„Óformlegar viðræður“ um endurreisn Hringbrautar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. apríl 2023 22:05 Sigmundur Ernir Rúnarsson. vísir/arnar Sigmundur Ernir Rúnarsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, segir að áhugi sé fyrir því meðal fjárfesta að endurreisa sjónvarpsstöðina Hringbraut. Greinilegur söknuður sé af stöðinni. „Ég er algjörlega talsmaður þess. Ég stofnaði Hringbraut og ætla ekki að drepa endurlífgunarhugmyndir,“ segir Sigmundur Ernir í samtali við Vísi, spurður út í fyrrgreinda hugmynd. Sjónvarpsstöðin Hringbraut er á meðal þeirra miðla sem útgáfufélagið Torg rak. Stöðin fór í loftið í febrúarmánuði 2015 en útsendingum var hætt 31. mars síðastliðinn, samhliða því að útgáfu Fréttablaðsins var hætt. DV.is og Hringbraut.is voru einu miðlarnir sem komust lífs af úr breytingunum. Greinilegur söknuður „Fjárfestar hafa komið að máli við mig og sýnt þessu áhuga. Það er ekkert fast í hendi, þetta eru bara óformlegar viðræður. Það hefur samt sem áður komið mér ánægjulega á óvart hvað Hringbraut nýtur mikils velvilja og góðs orðspors meðal almennings og ég held að fjárfestar greini það,“ segir Sigmundur og bætir við: „Þetta er íslensk sjónvarpsstöð sem hefur framleitt íslenskt sjónvarpsefni án nokkurra stæla og lagt alúð við efniviðinn en ekki útlitið. Það er greinilega mikill söknuður af stöðinni.“ Rekstur stöðvarinnar hafi hins vegar verið basl. „Það er bara saga íslenskra fjölmiðla sem eru utan ríkisforsjár, stöðin skar sig ekkert úr að því leyti.“ Í hópnum Fjölmiðlanördar á Facebook hefur fall Fréttablaðsins og rekstur Hringbrautar verið til umræðu síðustu daga. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir meðal annars að efnið á miðlunum hafi ekki verið notað til að búa til „öflugan vef“. „Eins var með sjónvarpsstöðina, þau sendu út línulega en vantaði mikið upp á framsetningu efnisins á netinu,“ skrifar Egill jafnframt. Spurður út í þau orð Egils segir Sigmundur Ernir: „Nei, það er ekki rétt. Það var gert með reglulegum hætti. Við höfðum bara ekki jafn mikinn mannskap og hann hefur til að sinna því.“ Fjölmiðlar Endalok Fréttablaðsins Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Heldur fullum launum Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
„Ég er algjörlega talsmaður þess. Ég stofnaði Hringbraut og ætla ekki að drepa endurlífgunarhugmyndir,“ segir Sigmundur Ernir í samtali við Vísi, spurður út í fyrrgreinda hugmynd. Sjónvarpsstöðin Hringbraut er á meðal þeirra miðla sem útgáfufélagið Torg rak. Stöðin fór í loftið í febrúarmánuði 2015 en útsendingum var hætt 31. mars síðastliðinn, samhliða því að útgáfu Fréttablaðsins var hætt. DV.is og Hringbraut.is voru einu miðlarnir sem komust lífs af úr breytingunum. Greinilegur söknuður „Fjárfestar hafa komið að máli við mig og sýnt þessu áhuga. Það er ekkert fast í hendi, þetta eru bara óformlegar viðræður. Það hefur samt sem áður komið mér ánægjulega á óvart hvað Hringbraut nýtur mikils velvilja og góðs orðspors meðal almennings og ég held að fjárfestar greini það,“ segir Sigmundur og bætir við: „Þetta er íslensk sjónvarpsstöð sem hefur framleitt íslenskt sjónvarpsefni án nokkurra stæla og lagt alúð við efniviðinn en ekki útlitið. Það er greinilega mikill söknuður af stöðinni.“ Rekstur stöðvarinnar hafi hins vegar verið basl. „Það er bara saga íslenskra fjölmiðla sem eru utan ríkisforsjár, stöðin skar sig ekkert úr að því leyti.“ Í hópnum Fjölmiðlanördar á Facebook hefur fall Fréttablaðsins og rekstur Hringbrautar verið til umræðu síðustu daga. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir meðal annars að efnið á miðlunum hafi ekki verið notað til að búa til „öflugan vef“. „Eins var með sjónvarpsstöðina, þau sendu út línulega en vantaði mikið upp á framsetningu efnisins á netinu,“ skrifar Egill jafnframt. Spurður út í þau orð Egils segir Sigmundur Ernir: „Nei, það er ekki rétt. Það var gert með reglulegum hætti. Við höfðum bara ekki jafn mikinn mannskap og hann hefur til að sinna því.“
Fjölmiðlar Endalok Fréttablaðsins Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Heldur fullum launum Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira