Ég heiti 180654 5269 Viðar Eggertsson skrifar 31. mars 2023 16:31 Aldursfordómar byggja á neikvæðum viðhorfum og gildum, sambærilegum og kynþáttafordómar og kynjafordómar, verða til vegna húðlitar og kynferðis. Jafnvel eldra fólk getur haft fordóma gagnvart því að eldast. Það er meðal annars tilkomið vegna þeirrar sjálfsmyndar sem þeir hafa og þess viðhorfs sem þeir telja að aðrir hafa – oft réttilega. Kröfur samfélagsins eru að allir eigi að vera ungir, frískir og falegir. Sérstaklega á þetta við um konur, sem oftar verða fyrir fordómum vegna aldurs en eldri karlmenn. Vegna aldursfordóma eru starfsumsóknir þar sem reynsla, þekking og vitsmunir hinna eldri eru ekki metnir - vegna aldurs. Þetta viðhorf er í sókn! Samkv. tölum vinnumálastofnunar í dag eru 1.485 manns, eldri en fimmtugt sem eru á atvinnuleysisskrá, þar af eru 526 sem hafa verið það núna í ár eða lengur. Það eru mýmörg dæmi að starfsumsóknir fólks sem er orðið fimmtugt, eða eldra, eru hunsaðar um leið og kennitalan ein birtist á fyrstu síðu umsóknar um starf. Það er ekki einu sinni litið á starfsferilskrána - bara kennitöluna. Bara kennitöluna. Kennitalan er einfaldlega „ekki rétt“. Eigum við að tala um íslensku kennitöluna? Það er varla hægt að sanna tilveru sína við afgreiðslu í opinberum stofnunum nema að segja stundarhátt hver kennitala þín er – hvað þú ert gamall. Nafn þitt skiptir engu. Það eru til margar aðferðir við að búa til kennitölur. Sú aðferð sem hefur verið notuð á Íslandi byggir á fæðingardegi og fæðingarári viðkomandi. Það er bara ekkert náttúrulögmál að kennitölukerfið sé byggt upp einsog íslenska kennitöluaðferðin, sem hefur beinlínis stuðlað og elft aldurfordóma, sérstaklega á vinnumarkaði. Er ekki kominn tími til að við horfumst í augu við það? Er ekki kominn tími til að við búum til kennitölukerfi sem styður ekki við aldursfordóma? Það liggur mikill auður í eldra starfsfólki. Látum ekki 10 talna röð verða til þess að hæfu og reynslumiklu fólki sé sópað burt af vinnumarkaði! Vinnum gegn aldursfordómum. Endurskoðum kennitölukerfið! Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Samfylkingin Eldri borgarar Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Aldursfordómar byggja á neikvæðum viðhorfum og gildum, sambærilegum og kynþáttafordómar og kynjafordómar, verða til vegna húðlitar og kynferðis. Jafnvel eldra fólk getur haft fordóma gagnvart því að eldast. Það er meðal annars tilkomið vegna þeirrar sjálfsmyndar sem þeir hafa og þess viðhorfs sem þeir telja að aðrir hafa – oft réttilega. Kröfur samfélagsins eru að allir eigi að vera ungir, frískir og falegir. Sérstaklega á þetta við um konur, sem oftar verða fyrir fordómum vegna aldurs en eldri karlmenn. Vegna aldursfordóma eru starfsumsóknir þar sem reynsla, þekking og vitsmunir hinna eldri eru ekki metnir - vegna aldurs. Þetta viðhorf er í sókn! Samkv. tölum vinnumálastofnunar í dag eru 1.485 manns, eldri en fimmtugt sem eru á atvinnuleysisskrá, þar af eru 526 sem hafa verið það núna í ár eða lengur. Það eru mýmörg dæmi að starfsumsóknir fólks sem er orðið fimmtugt, eða eldra, eru hunsaðar um leið og kennitalan ein birtist á fyrstu síðu umsóknar um starf. Það er ekki einu sinni litið á starfsferilskrána - bara kennitöluna. Bara kennitöluna. Kennitalan er einfaldlega „ekki rétt“. Eigum við að tala um íslensku kennitöluna? Það er varla hægt að sanna tilveru sína við afgreiðslu í opinberum stofnunum nema að segja stundarhátt hver kennitala þín er – hvað þú ert gamall. Nafn þitt skiptir engu. Það eru til margar aðferðir við að búa til kennitölur. Sú aðferð sem hefur verið notuð á Íslandi byggir á fæðingardegi og fæðingarári viðkomandi. Það er bara ekkert náttúrulögmál að kennitölukerfið sé byggt upp einsog íslenska kennitöluaðferðin, sem hefur beinlínis stuðlað og elft aldurfordóma, sérstaklega á vinnumarkaði. Er ekki kominn tími til að við horfumst í augu við það? Er ekki kominn tími til að við búum til kennitölukerfi sem styður ekki við aldursfordóma? Það liggur mikill auður í eldra starfsfólki. Látum ekki 10 talna röð verða til þess að hæfu og reynslumiklu fólki sé sópað burt af vinnumarkaði! Vinnum gegn aldursfordómum. Endurskoðum kennitölukerfið! Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar