Sýkingar aukist til muna í fjarveru neyslurýmis: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2023 20:00 Maríanna segir slæmu afleiðingarnar af lokun Ylju blasa við, hið augljósa séu sýkingarnar en þær verstu möguleikinn á ofskömmtun. Vísir/arnar Sýkingum hefur fjölgað mikið hjá notendum neyslurýmisins Ylju síðan úrræðinu var lokað fyrir tæpum mánuði. Hópur þeirra ekki skilað sér í lifrarbólgumeðferðir. Ein þeirra sem sótti oft þjónustu Ylju segir málið grafalvarlegt. Hún hafi miklar áhyggjur af vinum sínum og sérstaklega þeim sem karlkyns eru. Fólk notaði Ylju, færanlegt neyslurými, til að nota efni í öruggu umhverfi undir leiðsögn heilbrigðisstarfsmanns. Verkefnið var í anda skaðaminnkunar og hafði það að markmiði, meðal annars að koma í veg fyrir ofskömmtun og sýkingar. Bíllinn sem notaður var undir starfsemina gaf upp öndina í desember en aðstandendur Ylju vilja varanlegt húsnæði undir starfsemina. Samningur um verkefnið rann út hinn 6. mars síðastliðinn en síðan þá hefur ekkert neyslurými verið starfrækt á höfuðborgarsvæðinu. Marín Þórsdóttir deildarstjóri hjá Rauða krossinum segir að málið þoli ekki neina bið. Deildarstjóri hjá Rauða krossinum segir Ylju fyrir löngu hafa sannað gildi sitt. Bara í fyrra hafi lífi tveggja verið bjargað sem höfðu tekið of stóran skammt.Vísir/arnar „Það liggur á borðinu tveggja ára samningur við Sjúkratryggingar um leið og húsnæði finnst en það er þetta bitbein um hvar þetta húsnæði eigi að vera og jafnvel hver eigi að greiða fyrir það,“ segir Marín sem bætir við. „Það væri gaman að sjá félagsmálaráðherra eða borgarstjóra bretta upp ermar og finna handa okkur gott húsnæði.“ Ekki er ofsögum sagt að stjórnvöld þurfi að bretta upp ermar því það þjónusturof sem hefur orðið gagnvart þessum viðkvæma hópi aðeins frá marsmánuði hefur þegar bitnað illilega á þeim hópi sem notaði Ylju. Hópurinn telur rúmlega hundrað manns. Marín segir að Landspítalinn hafi í fjarveru Ylju misst tengsl við hluta þessa hóps. Þjónusturofið hefur haft alvarlegar afleiðingar á þennan rúmlega hundrað manna hóp. Landspítalinn hafi misst tengsl hluta hópsins. „Þetta er hópur sem var að fá lifrabólgumeðferð á Landspítalanum og við höfum tapað honum. Sýkingum hefur fjölgað í þessum notendahópi því þeir voru í snertingu við hjúkrunarfræðinga þannig að við höfum tapað þessari snertingu við þennan hóp,“ segir Marín. Hefur þungar áhyggjur af vinum sínum Maríanna er ein þeirra sem sótti þjónustu hjá Ylju, færanlegu neyslurými. Vísir/Arnar Maríanna Sigtryggsdóttir er ein þeirra sem nýtti sér þjónustu Ylju en hún tók á móti blaðamanni og tökumanni Stöðvar 2 í gistiskýlinu úti á Granda til að ræða um Ylju en á henni mátti greinilega sjá að málið liggur þungt á henni. Maríanna segir slæmu afleiðingarnar af lokun Ylju blasa við, hið augljósa séu sýkingarnar en þær verstu möguleikinn á ofskömmtun. „Þegar ég var fyrst að byrja að fara þarna þá var ég með æð sem ég gat ekki sett í og þær bara kenndu mér á hana, bara sem dæmi, sem kom í veg fyrir það að ég væri alltaf með sýkingar og þær geta drepið fólk.“ Það halli sérstaklega á karlmenn sem verði að fá dagsetur. „Við stelpurnar getum farið upp í Skjól á milli tíu og þrjú en karlmennirnir? Þeir geta farið á bókasafnið. Eiga þeir að kalla í bókasafnsfræðinginn? Hvað ef eitthvað gerist? Það er enginn þar sem er þjálfaður ef einhver ofskammtar, bara sem dæmi, enginn.“ Maríanna hefur þungar áhyggjur af vinum sínum. „Ég þekki alveg marga, persónulega, sem fóru þarna á hverjum degi, strákarnir, bara til þess að spjalla þegar þeir voru bara á leiðinni nánast að fara að kála sér. Þeir fóru þarna í kaffi og hættu við. Það mun enginn raunverulega vita hvað Ylja er búin að bjarga mörgum mannslífum – vá ég fæ bara kökkinn af því að hugsa um þetta. Það er grafalvarlegt mál að þetta sé ekki lengur,“ segir Maríanna. Ylja hafi ekki aðeins verið öruggt rými þar sem fólk gat notað efni. „Þarna getur maður farið ef maður þurfti að tala við einhvern eða vantaði aðstoð vegna sýkingar, það var bara allt, og svo gat maður fengið sér kaffibolla. Þetta er svo ótrúlega víðfeðmt starf sem þær inna af hendi.“ Þessi tæpi mánuður sem hefur liðið þar sem Ylja hefur legið niðri hafi verið þrúgandi. „Þetta þolir ekki neina bið. Þessi mánuður er búinn að vera allt of langur. Ef það yrði grafið almennilega ofan í þetta þá held ég að það væri jafnvel hægt að rekja einhver dauðsföll til þess að þetta sé ekki opið. Sorry, ég veit þetta hljómar grimmt en köllum bara skóflu skóflu.“ Maríanna hleypti fréttastofu og um leið íslensku samfélagi inn í líf sitt þegar hún kom fram í Kompás í febrúar. Þáttinn í heild er hægt að sjá í spilaranum hér að neðan. Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Neyslurýmið Ylja þarf nýtt húsnæði strax Á mánudaginn, 27. mars, fjallaði Kastljósið um skaðaminnkun og hvað býr að baki þeirrar hugmyndafræði. Þar var hugmyndafræðin útskýrð og rætt við notendur skaðaminnkandi úrræða, sem báðir sögðu frá hvernig úrræðin höfðu einfaldlega bjargað lífi sínu. 30. mars 2023 11:31 Erfitt að meta þjónustuþörfina í gistiskýlum og þörf á fleiri úrræðum Fjölgað hefur í hópi heimilislausra með fjölþættan vanda sem leita í gistiskýli borgarinnar en takmarkað er hversu mikla þjónustu hægt er að veita þar. Framkvæmdastjóri hjá borginni segir þörf á fleiri úrræðum og kallar eftir aðkomu ríkis og sveitarfélaga. Stórefla þurfi heilbrigðisþjónustu fyrir hópinn en heilbrigðisráðherra boðar meðal annars varanlegt neyslurými. 13. mars 2023 20:55 Heilbrigðisráðherra telur þörf á morfínklíník Heilbrigðisráðherra telur þörf á skaðaminnkandi úrræði þar sem fólk með alvarlegan vímuefnavanda getur fengið og notað morfín undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Hann mun stofna starfshóp um aðgerðaáætlun fyrir hópinn og vonast til að geta lagt afraksturinn fyrir þingið næsta vetur. 12. mars 2023 19:32 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Fólk notaði Ylju, færanlegt neyslurými, til að nota efni í öruggu umhverfi undir leiðsögn heilbrigðisstarfsmanns. Verkefnið var í anda skaðaminnkunar og hafði það að markmiði, meðal annars að koma í veg fyrir ofskömmtun og sýkingar. Bíllinn sem notaður var undir starfsemina gaf upp öndina í desember en aðstandendur Ylju vilja varanlegt húsnæði undir starfsemina. Samningur um verkefnið rann út hinn 6. mars síðastliðinn en síðan þá hefur ekkert neyslurými verið starfrækt á höfuðborgarsvæðinu. Marín Þórsdóttir deildarstjóri hjá Rauða krossinum segir að málið þoli ekki neina bið. Deildarstjóri hjá Rauða krossinum segir Ylju fyrir löngu hafa sannað gildi sitt. Bara í fyrra hafi lífi tveggja verið bjargað sem höfðu tekið of stóran skammt.Vísir/arnar „Það liggur á borðinu tveggja ára samningur við Sjúkratryggingar um leið og húsnæði finnst en það er þetta bitbein um hvar þetta húsnæði eigi að vera og jafnvel hver eigi að greiða fyrir það,“ segir Marín sem bætir við. „Það væri gaman að sjá félagsmálaráðherra eða borgarstjóra bretta upp ermar og finna handa okkur gott húsnæði.“ Ekki er ofsögum sagt að stjórnvöld þurfi að bretta upp ermar því það þjónusturof sem hefur orðið gagnvart þessum viðkvæma hópi aðeins frá marsmánuði hefur þegar bitnað illilega á þeim hópi sem notaði Ylju. Hópurinn telur rúmlega hundrað manns. Marín segir að Landspítalinn hafi í fjarveru Ylju misst tengsl við hluta þessa hóps. Þjónusturofið hefur haft alvarlegar afleiðingar á þennan rúmlega hundrað manna hóp. Landspítalinn hafi misst tengsl hluta hópsins. „Þetta er hópur sem var að fá lifrabólgumeðferð á Landspítalanum og við höfum tapað honum. Sýkingum hefur fjölgað í þessum notendahópi því þeir voru í snertingu við hjúkrunarfræðinga þannig að við höfum tapað þessari snertingu við þennan hóp,“ segir Marín. Hefur þungar áhyggjur af vinum sínum Maríanna er ein þeirra sem sótti þjónustu hjá Ylju, færanlegu neyslurými. Vísir/Arnar Maríanna Sigtryggsdóttir er ein þeirra sem nýtti sér þjónustu Ylju en hún tók á móti blaðamanni og tökumanni Stöðvar 2 í gistiskýlinu úti á Granda til að ræða um Ylju en á henni mátti greinilega sjá að málið liggur þungt á henni. Maríanna segir slæmu afleiðingarnar af lokun Ylju blasa við, hið augljósa séu sýkingarnar en þær verstu möguleikinn á ofskömmtun. „Þegar ég var fyrst að byrja að fara þarna þá var ég með æð sem ég gat ekki sett í og þær bara kenndu mér á hana, bara sem dæmi, sem kom í veg fyrir það að ég væri alltaf með sýkingar og þær geta drepið fólk.“ Það halli sérstaklega á karlmenn sem verði að fá dagsetur. „Við stelpurnar getum farið upp í Skjól á milli tíu og þrjú en karlmennirnir? Þeir geta farið á bókasafnið. Eiga þeir að kalla í bókasafnsfræðinginn? Hvað ef eitthvað gerist? Það er enginn þar sem er þjálfaður ef einhver ofskammtar, bara sem dæmi, enginn.“ Maríanna hefur þungar áhyggjur af vinum sínum. „Ég þekki alveg marga, persónulega, sem fóru þarna á hverjum degi, strákarnir, bara til þess að spjalla þegar þeir voru bara á leiðinni nánast að fara að kála sér. Þeir fóru þarna í kaffi og hættu við. Það mun enginn raunverulega vita hvað Ylja er búin að bjarga mörgum mannslífum – vá ég fæ bara kökkinn af því að hugsa um þetta. Það er grafalvarlegt mál að þetta sé ekki lengur,“ segir Maríanna. Ylja hafi ekki aðeins verið öruggt rými þar sem fólk gat notað efni. „Þarna getur maður farið ef maður þurfti að tala við einhvern eða vantaði aðstoð vegna sýkingar, það var bara allt, og svo gat maður fengið sér kaffibolla. Þetta er svo ótrúlega víðfeðmt starf sem þær inna af hendi.“ Þessi tæpi mánuður sem hefur liðið þar sem Ylja hefur legið niðri hafi verið þrúgandi. „Þetta þolir ekki neina bið. Þessi mánuður er búinn að vera allt of langur. Ef það yrði grafið almennilega ofan í þetta þá held ég að það væri jafnvel hægt að rekja einhver dauðsföll til þess að þetta sé ekki opið. Sorry, ég veit þetta hljómar grimmt en köllum bara skóflu skóflu.“ Maríanna hleypti fréttastofu og um leið íslensku samfélagi inn í líf sitt þegar hún kom fram í Kompás í febrúar. Þáttinn í heild er hægt að sjá í spilaranum hér að neðan.
Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Neyslurýmið Ylja þarf nýtt húsnæði strax Á mánudaginn, 27. mars, fjallaði Kastljósið um skaðaminnkun og hvað býr að baki þeirrar hugmyndafræði. Þar var hugmyndafræðin útskýrð og rætt við notendur skaðaminnkandi úrræða, sem báðir sögðu frá hvernig úrræðin höfðu einfaldlega bjargað lífi sínu. 30. mars 2023 11:31 Erfitt að meta þjónustuþörfina í gistiskýlum og þörf á fleiri úrræðum Fjölgað hefur í hópi heimilislausra með fjölþættan vanda sem leita í gistiskýli borgarinnar en takmarkað er hversu mikla þjónustu hægt er að veita þar. Framkvæmdastjóri hjá borginni segir þörf á fleiri úrræðum og kallar eftir aðkomu ríkis og sveitarfélaga. Stórefla þurfi heilbrigðisþjónustu fyrir hópinn en heilbrigðisráðherra boðar meðal annars varanlegt neyslurými. 13. mars 2023 20:55 Heilbrigðisráðherra telur þörf á morfínklíník Heilbrigðisráðherra telur þörf á skaðaminnkandi úrræði þar sem fólk með alvarlegan vímuefnavanda getur fengið og notað morfín undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Hann mun stofna starfshóp um aðgerðaáætlun fyrir hópinn og vonast til að geta lagt afraksturinn fyrir þingið næsta vetur. 12. mars 2023 19:32 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Neyslurýmið Ylja þarf nýtt húsnæði strax Á mánudaginn, 27. mars, fjallaði Kastljósið um skaðaminnkun og hvað býr að baki þeirrar hugmyndafræði. Þar var hugmyndafræðin útskýrð og rætt við notendur skaðaminnkandi úrræða, sem báðir sögðu frá hvernig úrræðin höfðu einfaldlega bjargað lífi sínu. 30. mars 2023 11:31
Erfitt að meta þjónustuþörfina í gistiskýlum og þörf á fleiri úrræðum Fjölgað hefur í hópi heimilislausra með fjölþættan vanda sem leita í gistiskýli borgarinnar en takmarkað er hversu mikla þjónustu hægt er að veita þar. Framkvæmdastjóri hjá borginni segir þörf á fleiri úrræðum og kallar eftir aðkomu ríkis og sveitarfélaga. Stórefla þurfi heilbrigðisþjónustu fyrir hópinn en heilbrigðisráðherra boðar meðal annars varanlegt neyslurými. 13. mars 2023 20:55
Heilbrigðisráðherra telur þörf á morfínklíník Heilbrigðisráðherra telur þörf á skaðaminnkandi úrræði þar sem fólk með alvarlegan vímuefnavanda getur fengið og notað morfín undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Hann mun stofna starfshóp um aðgerðaáætlun fyrir hópinn og vonast til að geta lagt afraksturinn fyrir þingið næsta vetur. 12. mars 2023 19:32