Skemmdu sæstrenginn til Svalbarða í fyrra Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. apríl 2023 13:12 Togarinn sigldi fram og tilbaka meira en 100 sinnum. Open Street Map Rússneskur togari skemmdi fjarskiptasæstrenginn sem liggur frá Noregi til Svalbarða í janúar árið 2022. Talið er að um viljaverk sé að ræða en togarinn sigldi fram og til baka með veiðarfærin yfir strenginn. Í viðtali við norska ríkisútvarpið NRK í október sagði Lars Fause, sýslumaður á Svalbarða að löggjöfin til að verja sæstrengi væri ekki næg. Ekki væri hægt að refsa skipstjórum skipa sem skemmdu fjarskiptakapla, viljandi eða óviljandi, utan við landhelgina. Eins og Vísir greindi frá í morgun hafa rússnesk skip sést sniglast í nágrenni við írsku borgina Galway. En þar liggur hinn nýi fjarskiptasæstrengur IRIS sem eykur fjarskiptaöryggi Íslands til muna. Sagaði strenginn með veiðarfærunum Svalbarði er afar háður sínum eina kapli upp á netöryggi. Norðmenn reka einnig stóra gervihnattastöð á Svalbarða, sem og háskóla og námufyrirtæki. Vitað er að einn rússneskur togari, Melkart 5, sigldi 107 sinnum fram og til baka á aðeins 9 dögum yfir sæstrenginn í janúar 2022. Eins og hann væri að saga í sundur strenginn með veiðarfærunum. Aðrir rússneskir togarar sigldu einnig yfir strenginn sem gaf sig að lokum. Datt netsamband niður um tíma. Eftir að strengurinn var lagaður í maí kom sami togari, Melkart 5, aftur og byrjaði aftur að sigla sömu leið þrátt fyrir að hafa verið beðinn um að veiða á öðru svæði af norskum yfirvöldum á Svalbarða. Sigldi togarinn 36 sinnum yfir sæstrenginn frá 13. maí til 1. ágúst. Melkart 5 sigldi einnig ítrekað yfir gasleiðslu Svalbarða frá 16. janúar til 21. febrúar 2022. Hann sigldi nálægt heræfingu NATO og norska hersins, Cold Response, þann 12. mars og þann 18. júlí var skipstjórinn sektaður fyrir að setja út léttabát nálægt brú við Kirkenes þar sem norski herinn æfir. Kallar eftir lagabreytingum Samkvæmt Fause gera norsk lög aðeins ráð fyrir að hægt sé að sækja skaðabætur vegna skemmdarverka á borð við þessi. Ekki sé hægt að refsa neinum. Kallar Fause eftir því að skipaferðir með veiðarfærum verði bannaðar yfir sæstrengjum. Útgerð togarans, Murman Seafood, hafnar alfarið að hafa skemmt sæstrenginn. Veiðarnar séu löglegar og margar aðrar ástæður gætu verið fyrir skemmdunum á strengnum. Þá segir útgerðin að ekki sé hægt að treysta upplýsingum frá AIS, sjálfvirka auðkenniskerfinu sem notað var til að fylgjast með ferðum Melkart 5 og annarra togara á svæðinu. Noregur Rússland Fjarskipti Sæstrengir Tengdar fréttir Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. 5. apríl 2023 07:01 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira
Í viðtali við norska ríkisútvarpið NRK í október sagði Lars Fause, sýslumaður á Svalbarða að löggjöfin til að verja sæstrengi væri ekki næg. Ekki væri hægt að refsa skipstjórum skipa sem skemmdu fjarskiptakapla, viljandi eða óviljandi, utan við landhelgina. Eins og Vísir greindi frá í morgun hafa rússnesk skip sést sniglast í nágrenni við írsku borgina Galway. En þar liggur hinn nýi fjarskiptasæstrengur IRIS sem eykur fjarskiptaöryggi Íslands til muna. Sagaði strenginn með veiðarfærunum Svalbarði er afar háður sínum eina kapli upp á netöryggi. Norðmenn reka einnig stóra gervihnattastöð á Svalbarða, sem og háskóla og námufyrirtæki. Vitað er að einn rússneskur togari, Melkart 5, sigldi 107 sinnum fram og til baka á aðeins 9 dögum yfir sæstrenginn í janúar 2022. Eins og hann væri að saga í sundur strenginn með veiðarfærunum. Aðrir rússneskir togarar sigldu einnig yfir strenginn sem gaf sig að lokum. Datt netsamband niður um tíma. Eftir að strengurinn var lagaður í maí kom sami togari, Melkart 5, aftur og byrjaði aftur að sigla sömu leið þrátt fyrir að hafa verið beðinn um að veiða á öðru svæði af norskum yfirvöldum á Svalbarða. Sigldi togarinn 36 sinnum yfir sæstrenginn frá 13. maí til 1. ágúst. Melkart 5 sigldi einnig ítrekað yfir gasleiðslu Svalbarða frá 16. janúar til 21. febrúar 2022. Hann sigldi nálægt heræfingu NATO og norska hersins, Cold Response, þann 12. mars og þann 18. júlí var skipstjórinn sektaður fyrir að setja út léttabát nálægt brú við Kirkenes þar sem norski herinn æfir. Kallar eftir lagabreytingum Samkvæmt Fause gera norsk lög aðeins ráð fyrir að hægt sé að sækja skaðabætur vegna skemmdarverka á borð við þessi. Ekki sé hægt að refsa neinum. Kallar Fause eftir því að skipaferðir með veiðarfærum verði bannaðar yfir sæstrengjum. Útgerð togarans, Murman Seafood, hafnar alfarið að hafa skemmt sæstrenginn. Veiðarnar séu löglegar og margar aðrar ástæður gætu verið fyrir skemmdunum á strengnum. Þá segir útgerðin að ekki sé hægt að treysta upplýsingum frá AIS, sjálfvirka auðkenniskerfinu sem notað var til að fylgjast með ferðum Melkart 5 og annarra togara á svæðinu.
Noregur Rússland Fjarskipti Sæstrengir Tengdar fréttir Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. 5. apríl 2023 07:01 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira
Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. 5. apríl 2023 07:01