Fermingarbarnið pantaði heimagerða brauðtertu, marengs og pönnukökur Íris Hauksdóttir skrifar 6. apríl 2023 13:00 Laufey Rós Hallsdóttir hefur notið mikilla vinsælda á Facebook hópnum Gamaldags matur þar sem hún sýnir huggulegan heimilismat. Samhliða matseldinni undirbýr Laufey fermingu sonar síns en sá sér þó fært að deila með lesendum Vísis uppskrift af girnilegri ostaköku sem hún hyggist galdra fram yfir páskahátíðina. Laufey er lærður matartæknir og starfar sem yfirmatráður á dvalarheimilinu Hulduhlíð á Eskifirði þar sem hún er búsett ásamt fjölskyldu sinni. „Ég er fædd og uppalin í Borgarnesi en bjó um tíma í Reykjavík áður en við fluttumst hingað á Eskifjörð árið 2010. Í dag eigum við þrjú börn og átta kílóa páskakanínuna Furu sem er ein af fimmtán sinnar tegundar hér á landi.“ Páskakanínan Fura er af tegundinni Flemish giant og ein örfárra sinnar tegundar hér á landi Áhuginn kviknaði með komu krakkanna Laufey segir áhuga sinn á matargerð hafa að mestu leyti byrjað eftir að börnin komu í heiminn. „Í fyrstu fór ég að safna uppskriftarblöðum og bókum og á þær í dag í hundraðatali. Mér þykir rosalega vænt um þetta safn mitt í dag og veit fátt skemmtilegra en að fletta í gegnum þær aftur og aftur.“ Eftir að byrja að vinna á dvalarheimilinu var ekki aftur snúið með matargerðaráhugann. Laufey skráði sig í nám á Akureyri þar sem hún lærði matartækni. Eftir útskrift tók hún svo við stöðu yfirmatráðs á dvalarheimilinu við góðar undirtektir gamla fólksins. „Þau eru svo yndisleg íbúarnir þar og spara sannarlega ekki hrósin. Mér finnst mjög gaman að prófa mig áfram í eldhúsinu og er í seinni tíð farin að taka að mér að baka og gera brauðtertur fyrir fólk,“ segir Laufey. Hún skrifar jafnframt uppskriftir inn á matarvefinn Matland.is og segist hafa gaman af. Þakklát fyrir að hafa alist upp við gamaldags mat „Ég ólst upp við mikla sjálfbærni hjá foreldrum mínum þegar kom að matargerð, og ég hef sjálfsagt tekið margt frá þeim inn í mína vinnu. Þau ræktuðu kartöflur á hverju ári upp í bústað sem dugðu síðan allt árið um kring. Við fórum sömuleiðis ár hvert í berjamó og útbjuggum mörg kíló af sultum og allskyns söftum. Það er óhætt að segja að ég hafi alist upp við gamaldags og góðan mat þar sem saltað var í tunnur og slátur tekið á haustin. Við sviðum hausa og lappir og ég er í dag þakklát foreldrum mínum fyrir að hafa virkjað mig í þátttöku við þetta allt. Það er eflaust helsta ástæða fyrir því að ég hef svo mikla unun af þess háttar matargerð í dag.“ Fljót að þefa eggin uppi Þegar talið berst að páskahátíðinni segist Laufey mestan tíma muni fara í undirbúning fyrir fermingu sonar síns. „Ég ólst upp við miklar páskaskreytingar þar sem húsið var nánast undirlagt af allskyns páskakanínum og ungum. Gulu gardínurnar voru settar í eldhúsgluggann og ilmur af páskalambinu fyllti húsið á páskadag. Ég er því miður ekki sama skreytingarkonan og mamma var en ég hef haldið í hefðina að hafa lambalæri eða hrygg yfir páskahátíðina eins og var alltaf í minni æsku. Góður eftirréttur er svo nauðsynlegur og í ár ætla ég að gera þessa Twix ostaköku sem ég deili hér uppskrift af. Við felum svo alltaf páskaeggin fyrir krakkana sem þau leita síðan að þegar þau vakna en þau eru venjulega mjög fljót að þefa þau uppi. Annars erum við á kafi í undirbúningi fyrir fermingu sonarins. Hann er miðjubarnið svo ég hef reynslu. Við ætlum að hafa veisluna í smærri kantinum og svo stærri fyrir sunnan í sumar því þar býr flest okkar fólk. Plús að halda veisluna seinna Það verða því bara við foreldrar og amma og afi sem búa hér en fermingarbarnið pantaði heimagerða brauðtertu, marengs og pönnukökur fyrir stóra daginn enda er það allt í uppáhaldi hjá honum. Stóra veislan í sumar verður svo haldin í sal hjá Hjálpræðishernum þar sem ég mun bjóða upp á ýmsar tertur og brauðrétti. Við vorum með sambærilegar veitingar hjá elsta syninum fyrir tveimur árum og það kom mjög vel út. Hann er sjálfur frekar óákveðinn hvað litaþema varðar en hann er svo nægjusamur og segist verða glaður með allt sama hvernig útkoman verður. Sjálfri finnst mér það ákveðinn plús að halda veisluna seinna því þá get ég grennslast fyrir um það hvernig aðrir fara að og fá jafnvel hugmyndir en auðvitað skiptir mestu máli að takmarka stressið og njóta sem mest.“ Twix ostaterta Botn 1 stórt Twix ½ pakki Ritz kex ½ pakki Hobb Nobs Milk Chocolate kex 50 g brætt smjör ½ tsk. salt Myljið og saxið kex og Twix blönduna vel saman og bætið bræddu smjöri við. Þjappið í botninn á stóru smelluformi. Mér finnst best að setja bökunarpappír í botninn á forminu. Fylling 1 peli rjómi 4 matarlímsblöð 400 g rjómaostur 150 g flórsykur 1 tsk. vanilludropar 80 g Lindu dökkt súkkulaði 1 msk. rjómi 1 tsk. smjör Leggið matarlímið í skál með köldu vatni og látið liggja. Léttþeytið rjóma og takið til hliðar. Þeytið saman rjómaosti, flórsykri og vanilludropum. Hitið ½ dl af vatni þangað til suðan er komin upp. Takið þá matarlímið eitt í einu og pískið vel saman við vatnið þangað til það eyðist alveg upp í vatninu. Látið vökvann renna í mjórri bunu út í rjómaostablönduna og hrærið á meðan. Blandið rjómanum varlega saman við með sleikju. Setjið súkkulaði, tsk af smjöri og tsk af rjóma og bræðið varlega saman í potti. Blandið saman við rjómaostablönduna þannig að myndist falleg marmaraáferð. Hellið að lokum yfir kexbotninn og geymið í kæli, helst yfir nótt. Losið úr forminu og færið á fallegan disk. Páskar Fermingar Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Laufey er lærður matartæknir og starfar sem yfirmatráður á dvalarheimilinu Hulduhlíð á Eskifirði þar sem hún er búsett ásamt fjölskyldu sinni. „Ég er fædd og uppalin í Borgarnesi en bjó um tíma í Reykjavík áður en við fluttumst hingað á Eskifjörð árið 2010. Í dag eigum við þrjú börn og átta kílóa páskakanínuna Furu sem er ein af fimmtán sinnar tegundar hér á landi.“ Páskakanínan Fura er af tegundinni Flemish giant og ein örfárra sinnar tegundar hér á landi Áhuginn kviknaði með komu krakkanna Laufey segir áhuga sinn á matargerð hafa að mestu leyti byrjað eftir að börnin komu í heiminn. „Í fyrstu fór ég að safna uppskriftarblöðum og bókum og á þær í dag í hundraðatali. Mér þykir rosalega vænt um þetta safn mitt í dag og veit fátt skemmtilegra en að fletta í gegnum þær aftur og aftur.“ Eftir að byrja að vinna á dvalarheimilinu var ekki aftur snúið með matargerðaráhugann. Laufey skráði sig í nám á Akureyri þar sem hún lærði matartækni. Eftir útskrift tók hún svo við stöðu yfirmatráðs á dvalarheimilinu við góðar undirtektir gamla fólksins. „Þau eru svo yndisleg íbúarnir þar og spara sannarlega ekki hrósin. Mér finnst mjög gaman að prófa mig áfram í eldhúsinu og er í seinni tíð farin að taka að mér að baka og gera brauðtertur fyrir fólk,“ segir Laufey. Hún skrifar jafnframt uppskriftir inn á matarvefinn Matland.is og segist hafa gaman af. Þakklát fyrir að hafa alist upp við gamaldags mat „Ég ólst upp við mikla sjálfbærni hjá foreldrum mínum þegar kom að matargerð, og ég hef sjálfsagt tekið margt frá þeim inn í mína vinnu. Þau ræktuðu kartöflur á hverju ári upp í bústað sem dugðu síðan allt árið um kring. Við fórum sömuleiðis ár hvert í berjamó og útbjuggum mörg kíló af sultum og allskyns söftum. Það er óhætt að segja að ég hafi alist upp við gamaldags og góðan mat þar sem saltað var í tunnur og slátur tekið á haustin. Við sviðum hausa og lappir og ég er í dag þakklát foreldrum mínum fyrir að hafa virkjað mig í þátttöku við þetta allt. Það er eflaust helsta ástæða fyrir því að ég hef svo mikla unun af þess háttar matargerð í dag.“ Fljót að þefa eggin uppi Þegar talið berst að páskahátíðinni segist Laufey mestan tíma muni fara í undirbúning fyrir fermingu sonar síns. „Ég ólst upp við miklar páskaskreytingar þar sem húsið var nánast undirlagt af allskyns páskakanínum og ungum. Gulu gardínurnar voru settar í eldhúsgluggann og ilmur af páskalambinu fyllti húsið á páskadag. Ég er því miður ekki sama skreytingarkonan og mamma var en ég hef haldið í hefðina að hafa lambalæri eða hrygg yfir páskahátíðina eins og var alltaf í minni æsku. Góður eftirréttur er svo nauðsynlegur og í ár ætla ég að gera þessa Twix ostaköku sem ég deili hér uppskrift af. Við felum svo alltaf páskaeggin fyrir krakkana sem þau leita síðan að þegar þau vakna en þau eru venjulega mjög fljót að þefa þau uppi. Annars erum við á kafi í undirbúningi fyrir fermingu sonarins. Hann er miðjubarnið svo ég hef reynslu. Við ætlum að hafa veisluna í smærri kantinum og svo stærri fyrir sunnan í sumar því þar býr flest okkar fólk. Plús að halda veisluna seinna Það verða því bara við foreldrar og amma og afi sem búa hér en fermingarbarnið pantaði heimagerða brauðtertu, marengs og pönnukökur fyrir stóra daginn enda er það allt í uppáhaldi hjá honum. Stóra veislan í sumar verður svo haldin í sal hjá Hjálpræðishernum þar sem ég mun bjóða upp á ýmsar tertur og brauðrétti. Við vorum með sambærilegar veitingar hjá elsta syninum fyrir tveimur árum og það kom mjög vel út. Hann er sjálfur frekar óákveðinn hvað litaþema varðar en hann er svo nægjusamur og segist verða glaður með allt sama hvernig útkoman verður. Sjálfri finnst mér það ákveðinn plús að halda veisluna seinna því þá get ég grennslast fyrir um það hvernig aðrir fara að og fá jafnvel hugmyndir en auðvitað skiptir mestu máli að takmarka stressið og njóta sem mest.“ Twix ostaterta Botn 1 stórt Twix ½ pakki Ritz kex ½ pakki Hobb Nobs Milk Chocolate kex 50 g brætt smjör ½ tsk. salt Myljið og saxið kex og Twix blönduna vel saman og bætið bræddu smjöri við. Þjappið í botninn á stóru smelluformi. Mér finnst best að setja bökunarpappír í botninn á forminu. Fylling 1 peli rjómi 4 matarlímsblöð 400 g rjómaostur 150 g flórsykur 1 tsk. vanilludropar 80 g Lindu dökkt súkkulaði 1 msk. rjómi 1 tsk. smjör Leggið matarlímið í skál með köldu vatni og látið liggja. Léttþeytið rjóma og takið til hliðar. Þeytið saman rjómaosti, flórsykri og vanilludropum. Hitið ½ dl af vatni þangað til suðan er komin upp. Takið þá matarlímið eitt í einu og pískið vel saman við vatnið þangað til það eyðist alveg upp í vatninu. Látið vökvann renna í mjórri bunu út í rjómaostablönduna og hrærið á meðan. Blandið rjómanum varlega saman við með sleikju. Setjið súkkulaði, tsk af smjöri og tsk af rjóma og bræðið varlega saman í potti. Blandið saman við rjómaostablönduna þannig að myndist falleg marmaraáferð. Hellið að lokum yfir kexbotninn og geymið í kæli, helst yfir nótt. Losið úr forminu og færið á fallegan disk.
Páskar Fermingar Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira