Grindavík og Þróttur áfram í bikarnum Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2023 17:35 Óskar Örn skoraði fyrir Grindavík í dag en hann gekk til liðs við félagið í vetur. Knattspyrnudeild Grindavíkur Grindavík, Þróttur, Þór, Kári, Grótta og KFA tryggðu sér öll sæti í þriðju umferð Mjólkurbikarsins eftir sigra í dag. Sex leikir fóru fram í annarri umferð Mjólkurbikarsins í knattspyrnu í dag. Þrír stórsigrar litu dagsins ljós en spenna var í leik Aftureldingar og Grindavíkur sem og Gróttu og Vestra. Afturelding tók á móti Grindavík í Mosfellsbænum. Grindvíkingar ætla sér stóra hluti í Lengjudeildinni í sumar og hafa styrkt sig með leikmönnum eins og Óskari Erni Haukssyni, Einari Karli Ingvarssyni og Bjarka Aðalsteinssyni. Það var einmitt Óskar Örn Hauksson sem skoraði sigurmark Grindavíkur í dag. Hann skoraði þá frábært mark á 20. mínútu og tíu mínútum síðar varði Aron Dagur Birnuson markvörður Grindavíkur víti frá Arnóri Gauta Ragnarssyni. Lokatölur 1-0 og Grindvíkingar komnir áfram en Mosfellingar úr leik. Á Seltjarnarnesi unnu heimamenn í Gróttu 1-0 sigur á Vestra. Arnþór Páll Hafsteinsson skoraði sigurmarkið strax á annari mínútu leiksins en bæði félögin leika í Lengjudeildinni í sumar. Kári gerði góða ferð á Suðurlandið í hádeginu og vann 3-1 sigur á Árborg á Selfossi. Hilmar Elís Hilmarsson skoraði tvö mörk fyrir Kára og Sigurjón Logi Bergþórsson eitt en Aron Freyr Margeirsson minnkaði muninn fyrir Árborg í uppbótartíma. Í Vestmannaeyjum voru Þróttarar í heimsókn hjá KFS. Sam Hewson, Birkir Björnsson, Jörgen Pettersen og Kári Kristjánsson skoruðu mörk Þróttar í 5-0 sigri en eitt markanna var sjálfsmark Eyjamanna. Þá vann KFA 7-1 sigur á Spyrnu en liðin mættust í Fjarðabyggðarhöllinni. Marteinn Már Sverrisson skoraði þrennu fyrir KFA og Danilo Milenkovic skoraði tvö í öruggum sigri heimamanna. Heiðar Snær Ragnarsson og William Marques bættu þar að auki við mörkum en Brynjar Árnason skoraði mark Spyrnis. Að lokum vann Þór öruggan sigur á KF í Norðurlandsslag í Boganum. Marc Sörensen var með tvö mörk og þeir Alexander Már Þorláksson, Valdimar Daði Sævarsson, Bjarni Guðjón Brynjólfsson og Aron Ingi Magnússon skoruðu einnig í 6-0 sigri. Þriðja umferðin heldur áfram á laugardag þegar tólf leikir fara fram. Mjólkurbikar karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
Sex leikir fóru fram í annarri umferð Mjólkurbikarsins í knattspyrnu í dag. Þrír stórsigrar litu dagsins ljós en spenna var í leik Aftureldingar og Grindavíkur sem og Gróttu og Vestra. Afturelding tók á móti Grindavík í Mosfellsbænum. Grindvíkingar ætla sér stóra hluti í Lengjudeildinni í sumar og hafa styrkt sig með leikmönnum eins og Óskari Erni Haukssyni, Einari Karli Ingvarssyni og Bjarka Aðalsteinssyni. Það var einmitt Óskar Örn Hauksson sem skoraði sigurmark Grindavíkur í dag. Hann skoraði þá frábært mark á 20. mínútu og tíu mínútum síðar varði Aron Dagur Birnuson markvörður Grindavíkur víti frá Arnóri Gauta Ragnarssyni. Lokatölur 1-0 og Grindvíkingar komnir áfram en Mosfellingar úr leik. Á Seltjarnarnesi unnu heimamenn í Gróttu 1-0 sigur á Vestra. Arnþór Páll Hafsteinsson skoraði sigurmarkið strax á annari mínútu leiksins en bæði félögin leika í Lengjudeildinni í sumar. Kári gerði góða ferð á Suðurlandið í hádeginu og vann 3-1 sigur á Árborg á Selfossi. Hilmar Elís Hilmarsson skoraði tvö mörk fyrir Kára og Sigurjón Logi Bergþórsson eitt en Aron Freyr Margeirsson minnkaði muninn fyrir Árborg í uppbótartíma. Í Vestmannaeyjum voru Þróttarar í heimsókn hjá KFS. Sam Hewson, Birkir Björnsson, Jörgen Pettersen og Kári Kristjánsson skoruðu mörk Þróttar í 5-0 sigri en eitt markanna var sjálfsmark Eyjamanna. Þá vann KFA 7-1 sigur á Spyrnu en liðin mættust í Fjarðabyggðarhöllinni. Marteinn Már Sverrisson skoraði þrennu fyrir KFA og Danilo Milenkovic skoraði tvö í öruggum sigri heimamanna. Heiðar Snær Ragnarsson og William Marques bættu þar að auki við mörkum en Brynjar Árnason skoraði mark Spyrnis. Að lokum vann Þór öruggan sigur á KF í Norðurlandsslag í Boganum. Marc Sörensen var með tvö mörk og þeir Alexander Már Þorláksson, Valdimar Daði Sævarsson, Bjarni Guðjón Brynjólfsson og Aron Ingi Magnússon skoruðu einnig í 6-0 sigri. Þriðja umferðin heldur áfram á laugardag þegar tólf leikir fara fram.
Mjólkurbikar karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn