Igor kom til Aftureldingar frá Haukum fyrir tímabilið. Hann hefur spilað vel með Mosfellingum í vetur, aldrei betur en í bikarúrslitaleiknum gegn Haukum þar sem hann skoraði tíu mörk.
Í Olís-deildinni hefur Igor skorað 61 mark í nítján leikjum. Afturelding er í 5. sæti þegar tveimur umferðum er ólokið. Annað kvöld mætir Afturelding Selfossi fyrir austan fjall.
Igor kom fyrst hingað til lands 2016 og gekk í raðir Akureyrar. Hann hefur leikið að mestu hér á landi síðan þá, fyrst með Akureyri, svo Þór, síðan Haukum og loks Aftureldingu.