Diddy segist þurfa að borga Sting 5.000 Bandaríkjadali á dag til dauðadags Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. apríl 2023 16:45 Sting og Diddy saman á Grammy-hátíðinni 2018. Christopher Polk/Getty Tónlistarmógullinn Diddy, einnig þekktur sem Sean Combs eða Puff Daddy, greindi frá því nýverið að hann þurfi að borga tónlistarmanninum Sting fimm þúsund Bandaríkjadali á dag vegna lagabúts sem hann fékk ekki leyfi fyrir árið 1997. Ástæðan ku vera að þegar Diddy gaf út lagið sitt I'll Be Missing You notaði hann hljóðbút úr laginu Every Breath You Take eftir Police frá 1983. Hins vegar gleymdi Diddy að biðja um leyfi fyrir notkun á hljóðbútnum. Fyrir vikið segist hann hafa neyðst til að borga fasta summu fyrir notkunina á hverjum degi síðan. Árið 2018 fór Sting í viðtal hjá The Breakfast Club þar sem hann staðfesti þann orðróm að Diddy þyrfti að borga honum tvö þúsund Bandaríkjadali á hverjum degi. Myndbandsklippa úr þættinum fór nýverið aftur á flug og í gær deildi Diddy myndbroti úr þættinum á Twitter. Þar leiðrétti hann Sting og sagði að upphæðin væri í raun fimm þúsund Bandaríkjadalir á dag. Nope. 5K a day. Love to my brother @OfficialSting! https://t.co/sHdjd0UZEy— LOVE (@Diddy) April 5, 2023 Frá því að I'll Be Missing You kom út 7. maí árið 1997 hafa liðið 9.465 dagar. Að því gefnu að Diddy sé búinn að borga fimm þúsund Bandaríkjadali á dag reiknast manni til að hann sé búinn að borga Sting rúmlega 47 milljónir Bandaríkjadala. Líklega hafa orðið einhverjar breytingar á summunni með tilliti til verðbólgu og útbreiðslu lagsins. Þó er ljóst að kostnaður Diddy hleypur á mörgum milljónum. Þrátt fyrir þennan kostnað Diddy eru hann og Sting góðir félagar í dag enda eru fimmþúsund dalir eflaust aðeins dropi í hafið fyrir atorkusaman athafnamann eins og Diddy. Tónlist Hollywood Höfundarréttur Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira
Ástæðan ku vera að þegar Diddy gaf út lagið sitt I'll Be Missing You notaði hann hljóðbút úr laginu Every Breath You Take eftir Police frá 1983. Hins vegar gleymdi Diddy að biðja um leyfi fyrir notkun á hljóðbútnum. Fyrir vikið segist hann hafa neyðst til að borga fasta summu fyrir notkunina á hverjum degi síðan. Árið 2018 fór Sting í viðtal hjá The Breakfast Club þar sem hann staðfesti þann orðróm að Diddy þyrfti að borga honum tvö þúsund Bandaríkjadali á hverjum degi. Myndbandsklippa úr þættinum fór nýverið aftur á flug og í gær deildi Diddy myndbroti úr þættinum á Twitter. Þar leiðrétti hann Sting og sagði að upphæðin væri í raun fimm þúsund Bandaríkjadalir á dag. Nope. 5K a day. Love to my brother @OfficialSting! https://t.co/sHdjd0UZEy— LOVE (@Diddy) April 5, 2023 Frá því að I'll Be Missing You kom út 7. maí árið 1997 hafa liðið 9.465 dagar. Að því gefnu að Diddy sé búinn að borga fimm þúsund Bandaríkjadali á dag reiknast manni til að hann sé búinn að borga Sting rúmlega 47 milljónir Bandaríkjadala. Líklega hafa orðið einhverjar breytingar á summunni með tilliti til verðbólgu og útbreiðslu lagsins. Þó er ljóst að kostnaður Diddy hleypur á mörgum milljónum. Þrátt fyrir þennan kostnað Diddy eru hann og Sting góðir félagar í dag enda eru fimmþúsund dalir eflaust aðeins dropi í hafið fyrir atorkusaman athafnamann eins og Diddy.
Tónlist Hollywood Höfundarréttur Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira