslán sonar síns Sýslumaður hyggst framkvæma fjárnám hjá 82 ára gamalli konu vegna námslána sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum hjá syni sínum. Annar sonur konunnar segir skítt að þegar ábyrgðarmannakerfið var afnumið hafi það ekki náð til ábyrgða á lánum í vanskilum. Konan segir málið eyðileggja fyrir henni efri árin. 22. mars 2023 19:12 Lífið með Parkinson: „Þetta er ekki minningagrein“ „Þetta er ekki minningagrein. Mér finnst mikilvægt að hafa þetta skemmtilegt líka,“ segir Magnús Bragason þegar viðtalinu er að ljúka. 9. apríl 2023 07:00 Makamissir og veikindi: „Mér fannst aðalatriðið vera að hann kæmi heim“ „Ég var búin lifa það versta því það er ekkert verra en að missa barn. En munurinn var samt sá að þá héldum við Ási utan um hvort annað á næturnar og grétum saman. Núna var ég ein,“ segir Rúna Didriksen um sársaukann og sorgina sem fylgir því að missa maka sinn til áratuga, en Rúna missti einnig son í bílslysi árið 1987. 26. mars 2023 07:00 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Sjá meira
Gæti þurft að greiða námslán manns sem hann er ekki í neinu sambandi við Einar Erlingsson óttast að þurfa einn daginn að bera ábyrgð á margra milljón króna námsláni manns sem hann er ekki í neinu sambandi við, en faðir Einars gekkst í ábyrgð fyrir láni mannsins áður en Einar fæddist. 4. apríl 2023 07:00
Þurfti að selja húsið til að greiða upp gamalt námslán sonar síns Sýslumaður hyggst framkvæma fjárnám hjá 82 ára gamalli konu vegna námslána sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum hjá syni sínum. Annar sonur konunnar segir skítt að þegar ábyrgðarmannakerfið var afnumið hafi það ekki náð til ábyrgða á lánum í vanskilum. Konan segir málið eyðileggja fyrir henni efri árin. 22. mars 2023 19:12
Lífið með Parkinson: „Þetta er ekki minningagrein“ „Þetta er ekki minningagrein. Mér finnst mikilvægt að hafa þetta skemmtilegt líka,“ segir Magnús Bragason þegar viðtalinu er að ljúka. 9. apríl 2023 07:00
Makamissir og veikindi: „Mér fannst aðalatriðið vera að hann kæmi heim“ „Ég var búin lifa það versta því það er ekkert verra en að missa barn. En munurinn var samt sá að þá héldum við Ási utan um hvort annað á næturnar og grétum saman. Núna var ég ein,“ segir Rúna Didriksen um sársaukann og sorgina sem fylgir því að missa maka sinn til áratuga, en Rúna missti einnig son í bílslysi árið 1987. 26. mars 2023 07:00
Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03