Grindavík og Þróttur áfram í bikarnum Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2023 17:35 Óskar Örn skoraði fyrir Grindavík í dag en hann gekk til liðs við félagið í vetur. Knattspyrnudeild Grindavíkur Grindavík, Þróttur, Þór, Kári, Grótta og KFA tryggðu sér öll sæti í þriðju umferð Mjólkurbikarsins eftir sigra í dag. Sex leikir fóru fram í annarri umferð Mjólkurbikarsins í knattspyrnu í dag. Þrír stórsigrar litu dagsins ljós en spenna var í leik Aftureldingar og Grindavíkur sem og Gróttu og Vestra. Afturelding tók á móti Grindavík í Mosfellsbænum. Grindvíkingar ætla sér stóra hluti í Lengjudeildinni í sumar og hafa styrkt sig með leikmönnum eins og Óskari Erni Haukssyni, Einari Karli Ingvarssyni og Bjarka Aðalsteinssyni. Það var einmitt Óskar Örn Hauksson sem skoraði sigurmark Grindavíkur í dag. Hann skoraði þá frábært mark á 20. mínútu og tíu mínútum síðar varði Aron Dagur Birnuson markvörður Grindavíkur víti frá Arnóri Gauta Ragnarssyni. Lokatölur 1-0 og Grindvíkingar komnir áfram en Mosfellingar úr leik. Á Seltjarnarnesi unnu heimamenn í Gróttu 1-0 sigur á Vestra. Arnþór Páll Hafsteinsson skoraði sigurmarkið strax á annari mínútu leiksins en bæði félögin leika í Lengjudeildinni í sumar. Kári gerði góða ferð á Suðurlandið í hádeginu og vann 3-1 sigur á Árborg á Selfossi. Hilmar Elís Hilmarsson skoraði tvö mörk fyrir Kára og Sigurjón Logi Bergþórsson eitt en Aron Freyr Margeirsson minnkaði muninn fyrir Árborg í uppbótartíma. Í Vestmannaeyjum voru Þróttarar í heimsókn hjá KFS. Sam Hewson, Birkir Björnsson, Jörgen Pettersen og Kári Kristjánsson skoruðu mörk Þróttar í 5-0 sigri en eitt markanna var sjálfsmark Eyjamanna. Þá vann KFA 7-1 sigur á Spyrnu en liðin mættust í Fjarðabyggðarhöllinni. Marteinn Már Sverrisson skoraði þrennu fyrir KFA og Danilo Milenkovic skoraði tvö í öruggum sigri heimamanna. Heiðar Snær Ragnarsson og William Marques bættu þar að auki við mörkum en Brynjar Árnason skoraði mark Spyrnis. Að lokum vann Þór öruggan sigur á KF í Norðurlandsslag í Boganum. Marc Sörensen var með tvö mörk og þeir Alexander Már Þorláksson, Valdimar Daði Sævarsson, Bjarni Guðjón Brynjólfsson og Aron Ingi Magnússon skoruðu einnig í 6-0 sigri. Þriðja umferðin heldur áfram á laugardag þegar tólf leikir fara fram. Mjólkurbikar karla Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Sex leikir fóru fram í annarri umferð Mjólkurbikarsins í knattspyrnu í dag. Þrír stórsigrar litu dagsins ljós en spenna var í leik Aftureldingar og Grindavíkur sem og Gróttu og Vestra. Afturelding tók á móti Grindavík í Mosfellsbænum. Grindvíkingar ætla sér stóra hluti í Lengjudeildinni í sumar og hafa styrkt sig með leikmönnum eins og Óskari Erni Haukssyni, Einari Karli Ingvarssyni og Bjarka Aðalsteinssyni. Það var einmitt Óskar Örn Hauksson sem skoraði sigurmark Grindavíkur í dag. Hann skoraði þá frábært mark á 20. mínútu og tíu mínútum síðar varði Aron Dagur Birnuson markvörður Grindavíkur víti frá Arnóri Gauta Ragnarssyni. Lokatölur 1-0 og Grindvíkingar komnir áfram en Mosfellingar úr leik. Á Seltjarnarnesi unnu heimamenn í Gróttu 1-0 sigur á Vestra. Arnþór Páll Hafsteinsson skoraði sigurmarkið strax á annari mínútu leiksins en bæði félögin leika í Lengjudeildinni í sumar. Kári gerði góða ferð á Suðurlandið í hádeginu og vann 3-1 sigur á Árborg á Selfossi. Hilmar Elís Hilmarsson skoraði tvö mörk fyrir Kára og Sigurjón Logi Bergþórsson eitt en Aron Freyr Margeirsson minnkaði muninn fyrir Árborg í uppbótartíma. Í Vestmannaeyjum voru Þróttarar í heimsókn hjá KFS. Sam Hewson, Birkir Björnsson, Jörgen Pettersen og Kári Kristjánsson skoruðu mörk Þróttar í 5-0 sigri en eitt markanna var sjálfsmark Eyjamanna. Þá vann KFA 7-1 sigur á Spyrnu en liðin mættust í Fjarðabyggðarhöllinni. Marteinn Már Sverrisson skoraði þrennu fyrir KFA og Danilo Milenkovic skoraði tvö í öruggum sigri heimamanna. Heiðar Snær Ragnarsson og William Marques bættu þar að auki við mörkum en Brynjar Árnason skoraði mark Spyrnis. Að lokum vann Þór öruggan sigur á KF í Norðurlandsslag í Boganum. Marc Sörensen var með tvö mörk og þeir Alexander Már Þorláksson, Valdimar Daði Sævarsson, Bjarni Guðjón Brynjólfsson og Aron Ingi Magnússon skoruðu einnig í 6-0 sigri. Þriðja umferðin heldur áfram á laugardag þegar tólf leikir fara fram.
Mjólkurbikar karla Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira