„Við klárum bara rannsóknina“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. apríl 2023 11:54 Grímur Grímsson er yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn segir að rannsókn á einkar grófri líkamsárás í Reykjavík sé vel á veg kominn. Mennirnir sem grunaðir eru um árásina voru leystir úr varðhaldi í fyrradag. Árásin sem er til rannsóknar átti sér stað í húsnæði við Vatnagarða, er sögð hafa tengst peningum með einum eða öðrum hætti og staðið yfir í um tvær klukkustundir. RÚV greindi fyrst frá málinu og lýsir því að þolandi árásarinnar hafi verið keflaður á höndum og fótum, látinn afklæðast, hýddur með belti, skorinn, laminn og stunginn með stálröri. Þá var hann kýldur ítrekað og skótá sparkað eða troðið í endaþarm hans. Þá er árásin sögð hafa verið tekin upp á myndband. Manninum tókst loks að komast undan og brjóta rúðu í nálægu húsi til að vekja athygli á sér. Árásarmennirnir eltu hann hins vegar uppi og náðu honum og köstuðu inn í bíl. Þar tóku þeir eftir því að það blæddi verulegar úr slagæð á handlegg. Þá skildu þeir hann eftir, með síma, þannig að hann gat hringt á aðstoð. Rannsókn miðar vel Í fyrradag hafnaði Landsréttur kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum, en þeir hafa setið í varðhaldi í um átta vikur, frá því þeir voru handteknir. Í samtali við Vísi segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að ástæða þess að mennirnir hefðu verið látnir lausir væri sú að ekki lægi fyrir hvort alvarlegustu áverkar mannsins, sem er skurðurinn á handleggnum, væri eftir árásarmennina eða ekki. „Við klárum bara rannsóknina. Það eru svo sem engin önnur viðbrögð við þessu af okkar hálfu,“ segir Grímur. Ekki hefur verið farið fram á farbann yfir mönnunum og það stendur ekki til. Rannsókn málsins miði vel og málið verði sent ákærusviði lögreglu eftir páska, þaðan sem það fer svo til héraðssaksóknara. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Látnir lausir þrátt fyrir sérstaklega grófa árás Tveimur mönnum hefur verið sleppt úr haldi þrátt fyrir að þeir séu grunaðir um hrottalega árás á mann, sem er sagður hafa verið nær dauða en lífi þegar hann komst undir læknishendur. 5. apríl 2023 06:48 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Árásin sem er til rannsóknar átti sér stað í húsnæði við Vatnagarða, er sögð hafa tengst peningum með einum eða öðrum hætti og staðið yfir í um tvær klukkustundir. RÚV greindi fyrst frá málinu og lýsir því að þolandi árásarinnar hafi verið keflaður á höndum og fótum, látinn afklæðast, hýddur með belti, skorinn, laminn og stunginn með stálröri. Þá var hann kýldur ítrekað og skótá sparkað eða troðið í endaþarm hans. Þá er árásin sögð hafa verið tekin upp á myndband. Manninum tókst loks að komast undan og brjóta rúðu í nálægu húsi til að vekja athygli á sér. Árásarmennirnir eltu hann hins vegar uppi og náðu honum og köstuðu inn í bíl. Þar tóku þeir eftir því að það blæddi verulegar úr slagæð á handlegg. Þá skildu þeir hann eftir, með síma, þannig að hann gat hringt á aðstoð. Rannsókn miðar vel Í fyrradag hafnaði Landsréttur kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum, en þeir hafa setið í varðhaldi í um átta vikur, frá því þeir voru handteknir. Í samtali við Vísi segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að ástæða þess að mennirnir hefðu verið látnir lausir væri sú að ekki lægi fyrir hvort alvarlegustu áverkar mannsins, sem er skurðurinn á handleggnum, væri eftir árásarmennina eða ekki. „Við klárum bara rannsóknina. Það eru svo sem engin önnur viðbrögð við þessu af okkar hálfu,“ segir Grímur. Ekki hefur verið farið fram á farbann yfir mönnunum og það stendur ekki til. Rannsókn málsins miði vel og málið verði sent ákærusviði lögreglu eftir páska, þaðan sem það fer svo til héraðssaksóknara.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Látnir lausir þrátt fyrir sérstaklega grófa árás Tveimur mönnum hefur verið sleppt úr haldi þrátt fyrir að þeir séu grunaðir um hrottalega árás á mann, sem er sagður hafa verið nær dauða en lífi þegar hann komst undir læknishendur. 5. apríl 2023 06:48 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Látnir lausir þrátt fyrir sérstaklega grófa árás Tveimur mönnum hefur verið sleppt úr haldi þrátt fyrir að þeir séu grunaðir um hrottalega árás á mann, sem er sagður hafa verið nær dauða en lífi þegar hann komst undir læknishendur. 5. apríl 2023 06:48