Bayern gekk frá Dortmund á tíu mínútna kafla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2023 18:50 Thomas Müller skoraði tvö í kvöld. Alexander Hassenstein/Getty Images Bayern München vann Borussia Dortmund 4-2 í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Gregor Kobel, markvörður Dortmund, vill helst gleyma leik dagsins sem allra fyrst. Heimamenn í Bayern komust yfir eftir aðeins þrettán mínútur þökk sé einu undarlegasta sjálfsmarki síðari ára. Dayot Upamecano, miðvörður Bayern, á þá hættulitla sendingu fram völlinn sem Kobel kemur út úr marki sínu – og vítateig – til að hreinsa. Það fer þó ekki betur en svo en Kobel misreiknar boltann hrikalega, hittir hann lítið sem ekki neitt en þó nóg til að boltinn breyti um stefnu og endi í netinu. Hreint út sagt ótrúlegt mark í alla staði og var allt loft úr gestunum í kjölfarið. Thomas Müller tvöfaldaði forystu Bayern fimm mínútum síðar og hann bætti svo við öðru marki sínu fimm mínútum eftir það. Staðan því orðin 3-0 eftir aðeins 23. mínútna leik. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en segja má að leiknum hafi í raun þá verið lokið. Kingsley Coman kom Bayenr í 4-0 í upphafi síðari hálfleiks en Dortmund klóraði aðeins í bakkann undir lok leiks. Emre Can skoraði úr vítaspyrnu og Donny Malen skoraði annað mark gestanna á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Lokatölur á Allianz-vellinum 4-2 heimamönnum í vil sem eru komnir aftur á topp deildarinnar. Frábær byrjun fyrir Thomas Tuchel, nýjan þjálfara Bayern. Staðan í deildinni er nú þannig að Bayern trónir á toppnum líkt og svo oft áður, með 55 stig. Þar á eftir kemur Dortmund með 53 stig og Union Berlín með 51 stig í 3. sætinu. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Sjá meira
Heimamenn í Bayern komust yfir eftir aðeins þrettán mínútur þökk sé einu undarlegasta sjálfsmarki síðari ára. Dayot Upamecano, miðvörður Bayern, á þá hættulitla sendingu fram völlinn sem Kobel kemur út úr marki sínu – og vítateig – til að hreinsa. Það fer þó ekki betur en svo en Kobel misreiknar boltann hrikalega, hittir hann lítið sem ekki neitt en þó nóg til að boltinn breyti um stefnu og endi í netinu. Hreint út sagt ótrúlegt mark í alla staði og var allt loft úr gestunum í kjölfarið. Thomas Müller tvöfaldaði forystu Bayern fimm mínútum síðar og hann bætti svo við öðru marki sínu fimm mínútum eftir það. Staðan því orðin 3-0 eftir aðeins 23. mínútna leik. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en segja má að leiknum hafi í raun þá verið lokið. Kingsley Coman kom Bayenr í 4-0 í upphafi síðari hálfleiks en Dortmund klóraði aðeins í bakkann undir lok leiks. Emre Can skoraði úr vítaspyrnu og Donny Malen skoraði annað mark gestanna á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Lokatölur á Allianz-vellinum 4-2 heimamönnum í vil sem eru komnir aftur á topp deildarinnar. Frábær byrjun fyrir Thomas Tuchel, nýjan þjálfara Bayern. Staðan í deildinni er nú þannig að Bayern trónir á toppnum líkt og svo oft áður, með 55 stig. Þar á eftir kemur Dortmund með 53 stig og Union Berlín með 51 stig í 3. sætinu.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Sjá meira