„Ég er mjög stoltur af því að vera ég og með mína fortíð“ Árni Sæberg og Þórdís Valsdóttir skrifa 9. apríl 2023 17:02 Kristmundur Axel hefur verið allsgáður í um tvö ár. Hann kveðst hafa verið ungur og vitlaus á árum áður. Samsett Fyrir þrettán árum síðan sigraði tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Söngvakeppni framhaldsskólanna ásamt Júlí Heiðari með laginu Komdu til baka. Þeir félagarnir gáfu út nýtt lag á dögunum og Kristmundur ætlar sér stóra hluti í tónlistinni eftir nokkurra ára fjarveru. Rætt var við Kristmund Axel í Íslandi í dag á Stöð 2 í síðustu viku og þar sagði hann frá erfiðum heimilisaðstæðum sem hann ólst upp við. Báðir foreldrar hans glímdu við fíknivanda en voru á beinu brautinni mest alla barnæsku Kristmundar. Það var honum mikið áfall þegar faðir hans féll eftir að hafa verið edrú í mörg ár en þá samdi hann textann við lagið Komdu til baka. Pabbi hans varð edrú eftir sigur Kristmundar en árið 2017 féll hann aftur og lést skömmu síðar. „Það sem gerðist er að þarna var alkóhólisti sem féll, sem er ekkert óeðlilegt, og hann bara deyr. Hann hélt hann réði við of mikið, hann var orðinn gamall karlinn,“ segir Kristmundur og segir að hann og faðir hans hafi verið bestu vinir. Kristmundur byrjaði sjálfur í neyslu á unglingsárum þrátt fyrir varnaðarorð annarra fjölskyldumeðlima sem barist hafa við Bakkus í áraraðir. Komst oftar en einu sinni í kast við lögin Á þeim tíma sem faðir hans lést var Kristmundur á slæmum stað að eigin sögn. Hann var í neyslu og komst í kast við lögin. „Ég var bara ungur, vitlaus, heimskur. Það er bara erfitt að tala um þetta í raun og veru en mér finnst líka svo mikilvægt að gangast við því sem maður gerði en þetta var mjög slæmt tímabil í mínu lífi og í raun og veru mjög stutt líka.“ Hann segist hafa verið kominn á vafasaman stað í lífinu á þessum tíma. Nú er hann búinn að vera edrú í tæplega tvö ár en hans vegferð í átt að betra lífi hófst þó fyrr því skömmu eftir að faðir hans lést fékk hann þær fréttir að hann ætti von á barni og nú er dóttir hans á fimmta ári. „Það er svo gott að vera pabbi. Hún bjargaði lífi mínu sko, án gríns.“ Kristmundur Axel er stoltur faðir stúlku á fimmta ári.Aðsend Á góðum stað „Ég er á mjög góðum stað, bæði andlega og líkamlega, og er rosa sáttur í eigin skinni,“ segir Kristmundur en hann segist ekki óttast það að falla. „Tónlistin er náttúrulega það sem ég elska mest fyrir utan dóttur mína, hún er mér bara allt. Ég er mikill músíkant og ég elska að gera tónlist þannig að það er mikill heiður og þakklæti að fá að gera það.“ Hann segist nota tónlistina til að tjá sig og semur ljóð og hefur gert frá því að hann var barn. „Ég tek eftir því að þetta eru alltaf einhverjar tilfinningar hjá mér. Ég á alveg lög þar sem ég er að rífa kjaft og tala um klúbbinn eða eitthvað, en ég er bestur þegar ég tala um söguna mína, heiminn og lífið.“ „Ég hélt að þetta væri búið“ Kristmundur segir að hann vilji nýta sína reynslu til að hjálpa öðrum og segir að hann sé að láta drauma sína rætast. Þegar hann hugsar til baka um sitt erfiðasta tímabil segir hann að hann hefði ekki getað ímyndað sér að vera kominn á þann stað sem hann er í dag. „Ég hélt að þetta væri búið. Mómentið þegar ég var búinn að gera þessa heimskulegu hluti, búinn að vera í rugli og pabbi að deyja, þá skal ég alveg viðurkenna það ég hugsaði að ég ætti ekki séns. Ég vissi alveg að ég gæti lifað einhversstaðar, látið lítið fyrir mér fara og haft það alveg ágætt, en draumurinn minn var mjög fjarlægur þá.“ Kristmundur segist ekki uppfullur af eftirsjá en að hann taki þó ábyrgð á því sem gerst hefur og hefur gert upp sínar sakir, bæði við fjölskyldu sína og aðra. „Ég held að ég taki bara þann pól á þetta að ég trúi því að allt það sem gerðist átti að gerast.“ Ef að þú gætir talað við sjálfan þig þegar þú varst fjórtán ára, hvað myndir þú segja? „Ég myndi segja ekki fara í neitt rugl augljóslega. En fyrir utan það þá myndi ég segja aldrei hætta að trúa á þig, hlustaðu bara á jákvætt fólk, losaðu þig við neikvætt fólk og bara let‘s go, fljúga.“ Ísland í dag Tengdar fréttir „Þegar pabbi datt í það þá hrundi allt“ Tónlistarmamaðurinn Kristmundur Axel Kristmundsson er tæplega þrítugur og ólst upp við erfiðar heimilisaðstæður í Grafarvogi. 4. apríl 2023 10:30 Fagnaðarlæti er Kristmundur og Júlí komu til baka: „Þetta lag...“ Þeir Kristmundur Axel og Júlí Heiðar slógu eftirminnilega í gegn fyrir þrettán árum. Nú hafa þeir snúið bökum saman á ný en þeir frumfluttu nýtt lag á Hlustendaverðlaununum í gær. Þá tóku þeir einnig smellinn sinn, við mikinn fögnuð viðstaddra. 18. mars 2023 20:14 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Rætt var við Kristmund Axel í Íslandi í dag á Stöð 2 í síðustu viku og þar sagði hann frá erfiðum heimilisaðstæðum sem hann ólst upp við. Báðir foreldrar hans glímdu við fíknivanda en voru á beinu brautinni mest alla barnæsku Kristmundar. Það var honum mikið áfall þegar faðir hans féll eftir að hafa verið edrú í mörg ár en þá samdi hann textann við lagið Komdu til baka. Pabbi hans varð edrú eftir sigur Kristmundar en árið 2017 féll hann aftur og lést skömmu síðar. „Það sem gerðist er að þarna var alkóhólisti sem féll, sem er ekkert óeðlilegt, og hann bara deyr. Hann hélt hann réði við of mikið, hann var orðinn gamall karlinn,“ segir Kristmundur og segir að hann og faðir hans hafi verið bestu vinir. Kristmundur byrjaði sjálfur í neyslu á unglingsárum þrátt fyrir varnaðarorð annarra fjölskyldumeðlima sem barist hafa við Bakkus í áraraðir. Komst oftar en einu sinni í kast við lögin Á þeim tíma sem faðir hans lést var Kristmundur á slæmum stað að eigin sögn. Hann var í neyslu og komst í kast við lögin. „Ég var bara ungur, vitlaus, heimskur. Það er bara erfitt að tala um þetta í raun og veru en mér finnst líka svo mikilvægt að gangast við því sem maður gerði en þetta var mjög slæmt tímabil í mínu lífi og í raun og veru mjög stutt líka.“ Hann segist hafa verið kominn á vafasaman stað í lífinu á þessum tíma. Nú er hann búinn að vera edrú í tæplega tvö ár en hans vegferð í átt að betra lífi hófst þó fyrr því skömmu eftir að faðir hans lést fékk hann þær fréttir að hann ætti von á barni og nú er dóttir hans á fimmta ári. „Það er svo gott að vera pabbi. Hún bjargaði lífi mínu sko, án gríns.“ Kristmundur Axel er stoltur faðir stúlku á fimmta ári.Aðsend Á góðum stað „Ég er á mjög góðum stað, bæði andlega og líkamlega, og er rosa sáttur í eigin skinni,“ segir Kristmundur en hann segist ekki óttast það að falla. „Tónlistin er náttúrulega það sem ég elska mest fyrir utan dóttur mína, hún er mér bara allt. Ég er mikill músíkant og ég elska að gera tónlist þannig að það er mikill heiður og þakklæti að fá að gera það.“ Hann segist nota tónlistina til að tjá sig og semur ljóð og hefur gert frá því að hann var barn. „Ég tek eftir því að þetta eru alltaf einhverjar tilfinningar hjá mér. Ég á alveg lög þar sem ég er að rífa kjaft og tala um klúbbinn eða eitthvað, en ég er bestur þegar ég tala um söguna mína, heiminn og lífið.“ „Ég hélt að þetta væri búið“ Kristmundur segir að hann vilji nýta sína reynslu til að hjálpa öðrum og segir að hann sé að láta drauma sína rætast. Þegar hann hugsar til baka um sitt erfiðasta tímabil segir hann að hann hefði ekki getað ímyndað sér að vera kominn á þann stað sem hann er í dag. „Ég hélt að þetta væri búið. Mómentið þegar ég var búinn að gera þessa heimskulegu hluti, búinn að vera í rugli og pabbi að deyja, þá skal ég alveg viðurkenna það ég hugsaði að ég ætti ekki séns. Ég vissi alveg að ég gæti lifað einhversstaðar, látið lítið fyrir mér fara og haft það alveg ágætt, en draumurinn minn var mjög fjarlægur þá.“ Kristmundur segist ekki uppfullur af eftirsjá en að hann taki þó ábyrgð á því sem gerst hefur og hefur gert upp sínar sakir, bæði við fjölskyldu sína og aðra. „Ég held að ég taki bara þann pól á þetta að ég trúi því að allt það sem gerðist átti að gerast.“ Ef að þú gætir talað við sjálfan þig þegar þú varst fjórtán ára, hvað myndir þú segja? „Ég myndi segja ekki fara í neitt rugl augljóslega. En fyrir utan það þá myndi ég segja aldrei hætta að trúa á þig, hlustaðu bara á jákvætt fólk, losaðu þig við neikvætt fólk og bara let‘s go, fljúga.“
Ísland í dag Tengdar fréttir „Þegar pabbi datt í það þá hrundi allt“ Tónlistarmamaðurinn Kristmundur Axel Kristmundsson er tæplega þrítugur og ólst upp við erfiðar heimilisaðstæður í Grafarvogi. 4. apríl 2023 10:30 Fagnaðarlæti er Kristmundur og Júlí komu til baka: „Þetta lag...“ Þeir Kristmundur Axel og Júlí Heiðar slógu eftirminnilega í gegn fyrir þrettán árum. Nú hafa þeir snúið bökum saman á ný en þeir frumfluttu nýtt lag á Hlustendaverðlaununum í gær. Þá tóku þeir einnig smellinn sinn, við mikinn fögnuð viðstaddra. 18. mars 2023 20:14 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
„Þegar pabbi datt í það þá hrundi allt“ Tónlistarmamaðurinn Kristmundur Axel Kristmundsson er tæplega þrítugur og ólst upp við erfiðar heimilisaðstæður í Grafarvogi. 4. apríl 2023 10:30
Fagnaðarlæti er Kristmundur og Júlí komu til baka: „Þetta lag...“ Þeir Kristmundur Axel og Júlí Heiðar slógu eftirminnilega í gegn fyrir þrettán árum. Nú hafa þeir snúið bökum saman á ný en þeir frumfluttu nýtt lag á Hlustendaverðlaununum í gær. Þá tóku þeir einnig smellinn sinn, við mikinn fögnuð viðstaddra. 18. mars 2023 20:14