Hunda- og kattafólk snýr bökum saman fyrir frumvarp Kristinn Haukur Guðnason skrifar 4. apríl 2023 14:17 Í dag þarf samþykki 2/3 íbúa fyrir hunda eða kattahalti í fjölbýlishúsi. Visir/Vilhelm Hunda og kattaeigendur hafa sameinast um undirskriftalista til stuðnings frumvarpi um breytingu á lögum um fjöleignarhús. Samkvæmt frumvarpinu yrði katta og hundahald í fjölbýlishúsum ekki háð leyfi annarra íbúa. Undirskriftalistinn var settur á fót í gær og það safnast hratt á hann. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 2.600 manns skrifað undir. „Gæludýraeigendur sem þurfa að flytja lenda oft í vandræðum þegar kemur að því að afla samþykkis nágranna sinna,“ segir í texta sem fylgir listanum. „Þá standa þeim erfiðir valkostir til boða. Annaðhvort þurfa þeir að sætta sig við húsnæði sem þeir kæra sig ekki um eða losa sig við gæludýrið sitt.“ Komi harkalega niður á fátækum Ástrós Una Jóhannesdóttir, ábyrgðarmaður undirskriftalistans, segir að sjónarmið hérna á Íslandi varðandi gæludýrahald í fjöleignarhúsum hafi verið mun íhaldssamari en í nágrannalöndum. „Eins og staðan er í dag er fólki mismunað eftir því í hvernig húsnæði það býr,“ segir hún. Þetta komi harkalegast niður á fátækum. Ástrós Una Jóhannesdóttir er ábyrgðarmaður listans. Samkvæmt núgildandi lögum þarf samþykki 2/3 íbúa fjöleignarhúss fyrir hunda eða kattahaldi. Ástrós segir að það sé visst álag fyrir fólk að þurfa að standa í að safna þessum samþykkjum. „Engu að síður er hægt að sýna tillitssemi í þessum efnum sem og öðrum er varðar sameiginleg mál íbúa fjöleignarhúsa. Ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að taka á vandamálum komi þau upp í stað þess að gert sé ráð fyrir því að vandamál muni koma upp sé fólki almennt leyft að halda hunda og ketti í fjölbýli,“ segir hún. Hún segir rannsóknir sýna fram á jákvæð áhrif hunda og kattahalds, á bæði líkamlega og andlega heilsu fólks. Einnig hvað börn græði mikið á því að alast upp með hundum eða köttum. Ofnæmi eða fælni girði ekki fyrir rétt til dýrahalds Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, leggur frumvarpið fram í annað skipti. Sex aðrir þingmenn flokksins og Pírata eru meðflutningsmenn. Samkvæmt frumvarpinu myndu húsfélög geta sett sér sérstakar reglur um gæludýrahald á húsfundum, með samþykki allra íbúa. Inga Sæland er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.Visir/Vilhelm Aðeins væri hægt að banna dýrahald með samþykki 2/3 hluta íbúa, í einstökum tilvikum. Það er „ef það veldur öðrum íbúum verulegum ama, ónæði og truflunum og eigandi dýrsins neitar að gera bót þar á,“ eins og segir í frumvarpinu. Sé fólk með svo mikið ofnæmi eða fælni er nær að það fólk flytji í íbúð með sérinngangi en að girt verði fyrir frelsi annarra til að hafa hund eða kött á eigin heimili. Þeir sem skrifa undir undirskriftalistann hvetja velferðarnefnd Alþingis til að samþykkja frumvarpið. En frumvarpið er nú þar til umræðu. Dýr Hundar Kettir Gæludýr Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Undirskriftalistinn var settur á fót í gær og það safnast hratt á hann. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 2.600 manns skrifað undir. „Gæludýraeigendur sem þurfa að flytja lenda oft í vandræðum þegar kemur að því að afla samþykkis nágranna sinna,“ segir í texta sem fylgir listanum. „Þá standa þeim erfiðir valkostir til boða. Annaðhvort þurfa þeir að sætta sig við húsnæði sem þeir kæra sig ekki um eða losa sig við gæludýrið sitt.“ Komi harkalega niður á fátækum Ástrós Una Jóhannesdóttir, ábyrgðarmaður undirskriftalistans, segir að sjónarmið hérna á Íslandi varðandi gæludýrahald í fjöleignarhúsum hafi verið mun íhaldssamari en í nágrannalöndum. „Eins og staðan er í dag er fólki mismunað eftir því í hvernig húsnæði það býr,“ segir hún. Þetta komi harkalegast niður á fátækum. Ástrós Una Jóhannesdóttir er ábyrgðarmaður listans. Samkvæmt núgildandi lögum þarf samþykki 2/3 íbúa fjöleignarhúss fyrir hunda eða kattahaldi. Ástrós segir að það sé visst álag fyrir fólk að þurfa að standa í að safna þessum samþykkjum. „Engu að síður er hægt að sýna tillitssemi í þessum efnum sem og öðrum er varðar sameiginleg mál íbúa fjöleignarhúsa. Ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að taka á vandamálum komi þau upp í stað þess að gert sé ráð fyrir því að vandamál muni koma upp sé fólki almennt leyft að halda hunda og ketti í fjölbýli,“ segir hún. Hún segir rannsóknir sýna fram á jákvæð áhrif hunda og kattahalds, á bæði líkamlega og andlega heilsu fólks. Einnig hvað börn græði mikið á því að alast upp með hundum eða köttum. Ofnæmi eða fælni girði ekki fyrir rétt til dýrahalds Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, leggur frumvarpið fram í annað skipti. Sex aðrir þingmenn flokksins og Pírata eru meðflutningsmenn. Samkvæmt frumvarpinu myndu húsfélög geta sett sér sérstakar reglur um gæludýrahald á húsfundum, með samþykki allra íbúa. Inga Sæland er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.Visir/Vilhelm Aðeins væri hægt að banna dýrahald með samþykki 2/3 hluta íbúa, í einstökum tilvikum. Það er „ef það veldur öðrum íbúum verulegum ama, ónæði og truflunum og eigandi dýrsins neitar að gera bót þar á,“ eins og segir í frumvarpinu. Sé fólk með svo mikið ofnæmi eða fælni er nær að það fólk flytji í íbúð með sérinngangi en að girt verði fyrir frelsi annarra til að hafa hund eða kött á eigin heimili. Þeir sem skrifa undir undirskriftalistann hvetja velferðarnefnd Alþingis til að samþykkja frumvarpið. En frumvarpið er nú þar til umræðu.
Dýr Hundar Kettir Gæludýr Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira