Lóga hátt í sjö hundruð kindum vegna riðu í Miðfirði Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2023 13:47 Riðuveiki er langvinn og ólæknandi. Talið er að prótín sem veldur veikinni geti lifað í áratug í umhverfinu og valdið endurteknum smitum. Myndin er úr safn og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hættii. Vísir/Vilhelm Hátt í sjö hundruð kindum verður lógað á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi eftir að riða greindist þar. Þetta er í fyrsta skipti sem riða greinist á sóttvarnasvæðinu sem nefnist Miðfjarðarhólf. Matvælastofnun segir að bændurnir á Bergsstöðum hafi haft samband í síðustu viku og tilkynnt um veikar kindur með einkenni sem pössuðu við riðu. Starfsmenn stofnunarinnar tóku þá sýni og staðfesti tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum að riða væri í fénu. Nú er unnið sé að undirbúningi aðgerða en Matvælastofnun vill að 690 kindum á bænum verði lógað sem fyrst í ljósi þess að mest smithætta sé við sauðburð. Bergsstaðir eru í sóttvarnasvæðinu Miðfjarðarhólfi en það hefur fram að þessu talist ósýkt svæði samkvæmt reglugerð um útrýmingu á riðuveiki. Nú verður svæðið skilgreint sem sýkt. Það hefur í för með sér að óheimilt verður að flytja sauðfé til lífs milli hjarða í hólfinu og hvaðeina annað sem getur borið smitefni á milli staða eins og hey, heyköggla, hálm, húsdýraáburð, túnþökur og gróðurmold. Þá verður óheimilt að hýsa aðkomufé, fóðra það eða brynna því með heimafé. Riðuveiki er langvinnur og ólæknandi smitsjúkdómur í sauðfé, að því er segir í grein á vef Matvælastofnunar. Hún veldu hrörnunarskemmdum í heila og mænu dýranna. Smitefnið er hvorki baktería né veira heldur aflagað prótín. Veikin leiðir kind stundum til dauða á fáum vikum eða skemur. Smitefnið er talið geta lifað í umhverfi í meira en áratug og komið upp á sama bæ oftar en einu sinni. Dýr Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Riða í Miðfirði Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Matvælastofnun segir að bændurnir á Bergsstöðum hafi haft samband í síðustu viku og tilkynnt um veikar kindur með einkenni sem pössuðu við riðu. Starfsmenn stofnunarinnar tóku þá sýni og staðfesti tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum að riða væri í fénu. Nú er unnið sé að undirbúningi aðgerða en Matvælastofnun vill að 690 kindum á bænum verði lógað sem fyrst í ljósi þess að mest smithætta sé við sauðburð. Bergsstaðir eru í sóttvarnasvæðinu Miðfjarðarhólfi en það hefur fram að þessu talist ósýkt svæði samkvæmt reglugerð um útrýmingu á riðuveiki. Nú verður svæðið skilgreint sem sýkt. Það hefur í för með sér að óheimilt verður að flytja sauðfé til lífs milli hjarða í hólfinu og hvaðeina annað sem getur borið smitefni á milli staða eins og hey, heyköggla, hálm, húsdýraáburð, túnþökur og gróðurmold. Þá verður óheimilt að hýsa aðkomufé, fóðra það eða brynna því með heimafé. Riðuveiki er langvinnur og ólæknandi smitsjúkdómur í sauðfé, að því er segir í grein á vef Matvælastofnunar. Hún veldu hrörnunarskemmdum í heila og mænu dýranna. Smitefnið er hvorki baktería né veira heldur aflagað prótín. Veikin leiðir kind stundum til dauða á fáum vikum eða skemur. Smitefnið er talið geta lifað í umhverfi í meira en áratug og komið upp á sama bæ oftar en einu sinni.
Dýr Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Riða í Miðfirði Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira