Tilkynnt var um einstakling með „leiðindi“ við heimsókn á ótilgreinda stofnun í Hafnarfirði í dag, eins og fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í sama hverfi hafði lögregla afskipti af betlara.
Í Laugardalnum var tilkynnt um nágrannadeilur og í sama hverfi var brotist inn í fyrirtæki. Þjófar höfðu á brott farsíma og heyrnartól.