Heimalöguðu veitingarnar eina áhyggjuefni eiginmannsins Íris Hauksdóttir skrifar 11. apríl 2023 13:00 Eva Ruza Miljevic hélt fermingarveislu frumburða sinna nú fyrir skemmstu. aðsend Grínistinn, skemmtikrafturinn og áhrifavaldurinn Eva Ruza Miljevic hélt fermingarveislu frumburða sinna nú fyrir skemmstu. Hún segir töluverðan mun á börnunum sem eru tvíburar hvað skipulagningu varðar. Sjálf er hún, að eigin sögn, hamfarakokkur en lagði þó til heimalagaðar veitingar í veisluna sem urðu eina áhyggjuefni eiginmannsins. „Við Siggi vorum svo heppin að eignast tvö börn í einu eftir langa, langa bið, og mikið rosalega var það mikið sjokk að fá að vita að þau væru tvö um borð. Þau hafa látið hafa mikið fyrir sér fara síðan þau fæddust en ég elska að vera rosalega upptekin þannig að það hentar mér vel að vera upptekin alla daga. Svo var allt í einu komið að fermingu hjá nýfæddu börnunum okkar, Stanko Blæ og Marinu Mist, en þau fermdust 2. apríl síðastliðinn. Fermingarundirbúningurinn gekk svakalega vel. Ég var klárust í heimi að bóka mig í gigg alla dagana fyrir hátíðina miklu og ég viðurkenni að eftir á að hyggja var ég kannski ekki alveg með allt stungið í samband þegar ég bókaði mig. Giggin voru samt skemmtileg þannig að það skipti öllu máli. Ég er meistari í skipulagningu og var byrjuð að dútla mér við undirbúning tveimur vikum fyrir veisluna. Við mæðgur föndruðum gestabókina sjálfar. Hún var þannig að fólk tók myndir á Polaroid vél, límdi í bókina og skrifaði kveðju við.“ Græjuðum veisluna eins og tvennumeistarar En hvernig gekk að sammælast um allt sem viðkom stóra deginum? „Það er frábær spurning. Það mætti segja að 50% af fjölskyldunni hafi ekki haft neinar skoðanir á því sem var gert, lesist faðirinn og sonurinn, en við mæðgur vorum sammála um það sem þurfti að gera og græjuðum það eins og tvennumeistarar. Það var í raun mjög þægilegt að þeir höfðu engar skoðanir sem hentaði okkur vel. Ég er ekki viss um að þeir hafi fattað að það væri veisla að fara í gang, svo slakir voru þeir. Vissi að fræin myndu blómstra og verða falleg Systkinin voru nokkuð sammála um skreytingarnar, og hann hafði, aftur, aðeins minni skoðanir en hún. Ég var náttúrulega búin að sá fræjum í þau hvernig væri flott að gera, því ég vissi að þessi fræ myndu blómstra og verða falleg.“ Sjálf hefur Eva Ruza gert mikið grín af hæfileikum sínum í eldhúsinu en hún veigraði sér þó ekki við að vippa fram veitingum í veislunni, eiginmanninum til örlítilla áhyggja. „Ég var rosaleg húsmóðir á milli gigga hjá mér, henti í ,,cake pops“ og ákvað að gera Rice Krispies kransakökuna alveg sjálf. Þar sem ég er þekkt fyrir smá hamfarir í eldhúsinu var þetta í raun það eina sem eiginmaðurinn var stressaður yfir. En þetta gekk eins og í sólarsögu og ég var meira að segja spurð hvar ég hefði keypt turninn góða, sem er gríðarlegt hrós fyrir mig. Þannig að á næsta ári verð ég með fermingarútibú þar sem ég mun taka að mér að byggja turna úr Rice Krispies fyrir áhugasama. Ég verð reyndar að henda shoutouti á Berglindi Hreiðars sem er með síðuna gotteri.is. Uppskriftirnar af hvoru tveggja fékk ég hjá henni og einbeitti mér gríðarlega að því að fylgja hverju einasta orði sem hún sagði um framkvæmdina. Ég lét hins vegar 17 Sortir um að græja fermingarkökuna sjálfa og hún var glæsileg með handbolta og körfubolta þema. Svo vorum við með þetta týpíska, léttan mat og fleira sætt í boði.“ "Svo var allt í einu komið að fermingu hjá nýfæddu börnunum okkar, Stanko Blæ og Marinu Mist, en þau fermdust 2. apríl síðastliðinn."aðsend Spurð hvernig hafi gengið að finna fermingarfötin segir Eva það hafa tekið misjafnan tíma. „Það tók mig sirka hálftíma að græja soninn en ansi margar ferðir út um allar trissur að leita að hvíta blúndukjólnum sem daman klæddist. Jakkafötin fengum við í Jack&Jones og kjólinn í Kjólar og Konfekt. Ég átti ekki orð yfir þjónustunni sem við fengum á báðum stöðum svo því fá þessi tvö fyrirtæki meðmæli dagsins frá mér.“ Hitaði krakkana upp með kirkjusálmum Eva Ruza lýsir deginum sjálfum sem fallegum og hlýjum. Fjölskyldan vaknaði snemma og sjálf skaust Eva í bakaríið svo enginn færi svangur út í daginn. „Við vöknuðum snemma og eftir morgunmat kveikti ég á sálmum í útvarpinu- sem ég viðurkenni að var aðeins gert til að ná brosunum fram hjá krökkunum. Það féll svona í vafasaman jarðveg hjá fermingarbörnunum þegar kór söng hástöfum Hallelúja í útvarpinu. Ég þurfti náttúrulega að hita þau upp fyrir kirkjuathöfnina. En morguninn var huggulegur og notalegur með litlu börnunum sem voru alveg að verða fullorðin. Athöfnin sjálf var ótrúlega persónuleg og skemmtileg, en hann séra Sigurður í Kópavogskirkju, eða Siggi prestur eins og allir kalla hann, er með einstakt lag á vera einlægur og með húmor í athöfnum. Við ákváðum að hafa veisluna heima því við vorum ekki með risaveislu, heldur sirka 35 manns í heildina og það var fullkomið. Allir svo afslappaðir og náinn hópur. Fermingarbörnin voru líka svo ánægð með að þeirra besta fólk og vinir væru á staðnum. Við vorum sammála um það eftir veisluna að við hefðum ekki viljað hafa hana neitt öðruvísi.“ Fermingar Menning Tengdar fréttir Eva Ruza á góðri leið með að brenna stúdíóið til kaldra kola „Ertu að kveikja í?“ ..heyrist Eva Laufey hrópa á nöfnu sína Evu Ruzu þegar hún sér reykinn rjúka frá kraumandi pönnunni en Eva Ruza gerði heiðarlega tilraun til þess að karmelisera hnetur. 12. júlí 2022 16:46 Eva Ruza hafði engar væntingar um hæfileika Helga Það var Instagram-stjarnan Eva Ruza sem mætti í þriðja þáttinn af Get ég eldað? 22. júní 2022 14:25 „Margt verra en smá brussugangur“ Eva Ruza er lífskúnstner með meiru en hún hefur haslað sér völl í skemmtanabransanum á Íslandi á undanförnum árum. Pizza er umhugsunarlaust uppáhalds maturinn hennar og hún segist geta fundið innblástur í hvaða verkefni sem er. Eva Ruza er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 18. júní 2022 11:30 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
„Við Siggi vorum svo heppin að eignast tvö börn í einu eftir langa, langa bið, og mikið rosalega var það mikið sjokk að fá að vita að þau væru tvö um borð. Þau hafa látið hafa mikið fyrir sér fara síðan þau fæddust en ég elska að vera rosalega upptekin þannig að það hentar mér vel að vera upptekin alla daga. Svo var allt í einu komið að fermingu hjá nýfæddu börnunum okkar, Stanko Blæ og Marinu Mist, en þau fermdust 2. apríl síðastliðinn. Fermingarundirbúningurinn gekk svakalega vel. Ég var klárust í heimi að bóka mig í gigg alla dagana fyrir hátíðina miklu og ég viðurkenni að eftir á að hyggja var ég kannski ekki alveg með allt stungið í samband þegar ég bókaði mig. Giggin voru samt skemmtileg þannig að það skipti öllu máli. Ég er meistari í skipulagningu og var byrjuð að dútla mér við undirbúning tveimur vikum fyrir veisluna. Við mæðgur föndruðum gestabókina sjálfar. Hún var þannig að fólk tók myndir á Polaroid vél, límdi í bókina og skrifaði kveðju við.“ Græjuðum veisluna eins og tvennumeistarar En hvernig gekk að sammælast um allt sem viðkom stóra deginum? „Það er frábær spurning. Það mætti segja að 50% af fjölskyldunni hafi ekki haft neinar skoðanir á því sem var gert, lesist faðirinn og sonurinn, en við mæðgur vorum sammála um það sem þurfti að gera og græjuðum það eins og tvennumeistarar. Það var í raun mjög þægilegt að þeir höfðu engar skoðanir sem hentaði okkur vel. Ég er ekki viss um að þeir hafi fattað að það væri veisla að fara í gang, svo slakir voru þeir. Vissi að fræin myndu blómstra og verða falleg Systkinin voru nokkuð sammála um skreytingarnar, og hann hafði, aftur, aðeins minni skoðanir en hún. Ég var náttúrulega búin að sá fræjum í þau hvernig væri flott að gera, því ég vissi að þessi fræ myndu blómstra og verða falleg.“ Sjálf hefur Eva Ruza gert mikið grín af hæfileikum sínum í eldhúsinu en hún veigraði sér þó ekki við að vippa fram veitingum í veislunni, eiginmanninum til örlítilla áhyggja. „Ég var rosaleg húsmóðir á milli gigga hjá mér, henti í ,,cake pops“ og ákvað að gera Rice Krispies kransakökuna alveg sjálf. Þar sem ég er þekkt fyrir smá hamfarir í eldhúsinu var þetta í raun það eina sem eiginmaðurinn var stressaður yfir. En þetta gekk eins og í sólarsögu og ég var meira að segja spurð hvar ég hefði keypt turninn góða, sem er gríðarlegt hrós fyrir mig. Þannig að á næsta ári verð ég með fermingarútibú þar sem ég mun taka að mér að byggja turna úr Rice Krispies fyrir áhugasama. Ég verð reyndar að henda shoutouti á Berglindi Hreiðars sem er með síðuna gotteri.is. Uppskriftirnar af hvoru tveggja fékk ég hjá henni og einbeitti mér gríðarlega að því að fylgja hverju einasta orði sem hún sagði um framkvæmdina. Ég lét hins vegar 17 Sortir um að græja fermingarkökuna sjálfa og hún var glæsileg með handbolta og körfubolta þema. Svo vorum við með þetta týpíska, léttan mat og fleira sætt í boði.“ "Svo var allt í einu komið að fermingu hjá nýfæddu börnunum okkar, Stanko Blæ og Marinu Mist, en þau fermdust 2. apríl síðastliðinn."aðsend Spurð hvernig hafi gengið að finna fermingarfötin segir Eva það hafa tekið misjafnan tíma. „Það tók mig sirka hálftíma að græja soninn en ansi margar ferðir út um allar trissur að leita að hvíta blúndukjólnum sem daman klæddist. Jakkafötin fengum við í Jack&Jones og kjólinn í Kjólar og Konfekt. Ég átti ekki orð yfir þjónustunni sem við fengum á báðum stöðum svo því fá þessi tvö fyrirtæki meðmæli dagsins frá mér.“ Hitaði krakkana upp með kirkjusálmum Eva Ruza lýsir deginum sjálfum sem fallegum og hlýjum. Fjölskyldan vaknaði snemma og sjálf skaust Eva í bakaríið svo enginn færi svangur út í daginn. „Við vöknuðum snemma og eftir morgunmat kveikti ég á sálmum í útvarpinu- sem ég viðurkenni að var aðeins gert til að ná brosunum fram hjá krökkunum. Það féll svona í vafasaman jarðveg hjá fermingarbörnunum þegar kór söng hástöfum Hallelúja í útvarpinu. Ég þurfti náttúrulega að hita þau upp fyrir kirkjuathöfnina. En morguninn var huggulegur og notalegur með litlu börnunum sem voru alveg að verða fullorðin. Athöfnin sjálf var ótrúlega persónuleg og skemmtileg, en hann séra Sigurður í Kópavogskirkju, eða Siggi prestur eins og allir kalla hann, er með einstakt lag á vera einlægur og með húmor í athöfnum. Við ákváðum að hafa veisluna heima því við vorum ekki með risaveislu, heldur sirka 35 manns í heildina og það var fullkomið. Allir svo afslappaðir og náinn hópur. Fermingarbörnin voru líka svo ánægð með að þeirra besta fólk og vinir væru á staðnum. Við vorum sammála um það eftir veisluna að við hefðum ekki viljað hafa hana neitt öðruvísi.“
Fermingar Menning Tengdar fréttir Eva Ruza á góðri leið með að brenna stúdíóið til kaldra kola „Ertu að kveikja í?“ ..heyrist Eva Laufey hrópa á nöfnu sína Evu Ruzu þegar hún sér reykinn rjúka frá kraumandi pönnunni en Eva Ruza gerði heiðarlega tilraun til þess að karmelisera hnetur. 12. júlí 2022 16:46 Eva Ruza hafði engar væntingar um hæfileika Helga Það var Instagram-stjarnan Eva Ruza sem mætti í þriðja þáttinn af Get ég eldað? 22. júní 2022 14:25 „Margt verra en smá brussugangur“ Eva Ruza er lífskúnstner með meiru en hún hefur haslað sér völl í skemmtanabransanum á Íslandi á undanförnum árum. Pizza er umhugsunarlaust uppáhalds maturinn hennar og hún segist geta fundið innblástur í hvaða verkefni sem er. Eva Ruza er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 18. júní 2022 11:30 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
Eva Ruza á góðri leið með að brenna stúdíóið til kaldra kola „Ertu að kveikja í?“ ..heyrist Eva Laufey hrópa á nöfnu sína Evu Ruzu þegar hún sér reykinn rjúka frá kraumandi pönnunni en Eva Ruza gerði heiðarlega tilraun til þess að karmelisera hnetur. 12. júlí 2022 16:46
Eva Ruza hafði engar væntingar um hæfileika Helga Það var Instagram-stjarnan Eva Ruza sem mætti í þriðja þáttinn af Get ég eldað? 22. júní 2022 14:25
„Margt verra en smá brussugangur“ Eva Ruza er lífskúnstner með meiru en hún hefur haslað sér völl í skemmtanabransanum á Íslandi á undanförnum árum. Pizza er umhugsunarlaust uppáhalds maturinn hennar og hún segist geta fundið innblástur í hvaða verkefni sem er. Eva Ruza er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 18. júní 2022 11:30