Hrannar hættir hjá Stjörnunni: „Ekkert farinn að skoða önnur mál“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2023 12:46 Hrannar Guðmundsson hættir sem þjálfari Stjörnunnar eftir tímabilið. Vísir/Hulda Margrét Hrannar Guðmundsson tilkynnti óvænt frá því fyrr í vikunni að hann myndi hætta sem þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild kvenna í handbolta að yfirstandandi tímabili loknu. Hrannar átti eitt ár eftir af samningi sínum, en segir að nokkrar ástæður liggi að baki ákvarðarinnar. „Í rauninni var þetta bara þannig að ég var með ákvæði í samningnum mínum í mars sem ég ákvað að nýta mér. Það eru nokkrar ásætður fyrir því og miklar breytingar á leikmannahópnum. Það er ein af ástæðunum og í raunini ein af nokkrum,“ sagði Hrannar þegar Vísir náði tali af honum í morgun og bætir við að ákvörðunin sé alfarið að sínu frumkvæði. „Ótrúlega gaman að vinna fyrir Stjörnuna“ Gengi Stjörnunnar á tímabilinu er ólíklega ein af ástæðum þess að Hrannar ákvað að segja starfi sínu lausuþ Liðið endaði í þriðja sæti Olís-deildar kvenna með 31 stig, fimm stigum á eftir nýkrýndum deildarmeisturum ÍBV, og Hrannar segir það lengi vel hafa komið til greina að halda áfram með liðið. „Jú það kom alveg til greina að halda áfram. Ekki spurning. Það er ótrúlega gaman að vinna fyrir Stjörnuna og allt það þannig það kom alveg upp,“ sagði Hrannar. Svekkjandi að hafa ekki veitt toppliðunum meiri samkeppni Hrannar óttast ekki að liðið muni gefa eftir nú þegar hann hafi tilkynnt að hann sé á förum eins og oft vill verða eftir slíkar tilkynningar þjálfara. „Nei ég hef engar áhyggjur af því. Það er náttúrulega mikið hungur í leikmannahópnum að fylgja eftir góðu tímabili og við þurfum að gera það í úrslitakeppninni. Við endum með 31 stig í deildinni sem er 11 stigum meira en í fyrra og bara búin að vinna öll liðin fyrir neðan okkur fyrir utan eitt tap á móti KA/Þór fyrir norðan.“ „Það sem er kannski það eina sem er svekkjandi við tímabilið er að hafa ekki veitt Val og ÍBV aðeins meiri mótspyrnu. En ég held að við getum öll verið sammála um það að við tókum klárlega eitt og jafnvel tvö skref upp á við frá því á síðasta tímabili.“ Næstu skref skoðuð eftir úrslitakeppnina Hann segist þó ekki vita hvað framtíðin beri í skauti sér. „Það er ekkert launungamál að ég hef mikinn áhuga á þjálfun og vill halda mér í þjálfun. Ég er bara að skoða mína möguleika og hvað mun taka við.“ „Ég tilkynnti þetta bara fyrir tveimur dögum síðan og ég var ekkert farinn í það að skoða önnur mál fyrir það,“ sagði Hrannar og bætir við að nú sé einbeitingin sett á úrslitakeppnina. „Það er bara fullur fókus og spennandi tími framundan. Ég hef fulla trú á þessu liði og að við getum gert góða hluti. En KA/Þór er mjög verðugt verkefni með frábært lið og frábæran þjálfara þannig þetta verður bara gaman.“ Þrátt fyrir að KA/Þór hafi ekki átt sitt besta tímabil segir Hrannar að lokum að það sé aldrei gefins að fara norður. „KA/Þór er alltaf KA/Þór í KA/Þór. Var ekki einhver sem sagði það? Þetta verður bara mjög verðugt verkefni og ég hlakka til,“ sagði Hrannar léttur að lokum. Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
„Í rauninni var þetta bara þannig að ég var með ákvæði í samningnum mínum í mars sem ég ákvað að nýta mér. Það eru nokkrar ásætður fyrir því og miklar breytingar á leikmannahópnum. Það er ein af ástæðunum og í raunini ein af nokkrum,“ sagði Hrannar þegar Vísir náði tali af honum í morgun og bætir við að ákvörðunin sé alfarið að sínu frumkvæði. „Ótrúlega gaman að vinna fyrir Stjörnuna“ Gengi Stjörnunnar á tímabilinu er ólíklega ein af ástæðum þess að Hrannar ákvað að segja starfi sínu lausuþ Liðið endaði í þriðja sæti Olís-deildar kvenna með 31 stig, fimm stigum á eftir nýkrýndum deildarmeisturum ÍBV, og Hrannar segir það lengi vel hafa komið til greina að halda áfram með liðið. „Jú það kom alveg til greina að halda áfram. Ekki spurning. Það er ótrúlega gaman að vinna fyrir Stjörnuna og allt það þannig það kom alveg upp,“ sagði Hrannar. Svekkjandi að hafa ekki veitt toppliðunum meiri samkeppni Hrannar óttast ekki að liðið muni gefa eftir nú þegar hann hafi tilkynnt að hann sé á förum eins og oft vill verða eftir slíkar tilkynningar þjálfara. „Nei ég hef engar áhyggjur af því. Það er náttúrulega mikið hungur í leikmannahópnum að fylgja eftir góðu tímabili og við þurfum að gera það í úrslitakeppninni. Við endum með 31 stig í deildinni sem er 11 stigum meira en í fyrra og bara búin að vinna öll liðin fyrir neðan okkur fyrir utan eitt tap á móti KA/Þór fyrir norðan.“ „Það sem er kannski það eina sem er svekkjandi við tímabilið er að hafa ekki veitt Val og ÍBV aðeins meiri mótspyrnu. En ég held að við getum öll verið sammála um það að við tókum klárlega eitt og jafnvel tvö skref upp á við frá því á síðasta tímabili.“ Næstu skref skoðuð eftir úrslitakeppnina Hann segist þó ekki vita hvað framtíðin beri í skauti sér. „Það er ekkert launungamál að ég hef mikinn áhuga á þjálfun og vill halda mér í þjálfun. Ég er bara að skoða mína möguleika og hvað mun taka við.“ „Ég tilkynnti þetta bara fyrir tveimur dögum síðan og ég var ekkert farinn í það að skoða önnur mál fyrir það,“ sagði Hrannar og bætir við að nú sé einbeitingin sett á úrslitakeppnina. „Það er bara fullur fókus og spennandi tími framundan. Ég hef fulla trú á þessu liði og að við getum gert góða hluti. En KA/Þór er mjög verðugt verkefni með frábært lið og frábæran þjálfara þannig þetta verður bara gaman.“ Þrátt fyrir að KA/Þór hafi ekki átt sitt besta tímabil segir Hrannar að lokum að það sé aldrei gefins að fara norður. „KA/Þór er alltaf KA/Þór í KA/Þór. Var ekki einhver sem sagði það? Þetta verður bara mjög verðugt verkefni og ég hlakka til,“ sagði Hrannar léttur að lokum.
Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira