Æðruleysi fyrsta orðið sem kom upp í huga Katrínar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. apríl 2023 23:06 Guðlaugur Þór og Katrín ræða hér við fólk í Neskaupstað. Aðsend Forsætisráðherra og umhverfisráðherra fóru til Neskaupstaðar í dag og ræddu við íbúa sem lentu í því að fá snjóflóð á heimili sín á mánudag. Forsætisráðherra segir mikið mildi að enginn hafi týnt lífi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, voru í Neskaupstað í dag, en á mánudag féllu snjóflóð á bæinn. Katrín segir ljóst af ummerkjunum eftir flóðin að þau hafi verið afar kröftug. „Og það er ótrúleg mildi að ekki hafi farið verr, það er að segja að enginn hafi týnt lífi. Því ummerkin eru gríðarleg,“ sagði Katrín, sem var enn stödd á Neskaupstað þegar fréttastofa ræddi við hana. Ráðherrarnir ræddu meðal annars við fólk sem fékk flóðin á heimili sín, með tilheyrandi tjóni. „Að sjálfsögðu reynir þetta alveg gríðarlega á fólk en um leið vil ég segja það, því við hittum viðbragðsaðila og fórum yfir hvernig þetta hefur gengið, að þetta viðbragð er algjörlega aðdáunarvert. Hvernig brugðist var við og hversu hratt var brugðist var við, og hvernig samfélagið hefur tekið höndum saman í kjölfarið.“ Ofanflóðavarnir hafi skipt miklu Íbúar Neskaupstaðar hafi sýnt mikinn styrk í viðbrögðum sínum. „Ég myndi nú segja að æðruleysi hafi verið orðið sem kom fyrst upp í hugann hjá mér. Fólk tekur þessu af æðruleysi. En um leið liggur það fyrir að mörgum er illa brugðið.“ Töluvert hafi verið rætt um ofanflóðavarnargarð sem fyrirhugaður er í Neskaupstað, en þar eru þrír garðar fyrir. „Hann er kominn töluvert langt, undirbúningurinn, og nú munum við bara fara yfir þessar áætlanir og sjá hvað er hægt að gera. Það tekur síðan tíma að byggja þetta mannvirki, en það er líka alveg ljóst að þessir garðar sem fyrir eru hafa skipt töluverðu máli til að verja byggð.“ Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Íbúar sem lentu í snjóflóðinu þurfa að greiða hundruð þúsunda Forstjóri Nátturuhamfaratryggingar Íslands segir hlutverk stofnunarinnar sé fyrst og fremst að bæta mikið tjón svo tryggja megi endurreisn samfélaga sem verða fyrir náttúruhamförum. Íbúar í Neskaupstað þurfa að bera hluta tjóns síns vegna snjóflóða sjálfir. 2. apríl 2023 11:55 Búið að aflétta öllum rýmingum á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna ofanflóðahættu á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði og aflétta öllum rýmingum á svæðunum. 1. apríl 2023 19:33 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, voru í Neskaupstað í dag, en á mánudag féllu snjóflóð á bæinn. Katrín segir ljóst af ummerkjunum eftir flóðin að þau hafi verið afar kröftug. „Og það er ótrúleg mildi að ekki hafi farið verr, það er að segja að enginn hafi týnt lífi. Því ummerkin eru gríðarleg,“ sagði Katrín, sem var enn stödd á Neskaupstað þegar fréttastofa ræddi við hana. Ráðherrarnir ræddu meðal annars við fólk sem fékk flóðin á heimili sín, með tilheyrandi tjóni. „Að sjálfsögðu reynir þetta alveg gríðarlega á fólk en um leið vil ég segja það, því við hittum viðbragðsaðila og fórum yfir hvernig þetta hefur gengið, að þetta viðbragð er algjörlega aðdáunarvert. Hvernig brugðist var við og hversu hratt var brugðist var við, og hvernig samfélagið hefur tekið höndum saman í kjölfarið.“ Ofanflóðavarnir hafi skipt miklu Íbúar Neskaupstaðar hafi sýnt mikinn styrk í viðbrögðum sínum. „Ég myndi nú segja að æðruleysi hafi verið orðið sem kom fyrst upp í hugann hjá mér. Fólk tekur þessu af æðruleysi. En um leið liggur það fyrir að mörgum er illa brugðið.“ Töluvert hafi verið rætt um ofanflóðavarnargarð sem fyrirhugaður er í Neskaupstað, en þar eru þrír garðar fyrir. „Hann er kominn töluvert langt, undirbúningurinn, og nú munum við bara fara yfir þessar áætlanir og sjá hvað er hægt að gera. Það tekur síðan tíma að byggja þetta mannvirki, en það er líka alveg ljóst að þessir garðar sem fyrir eru hafa skipt töluverðu máli til að verja byggð.“
Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Íbúar sem lentu í snjóflóðinu þurfa að greiða hundruð þúsunda Forstjóri Nátturuhamfaratryggingar Íslands segir hlutverk stofnunarinnar sé fyrst og fremst að bæta mikið tjón svo tryggja megi endurreisn samfélaga sem verða fyrir náttúruhamförum. Íbúar í Neskaupstað þurfa að bera hluta tjóns síns vegna snjóflóða sjálfir. 2. apríl 2023 11:55 Búið að aflétta öllum rýmingum á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna ofanflóðahættu á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði og aflétta öllum rýmingum á svæðunum. 1. apríl 2023 19:33 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira
Íbúar sem lentu í snjóflóðinu þurfa að greiða hundruð þúsunda Forstjóri Nátturuhamfaratryggingar Íslands segir hlutverk stofnunarinnar sé fyrst og fremst að bæta mikið tjón svo tryggja megi endurreisn samfélaga sem verða fyrir náttúruhamförum. Íbúar í Neskaupstað þurfa að bera hluta tjóns síns vegna snjóflóða sjálfir. 2. apríl 2023 11:55
Búið að aflétta öllum rýmingum á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna ofanflóðahættu á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði og aflétta öllum rýmingum á svæðunum. 1. apríl 2023 19:33