Horfa til afléttinga í ljósi góðra aðstæðna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. apríl 2023 12:11 Víðir Reynisson er yfirlögregluþjónn almannavarna. Vísir/Vilhelm Snjóflóðahætta fer þverrandi á Austurlandi og standa vonir til að hægt verði að aflétta rýmingum fljótlega. Íbúi á Seyðisfirði er ósáttur við seinagang í upplýsingagjöf lögreglu til íbúa. Engar tilkynningar hafa borist um flóð á Austurlandi síðan síðdegis í gær. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna segir veðurspá hagstæða, en stytta á upp eftir hádegi. „Þá gefst tækifæri til að meta krapaflóðsstöðuna og sjá hvernig það þróast í dag. Snjóflóðahættan fer óðum minnkandi og við erum bjartsýn á að það verði hægt að fara í afléttingar, að minnsta kosti vegna snjóflóðarýminga,“ segir Víðir. Þá verði vonandi einnig hægt að aflétta rýmingum vegna krapaflóðahættu, þó það sé tvísýnna. Á flestum vegum sé orðið gott færi. „Það er þröngt á einhverjum fjallvegum og snjór í köntum, þannig að það þarf að gæta varúðar þar. Svo er eitthvað um vatnsskemmdir á vegum og hámarkshraði verið tekinn niður.“ Víða um Austurland gæti áhrifa veðurs síðustu daga, en unnið sé að lagfæringu. Þá séu allir vegir í alfaraleið opnir. Eðlilegar skýringar að baki upplýsingagjöf til íbúa Sigfús Gunnarsson er búsettur á Seyðisfirði. Hann telur að upplýsingar frá lögreglu um rýmingar mættu berast fyrr. „Núna þegar það var rýmt á Bökkunum í fyrrakvöld þá fréttum við af þessum fundi sem var haldinn hér um rýmingar. Við vissum að það átti að rýma, en það var tæpum tveimur tímum síðar sem SMS kom.“ Upplýsingar um rýmingu hafi verið birtar á Facebook áður en þær voru sendar með smáskilaboðum til íbúa. Það sé sjálfsagt að rýma þegar skipanir um það berist. „Allt annað er mjög flott nema þessi upplýsingagjöf.“ Víðir segir eðlilegar skýringar hins vegar búa að baki. „Það er mjög oft þannig að það er ákveðið að fara í rýmingar. Það er ákveðið á fundi hjá ofanflóðavakt Veðurstofunnar, en rýmingin á ekki að taka gildi fyrr en fimm, sex klukkutímum seinna. Það er bara út af því að þá er þróunin talin vera þannig. Þannig að það er eðlileg skýring á því ef það hefur verið með slíkum hætti,“ segir Víðir. Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Múlaþing Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Sjá meira
Engar tilkynningar hafa borist um flóð á Austurlandi síðan síðdegis í gær. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna segir veðurspá hagstæða, en stytta á upp eftir hádegi. „Þá gefst tækifæri til að meta krapaflóðsstöðuna og sjá hvernig það þróast í dag. Snjóflóðahættan fer óðum minnkandi og við erum bjartsýn á að það verði hægt að fara í afléttingar, að minnsta kosti vegna snjóflóðarýminga,“ segir Víðir. Þá verði vonandi einnig hægt að aflétta rýmingum vegna krapaflóðahættu, þó það sé tvísýnna. Á flestum vegum sé orðið gott færi. „Það er þröngt á einhverjum fjallvegum og snjór í köntum, þannig að það þarf að gæta varúðar þar. Svo er eitthvað um vatnsskemmdir á vegum og hámarkshraði verið tekinn niður.“ Víða um Austurland gæti áhrifa veðurs síðustu daga, en unnið sé að lagfæringu. Þá séu allir vegir í alfaraleið opnir. Eðlilegar skýringar að baki upplýsingagjöf til íbúa Sigfús Gunnarsson er búsettur á Seyðisfirði. Hann telur að upplýsingar frá lögreglu um rýmingar mættu berast fyrr. „Núna þegar það var rýmt á Bökkunum í fyrrakvöld þá fréttum við af þessum fundi sem var haldinn hér um rýmingar. Við vissum að það átti að rýma, en það var tæpum tveimur tímum síðar sem SMS kom.“ Upplýsingar um rýmingu hafi verið birtar á Facebook áður en þær voru sendar með smáskilaboðum til íbúa. Það sé sjálfsagt að rýma þegar skipanir um það berist. „Allt annað er mjög flott nema þessi upplýsingagjöf.“ Víðir segir eðlilegar skýringar hins vegar búa að baki. „Það er mjög oft þannig að það er ákveðið að fara í rýmingar. Það er ákveðið á fundi hjá ofanflóðavakt Veðurstofunnar, en rýmingin á ekki að taka gildi fyrr en fimm, sex klukkutímum seinna. Það er bara út af því að þá er þróunin talin vera þannig. Þannig að það er eðlileg skýring á því ef það hefur verið með slíkum hætti,“ segir Víðir.
Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Múlaþing Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Sjá meira