92 ára félagi í Hörpukórnum á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. apríl 2023 20:01 „Það er fátt skemmtilegra en að syngja í kór“, segja félagar í Hörpukórnum á Selfossi, sem er kór eldri borgara á staðnum. Kórinn undirbýr sig nú fyrir kóramót. Elsti söngfélaginn er 92 ára. Hörpukórinn er flottur kór á Selfossi, sem hefur verið starfandi frá 1990. Það er alltaf góð stemming á æfingum og kórinn æfir fjölbreytt úrval af lögum. „Þetta er það, sem gefur lífinu lit að vera í kór. Ég hef nú verið í mörgum kórum, þessi er ekkert síðri en allir hinir. Þetta er bara lífsfylling og þetta er þjálfun fyrir hugann hjá eldri fólki að komast í kór. Það skerpir minnið og athyglina að rýna í nótur og reyna að syngja eftir þeim,“ segir Rúnar Jökull Hjaltason, formaður kórsins. Rúnar Jökull Hjaltason, formaður kórsins.Vísir/Magnús Hlynur „Þau eru nú orðin hálf heyrnarlaus og gömul og heyra ekkert hvað ég segi, nei, nei, ég er bara að grínast. Ég stjórna þeim sem sagt og hef mjög gaman af því og ég vona að þau hafi það líka. Þetta er flottur kór og góðir krakkar,“ segir Stefán Þorleifsson, stjórnandi og undirleikari kórsins léttur í bragði. Kórinn er þessa dagana að undirbúa sig fyrir þátttöku í kóramóti, sem haldið verður í næsta mánuði á Selfossi en þá koma fjórir eldri borgara kórar í heimsókn. En hversu mikilvægt er fyrir fólk á þessum aldri að vera í kór? „Það er alveg jafn mikilvægt fyrir þennan aldurshóp eins og börnin og fyrir alla aldurshópa,“ segir Stefán. Tónlist hefur verið stór hluti af lífi Gísla Geirssonar enda af mikilli tónlistarætt komin og búin að syngja í ýmsum kórum frá 1973. „Þetta hefur mikið að segja fyrir okkur, bæði gefandi og svo félagsskapurinn ekki síður,“ segir Gísli. Stefán Þorleifsson, stjórnandi og undirleikari kórsins.Vísir/Magnús Hlynur En hafa karlarnir eitthvað í konurnar að gera í kórnum? „Nei, ekki neitt, við reynum það ekki, við bara hlýðum og erum góðir, það þýðir ekkert annað,“ segir Gísli og skellihlær. Steinunn Aðalbjörg Eyjólfsdóttir er aldursforseti kórsins, 92 ára gömul og gefur ekkert eftir í söngnum. Hún söng í 46 ár í kirkjukór Selfosskirkju. En hvað er skemmtilegast við að syngja í Hörpukórnum? „Það er bara að koma saman og syngja, það léttir lífið. Þetta er mjög skemmtilegur og líflegur hópur ekki síst stjórnandinn, sem er mjög skemmtilegur,“ segir Steinunn Aðalbjörg. Steinunn Aðalbjörg Eyjólfsdóttir, sem er aldursforseti kórsins, 92 ára gömul og gefur ekkert eftir í söngnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Kórar Eldri borgarar Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fleiri fréttir Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Sjá meira
Hörpukórinn er flottur kór á Selfossi, sem hefur verið starfandi frá 1990. Það er alltaf góð stemming á æfingum og kórinn æfir fjölbreytt úrval af lögum. „Þetta er það, sem gefur lífinu lit að vera í kór. Ég hef nú verið í mörgum kórum, þessi er ekkert síðri en allir hinir. Þetta er bara lífsfylling og þetta er þjálfun fyrir hugann hjá eldri fólki að komast í kór. Það skerpir minnið og athyglina að rýna í nótur og reyna að syngja eftir þeim,“ segir Rúnar Jökull Hjaltason, formaður kórsins. Rúnar Jökull Hjaltason, formaður kórsins.Vísir/Magnús Hlynur „Þau eru nú orðin hálf heyrnarlaus og gömul og heyra ekkert hvað ég segi, nei, nei, ég er bara að grínast. Ég stjórna þeim sem sagt og hef mjög gaman af því og ég vona að þau hafi það líka. Þetta er flottur kór og góðir krakkar,“ segir Stefán Þorleifsson, stjórnandi og undirleikari kórsins léttur í bragði. Kórinn er þessa dagana að undirbúa sig fyrir þátttöku í kóramóti, sem haldið verður í næsta mánuði á Selfossi en þá koma fjórir eldri borgara kórar í heimsókn. En hversu mikilvægt er fyrir fólk á þessum aldri að vera í kór? „Það er alveg jafn mikilvægt fyrir þennan aldurshóp eins og börnin og fyrir alla aldurshópa,“ segir Stefán. Tónlist hefur verið stór hluti af lífi Gísla Geirssonar enda af mikilli tónlistarætt komin og búin að syngja í ýmsum kórum frá 1973. „Þetta hefur mikið að segja fyrir okkur, bæði gefandi og svo félagsskapurinn ekki síður,“ segir Gísli. Stefán Þorleifsson, stjórnandi og undirleikari kórsins.Vísir/Magnús Hlynur En hafa karlarnir eitthvað í konurnar að gera í kórnum? „Nei, ekki neitt, við reynum það ekki, við bara hlýðum og erum góðir, það þýðir ekkert annað,“ segir Gísli og skellihlær. Steinunn Aðalbjörg Eyjólfsdóttir er aldursforseti kórsins, 92 ára gömul og gefur ekkert eftir í söngnum. Hún söng í 46 ár í kirkjukór Selfosskirkju. En hvað er skemmtilegast við að syngja í Hörpukórnum? „Það er bara að koma saman og syngja, það léttir lífið. Þetta er mjög skemmtilegur og líflegur hópur ekki síst stjórnandinn, sem er mjög skemmtilegur,“ segir Steinunn Aðalbjörg. Steinunn Aðalbjörg Eyjólfsdóttir, sem er aldursforseti kórsins, 92 ára gömul og gefur ekkert eftir í söngnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Kórar Eldri borgarar Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fleiri fréttir Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Sjá meira