92 ára félagi í Hörpukórnum á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. apríl 2023 20:01 „Það er fátt skemmtilegra en að syngja í kór“, segja félagar í Hörpukórnum á Selfossi, sem er kór eldri borgara á staðnum. Kórinn undirbýr sig nú fyrir kóramót. Elsti söngfélaginn er 92 ára. Hörpukórinn er flottur kór á Selfossi, sem hefur verið starfandi frá 1990. Það er alltaf góð stemming á æfingum og kórinn æfir fjölbreytt úrval af lögum. „Þetta er það, sem gefur lífinu lit að vera í kór. Ég hef nú verið í mörgum kórum, þessi er ekkert síðri en allir hinir. Þetta er bara lífsfylling og þetta er þjálfun fyrir hugann hjá eldri fólki að komast í kór. Það skerpir minnið og athyglina að rýna í nótur og reyna að syngja eftir þeim,“ segir Rúnar Jökull Hjaltason, formaður kórsins. Rúnar Jökull Hjaltason, formaður kórsins.Vísir/Magnús Hlynur „Þau eru nú orðin hálf heyrnarlaus og gömul og heyra ekkert hvað ég segi, nei, nei, ég er bara að grínast. Ég stjórna þeim sem sagt og hef mjög gaman af því og ég vona að þau hafi það líka. Þetta er flottur kór og góðir krakkar,“ segir Stefán Þorleifsson, stjórnandi og undirleikari kórsins léttur í bragði. Kórinn er þessa dagana að undirbúa sig fyrir þátttöku í kóramóti, sem haldið verður í næsta mánuði á Selfossi en þá koma fjórir eldri borgara kórar í heimsókn. En hversu mikilvægt er fyrir fólk á þessum aldri að vera í kór? „Það er alveg jafn mikilvægt fyrir þennan aldurshóp eins og börnin og fyrir alla aldurshópa,“ segir Stefán. Tónlist hefur verið stór hluti af lífi Gísla Geirssonar enda af mikilli tónlistarætt komin og búin að syngja í ýmsum kórum frá 1973. „Þetta hefur mikið að segja fyrir okkur, bæði gefandi og svo félagsskapurinn ekki síður,“ segir Gísli. Stefán Þorleifsson, stjórnandi og undirleikari kórsins.Vísir/Magnús Hlynur En hafa karlarnir eitthvað í konurnar að gera í kórnum? „Nei, ekki neitt, við reynum það ekki, við bara hlýðum og erum góðir, það þýðir ekkert annað,“ segir Gísli og skellihlær. Steinunn Aðalbjörg Eyjólfsdóttir er aldursforseti kórsins, 92 ára gömul og gefur ekkert eftir í söngnum. Hún söng í 46 ár í kirkjukór Selfosskirkju. En hvað er skemmtilegast við að syngja í Hörpukórnum? „Það er bara að koma saman og syngja, það léttir lífið. Þetta er mjög skemmtilegur og líflegur hópur ekki síst stjórnandinn, sem er mjög skemmtilegur,“ segir Steinunn Aðalbjörg. Steinunn Aðalbjörg Eyjólfsdóttir, sem er aldursforseti kórsins, 92 ára gömul og gefur ekkert eftir í söngnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Kórar Eldri borgarar Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Hörpukórinn er flottur kór á Selfossi, sem hefur verið starfandi frá 1990. Það er alltaf góð stemming á æfingum og kórinn æfir fjölbreytt úrval af lögum. „Þetta er það, sem gefur lífinu lit að vera í kór. Ég hef nú verið í mörgum kórum, þessi er ekkert síðri en allir hinir. Þetta er bara lífsfylling og þetta er þjálfun fyrir hugann hjá eldri fólki að komast í kór. Það skerpir minnið og athyglina að rýna í nótur og reyna að syngja eftir þeim,“ segir Rúnar Jökull Hjaltason, formaður kórsins. Rúnar Jökull Hjaltason, formaður kórsins.Vísir/Magnús Hlynur „Þau eru nú orðin hálf heyrnarlaus og gömul og heyra ekkert hvað ég segi, nei, nei, ég er bara að grínast. Ég stjórna þeim sem sagt og hef mjög gaman af því og ég vona að þau hafi það líka. Þetta er flottur kór og góðir krakkar,“ segir Stefán Þorleifsson, stjórnandi og undirleikari kórsins léttur í bragði. Kórinn er þessa dagana að undirbúa sig fyrir þátttöku í kóramóti, sem haldið verður í næsta mánuði á Selfossi en þá koma fjórir eldri borgara kórar í heimsókn. En hversu mikilvægt er fyrir fólk á þessum aldri að vera í kór? „Það er alveg jafn mikilvægt fyrir þennan aldurshóp eins og börnin og fyrir alla aldurshópa,“ segir Stefán. Tónlist hefur verið stór hluti af lífi Gísla Geirssonar enda af mikilli tónlistarætt komin og búin að syngja í ýmsum kórum frá 1973. „Þetta hefur mikið að segja fyrir okkur, bæði gefandi og svo félagsskapurinn ekki síður,“ segir Gísli. Stefán Þorleifsson, stjórnandi og undirleikari kórsins.Vísir/Magnús Hlynur En hafa karlarnir eitthvað í konurnar að gera í kórnum? „Nei, ekki neitt, við reynum það ekki, við bara hlýðum og erum góðir, það þýðir ekkert annað,“ segir Gísli og skellihlær. Steinunn Aðalbjörg Eyjólfsdóttir er aldursforseti kórsins, 92 ára gömul og gefur ekkert eftir í söngnum. Hún söng í 46 ár í kirkjukór Selfosskirkju. En hvað er skemmtilegast við að syngja í Hörpukórnum? „Það er bara að koma saman og syngja, það léttir lífið. Þetta er mjög skemmtilegur og líflegur hópur ekki síst stjórnandinn, sem er mjög skemmtilegur,“ segir Steinunn Aðalbjörg. Steinunn Aðalbjörg Eyjólfsdóttir, sem er aldursforseti kórsins, 92 ára gömul og gefur ekkert eftir í söngnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Kórar Eldri borgarar Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira