Nýjar og öflugri hraðhleðslustöðvar N1 N1 3. apríl 2023 13:00 N1 rekur stærsta hleðslugarð landsins við Staðarskála. Á svæðinu er aðstaða til hleðslu alls 17 ökutækja í senn, níu í hleðslustöðvum N1 og átta í stöðvum Tesla. N1 mun á næstu mánuðum stækka og uppfæra hraðhleðslustöðvanet sitt á landinu. Alls stefnir félagið á að taka 30 nýjar hraðhleðslustöðvar í notkun sem allar verða með 150 kW hleðslugetu. Fyrir rekur N1 hraðhleðslustöðvar með ýmist 50 kW eða 150 kW hleðslugetu á Blönduósi, Borgarnesi, Egilsstöðum, Háholti, Hvolsvelli, Ísafirði, Kirkjubæjarklaustri, Sauðárkróki, Skógarlind, Staðarskála og Vík. Auk þess má finna Tesla-hleðslustöðvar á N1 Fossvogi og Staðarskála. Eftir uppfærsluna verða allar hraðhleðslustöðvar við þjónustustöðvar N1 með 150 kW hleðslugetu. Slíkar hleðslustöðvar henta vel til hleðslu á stærri ökutækjum eins og þeirra sem notaðar eru til vöruflutninga.Aukin áhersla N1 á rafhleðslur við þjónustustöðvar er liður í því að auka framboð á endurnýjanlegum og grænum orkugjöfum og er í takt við orkustefnu félagsins til framtíðar. Félagið hefur ráðist í mikla uppbyggingu á þessu sviði á undanförnum árum og rekur meðal annars stærsta hleðslugarð landsins við Staðarskála. Á svæðinu er aðstaða til hleðslu alls 17 ökutækja í senn, níu í hleðslustöðvum N1 og átta í stöðvum Tesla. „Með þessari uppbyggingu viljum við auðvelda fólki að ferðast umhverfisvænt um landið á eins skjótan og hagkvæman hátt og mögulegt er,” segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1. Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, segir fjölgun stöðvanna til marks um sýn N1 að vera leiðandi í orkuskiptum í samgöngum á Íslandi. „Með þessari uppbyggingu viljum við auðvelda fólki að ferðast umhverfisvænt um landið á eins skjótan og hagkvæman hátt og mögulegt er. Nýjar öflugar hraðhleðslustöðvar, víðsvegar um landið, munu gera lengri ferðalög á rafbílum að enn ákjósanlegri valkosti og spara vegfarendum bæði tíma við hleðsluna og áhyggjur.“ Sem fyrr segir hyggst hefja rekstur á 30 nýjum 150 kW hraðhleðslustöðvum á komandi mánuðum, en þær verða við eftirfarandi þjónustustöðvar N1. Borgarnes Hvolsvöllur Akureyri Vík Blönduós Egilsstaðir Ártúnshöfði, Reykjavík Flugvellir, Reykjanesbær Háholt, Mosfellsbær Nánari upplýsingar veitir Einar Sigursteinn Bergþórsson, forstöðumaður orkusviðs N1, í síma 440 1249 / einarsig@n1.is. Orkumál Orkuskipti Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Sjá meira
Fyrir rekur N1 hraðhleðslustöðvar með ýmist 50 kW eða 150 kW hleðslugetu á Blönduósi, Borgarnesi, Egilsstöðum, Háholti, Hvolsvelli, Ísafirði, Kirkjubæjarklaustri, Sauðárkróki, Skógarlind, Staðarskála og Vík. Auk þess má finna Tesla-hleðslustöðvar á N1 Fossvogi og Staðarskála. Eftir uppfærsluna verða allar hraðhleðslustöðvar við þjónustustöðvar N1 með 150 kW hleðslugetu. Slíkar hleðslustöðvar henta vel til hleðslu á stærri ökutækjum eins og þeirra sem notaðar eru til vöruflutninga.Aukin áhersla N1 á rafhleðslur við þjónustustöðvar er liður í því að auka framboð á endurnýjanlegum og grænum orkugjöfum og er í takt við orkustefnu félagsins til framtíðar. Félagið hefur ráðist í mikla uppbyggingu á þessu sviði á undanförnum árum og rekur meðal annars stærsta hleðslugarð landsins við Staðarskála. Á svæðinu er aðstaða til hleðslu alls 17 ökutækja í senn, níu í hleðslustöðvum N1 og átta í stöðvum Tesla. „Með þessari uppbyggingu viljum við auðvelda fólki að ferðast umhverfisvænt um landið á eins skjótan og hagkvæman hátt og mögulegt er,” segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1. Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, segir fjölgun stöðvanna til marks um sýn N1 að vera leiðandi í orkuskiptum í samgöngum á Íslandi. „Með þessari uppbyggingu viljum við auðvelda fólki að ferðast umhverfisvænt um landið á eins skjótan og hagkvæman hátt og mögulegt er. Nýjar öflugar hraðhleðslustöðvar, víðsvegar um landið, munu gera lengri ferðalög á rafbílum að enn ákjósanlegri valkosti og spara vegfarendum bæði tíma við hleðsluna og áhyggjur.“ Sem fyrr segir hyggst hefja rekstur á 30 nýjum 150 kW hraðhleðslustöðvum á komandi mánuðum, en þær verða við eftirfarandi þjónustustöðvar N1. Borgarnes Hvolsvöllur Akureyri Vík Blönduós Egilsstaðir Ártúnshöfði, Reykjavík Flugvellir, Reykjanesbær Háholt, Mosfellsbær Nánari upplýsingar veitir Einar Sigursteinn Bergþórsson, forstöðumaður orkusviðs N1, í síma 440 1249 / einarsig@n1.is.
Orkumál Orkuskipti Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Sjá meira