Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Vegna stormsins sem dynur nú á höfuðborgarsvæðinu hafa hlutir á borð við byggingarefni farið á flug og valdið stórtjóni víða. Nær allar björgunarsveitir höfuðborgarsvæðisins hafa sömuleiðis verið kallaðar út vegna tilkynninga um foktjón.
Hér fyrir neðan má sjá tilkynningu lögreglunnar í heild sinni:
Við skorum á verktaka og aðra sem bera ábyrgð á byggingarsvæðum um að bregðast skjótt við og huga að vinnusvæðum sínum strax. Vegna storms á höfuðborgarsvæðinu þá eru hlutir svo sem byggingarefni og annað lauslegt nánast á flugi út um allt og hefur þegar valdið stórtjóni víða. Einnig biðjum við íbúa að huga að lausamunum. Veður mun ekki ganga niður fyrr en í kvöld.