Frá þessu er greint á Facebook-síðu Stjörnunnar þar sem segir að um samkomulag á milli stjórnar handknattleiksdeildarinnar og Hrannars sé að ræða. Hann muni klára úrslitakeppnina í Olís-deildinni með Stjörnunni en svo verði nýr þjálfari fundinn.
Hrannar tók við Stjörnunni í ársbyrjun 2022 eftir að Rakel Dögg Bragadóttir hætti, og í vetur hefur liðið verið eitt af bestu liðum landsins en það endaði í 3. sæti Olís-deildarinnar, fimm stigum á eftir ÍBV og Val.
Stjörnukonur eru því á leið í úrslitakeppnina sem hefst eftir landsleikjahléið sem nú er hafið, en þær taka á móti KA/Þór í sex liða úrslitunum mánudagskvöldið 17. apríl.